Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1996, Page 31

Heima er bezt - 01.06.1996, Page 31
Fyrir þrábeiðni allra helstu manna hér á landi, sem báru hag og heill þjóðar vorrar fyrir brjósti, yfirgaf Einar loksins hið nýfundna land, hélt enn á ný út á vota vegu í þeim til- gangi að láta sitt rétta föðurland njóta góðs af sinni heilsusamlegu, andlegu og holdlegu nærveru fram- vegis. Síðan hefur þjóðin haft ríkuleg tækifæri til þess að kynna sér mr. Hjörleifsson. Hann hefur um nokkur undanfarin ár verið standandi auglýs- ing aptan á stjómarblaðinu „ísafold,“ fengið að fljóta þar með eiganda og ábyrgðarmanni þess blaðs, Birni Jónssyni. Mr. Hjörleifsson vill umfram allt breytingu á stjórnarfari íslands. Eptir því, sem komist verður næst, af hinum andheitu frelsisbænum þessa margmædda sannleikspostula, þá er það „nýr ráðgjafi,“ sem hann hefur í þessum tilgangi hnýtt sér apt- an í. „Ráðgjafi, sem þingið á sjálft að semja við og hafa áhrif á, og sem ef hann væri þjóðhollur, mundi seinna meir, er hann festist í sessi, geta slakað til meira eða minna við þingið og smám saman geta sannfært stjórnina og Dani um hina réttu rétt- arstöðu íslands theoretiskt!!“ (Óbreytt orð, tekin úr fylgiskjali gula snepilsins). Hvað þessi óákvarðaða stærð, þessi ráðgjafi, sem er í sjálfu sér ekkert annað en eitt samanhangandi pólitiskt ef og hefði, kostar að öðru leyti þjóðina i uppgjöf eldri, viður- kenndra réttinda, virðist ekki vaka ljóst fyrir höfundi hinna pólitísku „villuleiðara“ í ísafold. Peninga vill kandídatinn (meðrit- stjórinn) fá inn í landið. Hvað þessir peningar kosta, hvaða þýðingu þær peningaútvegur hafa fyrir landið og sjálfstæði þess, pólitískt og ijárhags- lega, um það stendur ekki neitt í trú- arjátningu hins blanka peningapost- ula. Ritsíma girnist einnig hjarta þessa manns. Hvað sá ritsími kostar nú og kemur seinna til með að kosta, um það gildir þetta: „veit ekki, vil ekki vita.“ Vesturfarir vill þessi maður hafa „nokkrar á ári hverju til viðhalds ís- lenska þjóðerninu fyrir handan haf.“ Hvað getur þjóðinni verið „yppar- legra“ nú á þessum dögum, en einmitt svona maður? Með því að ganga að hinni svo kölluðu stjórnarbót dr. Valtýs, sem ritstjórinn hefur svo rækilega „neglt“ sig á, er lokið hinni þreytandi og þungbæru pólitísku baráttu. Því er svo haganlega fyrir komið í þessari stjómaróbót, að ekki er mikil hætta á aukaþingum úr því. Þeir peningar, sem þjóðin annars kynni að hafa var- ið til þess, að standa við orð sín gagnvart Danastjórn og færa henni heim sanninn um það, að alvara og festa sé til hjá þessari þjóð, þegar um sjálfstæði hennar er að ræða, geta þá gengið til þess, að hnýta saman telefónþræði og reka niður staura upp á reginfjöllum. Hvort af þessu tvennu skyldi vera arðmeira? Er ekki síðara atriðið miklu happasælla fyrir landið? Jú, það eru einmitt svona menn, sem þjóðin þarf á þessum dögum. Menn, sem reyna að kitla eyru henn- ar með flágjallandi flimtingum um, að hana vanti peninga, að hana vanti ritsíma, að hana vanti allt, sem geri líf hennar þess vert, að því sé lifað, og sem jafnhliða drepa léttum fingri á það, að vesturfarir séu nauðsynleg- ar til viðhalds íslensku þjóðerni í Ameríku. Það em þjóðarinnar menn. Hlaðvarpinn • •• framhald af bls. 200 einasta ári, í stað hins venjubundna 3ja til 5 ára frests. Og það hef- ur sett þá, sem með honum fylgjast, í vanda. Vísindamenn vita ennþá afar lítið um hvers vegna þessi breyting á háttiun „drengs- ins“ hefur orðið en margir þeirra telja orsakarinnar að leita í hitn- andi andrúmslofti jarðarinnar. Það þýðir, að þeirra áliti, að hér sé ekki bara um að ræða tilfallandi óreglu í tilurð þessa geysiöfluga hafstraums, heldur greinileg merki um lofllagsbreytingar, sem séu smám saman að verða vegna hinna svo kölluðu gróðurhúsaálmfa á jarðarkúlunni. Ekki skal um það fullyrt hér á þessum vettvangi, en við lifum greinilega ekki bara á tímum mikilla þjóðfélagsbreytinga heldur einnig veðurfarslegra. Og flest bendir til að þetta séu afleiðingar verka okkar mannanna og því mikið undir okkur sjálfum komið hvort snúið verður af þessaii braut. Ekki er að efa að álíka langan tíma hlýtur að taka að lagfæra ferlið, ef það er hægt, og tók að koma því á. Þörf viðbragða og lausna verður því stöðugt brýnni. Ætla má reyndar, að slíkar breytingar, sem valda usla á einum stað geti orðið til bóta á öðmm, um tíma a.m.k., sem reyndar em staðreynd dæmi um af völdum „drengsins,“ svo tilfæringar kunna að verða á byggilegustu svæðum jarðarinnar, í lengri framtíð. Upp kemur í hugann orð, sem „sjáandi“ nokkur, er séð getur fram í tímann, viðhafði fyrir u.þ.b. 10 árum síðan, en hann taldi sig sjá sólbaðsstrendur og fólk í sjóböðum á vesturströnd íslands, inn- an 2ja til 3ja alda. Já, það er margt skrýtið í veröldinni og hver veit nema þessi ótrúlegu orð á sínum tima, kunni að búa yfír meiri sannleik en nokkum óraði fyrir. Med bestu kveðjum, Guójón Baldvinsson. Heima er bezt 227

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.