Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1996, Page 36

Heima er bezt - 01.06.1996, Page 36
Ingibjörg Sigurðardóttir: 1. hluti. Framhalds- sagan A erturdtal W W T" w /. kafli. Kólgugrár hausthiminn hvelfist yfir ólgandi hafi. Strandferðaskipið klýfur háreistar, hvítfreyðandi öldur. Stormurinn hvín nöturlega í rá og reiða. Enn er löng leið til næstu hafnar, en þar á skipið, samkvæmt áætlun, að skila farþegum og taka nýja, ásamt ýmis konar varningi. Farþegar halda kyrru fyrir neðan þilja, flestir í koju, margir illa haldnir af sjóveiki. Meðal þeirra farþega, sem sjóveik- in leikur einna verst, er ung stúlka, Glóey Mjöll. Hún kom til skips í Reykjavík, en för hennar er heitið norður í land, í lítið sjávarþorp. Þar er hún ráðin barnakennari á komandi vetri. Hún lauk kennaraprófi á síðast- liðnu vori og þetta verður því frumraun hennar í kennslustörfum. Hún hefur aldrei fyrr komið á þessar norðlægu slóðir og þekkir engan í þorpinu. A þann máta fannst henni áhrifaríkast að svala ævintýraþránni. Fræðslunefnd þorpsins hefur tryggt henni aðsetur á heimili kaupfélags- stjórahjónanna á staðnum en nánari vitneskju hefur hún ekki um væntan- legan dvalarstað. Þetta er í fyrsta skipti, sem hún stígur á skipsfjöl og hana óraði sann- arlega ekki fyrir þeim hremmingum, sem biðu á næsta leyti. Við brottför skipsins úr Reykjavíkurhöfn, var veður allsæmilegt. Hún hugðist njóta þess á ferðalaginu að dvelja daglega ofan þilja, kynnast töfrum hafsins og skoða strendur landsins frá sjónar- horni þess. En allt fór það á annan veg. Skipið hafði ekki siglt lengi er fyrsta áhlaup íslenska haustsins reið yfir með ógn sinni og kyngikrafti. Frá þeirri stundu hefur hún hírst í koju ein, í tveggja manna klefa og þjáðst af hinni illvígustu sjóveiki, sem ekki virðist vera neitt lát á. Slik- ir reyndust töfrar hafsins á fyrstu sjó- ferð hennar. En fall er fararheill... Tíminn silast áfram. Loks er skipið í höfn á fyrsta viðkomustað í þessari strandferð. Nokkrir farþeganna stíga á land, fegnir ferðalokum, en nýir koma um borð. Glóey Mjöll hvílir náföl og máttfarin í koju sinni. Gal- tómur maginn engist sundur og sam- an af ógleði, en hefur engu að skila lengur. Hvenær tekur þetta enda? Skyndilega er klefahurðinni hrund- ið upp. Gömul, hrörleg kona, með litla ferðatösku í hönd, birtist í dyr- unum. Að baki konunnar stendur annar stýrimaður og vísar á auðu kojuna. Að því loknu hverfur hann á braut. Gamla konan skjögrar að kojunni, leggur frá sér töskuna og skimar í kringum sig. „Jæja, það er gott að gista ekki ein » þessa klefaboru,“ tautar hún eins og við sjálfa sig. Svo færir hún sig nær klefanaut sínum og réttir fram krækl- ótta hönd. „Komdu sæl, stúlka mín,“ segir hún vingjarnlega. „Hallbera heit ég.“ „Sæl,“ svarar Glóey Mjöll veikum rómi, tekur í framrétta hönd gömlu konunnar og kynnir sig. Gamla konan virðir ungu stúlkuna fyrir sér nokkur andartök. Það leynir sér ekki að stúlkan er illa haldin, útlit hennar er hræðilegt. Hlý samúð vaknar í brjósti Hallberu. „Ertu mjög sjóveik, stúlka mín?“ spyr hún formálalaust. „Já. Ég hef aldrei áður kynnst öðru eins,“ ansar Glóey Mjöll og strýkur svitaperlur af enni sér. „Heldurðu engu niðri?“ „Ég býst ekki við því en ég hef ekki neytt matar frá því ég kom hingað um borð.“ „Hvað er að heyra þetta? Á ég ekki að ná í eitthvað handa þér?“ „Þakka þér fyrir,“ svarar Glóey Mjöll háttvíslega. „En ég vil ekki valda þér neinni fyrirhöfn eða ónæði.“ „Þú gerir það heldur ekki, mín er ánægjan. Hvað má ég ná í handa þér?“ Glóey Mjöll er sárþyrst og þurr í kverkunum og þarfnast sannarlega svaladrykkjar. Hún virðir fyrir sér andartak, þessa góðhjörtuðu konu, 232 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.