Heima er bezt - 01.06.1996, Síða 33
Kinnarstaðir.
enn í dag eigum við hér fimm kind-
ur.
Við erum svo heppin að ein dóttir
okkar býr í sveit og auðvitað erum
við þar oftast um sauðburðinn. Við
eigum sumarbústað rétt hjá Bjarkar-
lundi í landi Kinnarstaða og auðvitað
erum við þar öllum stundum, að
sumri til. Við höfum lagt af sumar-
vinnuna í frystihúsinu, erum þar
bara á veturna. Þess í stað dundum
við okkur við sumarbústaðinn og
annan leikaraskap. Bústaður okkar er
í afar fallegu umhverfi.
Ég horfi lítið á sjónvarpið, sit bara
með prjóna mína og hlusta á útvarp-
ið, svo hef ég gaman af að lesa ævi-
sögur og afar gaman af að ráða
krossgátur.
Ég er lítið í félagsmálum, er aðeins
í slysavarnadeildinni Unni, hér á
staðnum. Störf mín hafa flest tengst
sveitinni, fiskinum, húsmóður- og
uppeldisstörfum.
Það má segja að afkomendur okkar
hjóna séu út um allan heim, m.a. hef-
ur einn sonur okkar búið í 18 ár í
Ástralíu og þar sem við höfum nú
loksins nurlað saman fyrir fari þang-
að, höfum við ákveðið að skreppa til
hans innan tíðar.
Við sumarhús Önnu og Hjartar.
Hjörtur stundaði sjómennsku til
ársins 1980 er hann hætti til sjós.
Við vinnum nú bæði í frystihúsi. Ég
vinn að vísu aðeins hálfan daginn.
Áður en lengra er haldið langar
mig til að segja nokkuð nánar frá
foreldrum mínum. Fyrstu ár ævi
sinnar var faðir minn að Kollabúðum
í Þorskafirði en þegar móðir hans
þurfti að gangast undir uppskurð
vegna sullaveiki, sem hrjáði hana,
fór hann með henni að Kinnarstöð-
um þar sem uppskurðurinn var fram-
kvæmdur. Þótt hann tækist vel, eða
eftir vonum, þá var móðir hans lengi
að ná sér og því varð
hann eftir á Kinnarstöð-
um, þá 5 ára gamall og
þar ólst hann upp hjá
foðurbróður sínum og
alnafna, Magnúsi Sig-
urðssyni og konu hans
og var alltaf nefndur
Magnús yngri.
Þar sem engin nútíma-
leg aðstaða til skurðað-
gerða var á Kinnarstöð-
um og þar af leiðandi
ekkert skurðarborð fyrir
hendi, var einni hurð
kippt af hjörum og svo
frá henni gengið að sem
best færi um hina sjúku
konu. Var aðgerðin framkvæmd þar
og tókst eins og að framan segir, eftir
vonum.
Er móðir mín átti eldri börn sín brá
hún sér ávallt af bæ, hélt að Kinnar-
stöðum og ól þau þar. Tvö yngri
börnin átti hún svo að Skógum og
loks einn dreng að Hólum. Þar sem
faðir minn var þá orðinn óvinnufær
ólst drengurinn upp að Gautsdal í
Geiradalnum.
Kinnarstaðasystur, sem margir
munu kannast við, tóku eina systur
mína í fóstur, en hún dó um tveggja
ára aldur, úr þá óþekktum sjúkdómi,
sem sennilega hefur verið heila-
himnubólga. Því var það að þegar
móðir mín átti, telpu að Skógum
1937, fór sú stutta að Kinnarstöðum
og ólst upp hjá systrunum þar.
Foreldrar mínir keyptu jörðina
Hóla í Reykhólasveit, sem staðið
hafði um nokkurn tíma í eyði og
hófu þar búskap. Þegar faðir minn er
um þrítugt er hann við húsbyggingu,
mig minnir á Hríshóli, og forkelast
svo að hann fær brjósthimnubólgu og
síðan berkla upp úr henni og að Hól-
um andast hann 17. júlí 1940, 33ja
ára.
Frændi minn, Friðbjörn Guðjóns-
son, kom til móður minnar er pabbi
var dáinn og saman stóðu þau fyrir
búinu uns þau brugðu búskap og
næstyngsti bróðir minn tók við jörð
og búi, en hjá honum voru þau svo í
„horninu,“ eins og sagt var, uns þau
létust bæði.
Sérstök áhugamál hef ég alltaf átt
af skornum skammti. Sveitin og allt
sem henni viðkemur hefur alltaf tog-
að í mig, ég er mikil sveitakona og
Heima er bezt 229