Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1996, Qupperneq 39

Heima er bezt - 01.06.1996, Qupperneq 39
uðu ekki á neinar fortölur. Til Reykjavíkur skyldu þær fara. Síðla sumars, strax að loknum hey- skap, kvöddu þær æskuheimilið og héldu suður á vit ævintýranna. Þarna syðra fengu þær fljótt vinnu á veit- ingahúsi, senr mikið mun hafa verið sótt af hermönnum. Við, foreldrarnir, héldum lengi í þá von að þær kæmu aftur heim með vorfuglunum. En sú von brást. Hinsvegar tóku að berast út á landsbyggðina, ýmsar sögusagn- ir varðandi marglit samskipti ís- lenskra kvenna og erlendra her- manna. Um sannleiksgildi þeirra sagna vissum við fátt, en þær vöktu litla gleði á Sævarbakka. Sumarið leið tíðindalítið. Snemma um haustið kom hraðboði frá lands- símastöðinni í sveitinni með kvaðn- ingu til þriðju systurinnar í röðinni, sem þá var enn heima. Hún var beðin að mæta strax til viðtals fyrir Reykjavík. Þessi kvaðning vakti óhug í brjósti okkar foreldranna. En dóttir okkar söðlaði hest í skyndi og reið til sím- stöðvarinnar. Þegar hún kom heinr aftur bar hún heimilisfólkinu kveðju frá systrunr sinum syðra. Af þeinr var allt hið ákjosanlegasta að frétta, að eigin sögn. En erindið með sím- talinu var það, að bjóða systur þeirra vel launað starf á veitingahúsinu, þar senr þær unnu og jafnfranrt buðu þær henni að hafa aðsetur í húsnæði, sem þær höfðu saman á leigu. Skilyrði var, að hún kæmi suður hið bráðasta, að öðrunr kosti hlyti önnur starfið. Leiðsögn okkar foreldranna var að engu höfð. Þriðja dóttirin hvarf á braut með fyrstu ferð, sem féll suður. Hún sagðist koma heim aftur að vori, við nrættunr treysta því. Að vísu konr hún heinr næsta vor, en í líkkistu. Upp úr miðjum vetri veiktist hún snögglega af berklunr. Hún var flutt á hælið fyrir sunnan. Þar lést hún snemma um vorið. Yngstu dæturnar tvær dvöldu þá enn í föðurhúsunr ásamt Hildibrandi mínum. Þær voru ekki síður en hinar eldri, dugnaðarforkar til allra verka, en því var öfugt farið með einkason- inn. Hann var lítið hneigður til vinnu, vildi helst alltaf liggja yfir bókum. Það henti stundum á sumrin, þegar snúa átti töðunni á túninu í brakandi þerri, að drengurinn var horfinn. Hann hafði fundið sér grös- uga, þægilega laut, spölkorn frá bæn- um, lá þar og las í bók. En faðir hans þekkti hverja laut og hverja þúfu á Sævarbakka og fann hann fljótt. Drengurinn komst ekki undan því að vinna eins og aðrir á heimilinu. Það var lögmál, sem gilti. Næst fór yngsta dóttirin að heim- an. Hún réðist í vetrarvist á höfuð- bóli einu í nærliggjandi sveit. Þar var meðal annars rekið stórt kúabú. Fjósameistarinn var danskur maður. Dóttir okkar og þessi dani, felldu hugi saman og gengu í hjónaband. Hann vildi ekki búa á íslandi, svo að þau fluttu til Danmerkur og stofnuðu heimili þar. Hún hefur aldrei litið ættland sitt frá því að hún hélt utan, en skrifað heim stöku sinnum, stutt og fáorð bréf um sína hagi. Um svipað leyti og yngsta dóttirin hvarf af landi brott, komu elstu dæt- urnar tvær í skyndiheimsókn að Sævarbakka. Þær voru báðar giftar bandarískum hermönnum og á förunr með þeirn til Bandaríkjanna. Erindi þeirra var einungis að kveðja. Eg veit sárafátt um það hvernig þeim hefur vegnað þarna vestra en þegar faðir þeirra dó, hafði hvorug tök á því að sækja Island heim og fylgja honunr til grafar. Hildibrandur minn hélt ungur að heiman til náms. Eftir það var hann aðeins gestur í foreldrahúsum. A námsárunum kynntist hann konuefn- inu, Lenu Dýríjörð. Mér var tjáð að hún væri einkadóttir mektarmanns í höfuðborginni. Hildibrandur hafði starfað nokkur sumur hjá föður stúlkunnar en hann var að sögn, stór og umsvifamikill vinnuveitandi. Vorið, sem þau Hildibrandur minn og Lena Dýrfjörö drógu festarhringa á hönd sér, kom hann með hana í heimsókn að Sævarbakka. Stúlkan var glæsileg ásýndum, ekki vantaði það. Henni fylgdi framandi borgar- blær, sem hressti upp á hversdagleik- ann í fámenninu. Við, gömlu hjónin, reyndum að gera unga parinu dvöl- ina eins notalega og aðstæður frekast leyfðu. En kotbúskapur okkar og það sem viðhöfðum fram að færa, vakti litla hrifningu hjá borgarstúlkunni. Henni féll hvorki hefðbundinn sveitamatur eða nýja sjávarfangið, sem við höfðum á borðum. Hún var hreinskilin og gerði fátt til að leyna þessu. En Hildibrandur minn undi vel þeim gönrlu lifsháttunr, senr hann hafði vanist í uppvextinum, þrátt fyr- ir langar ijarvistir og dvöl á slóðum nýtísku og framfara. Hann var sami öðlingsdrengurinn og áður. Hildi- brand langaði til að njóta þessa vors heima á Sævarbakka og alls þess, sem það hafði að bjóða í ríki hinnar fögru og stórbrotnu náttúru, sem ein- kenndi þennan stað. En konuefnið leit ekki æskustöðv- ar hans í sama ljósi og hann og geð- þótti hennar var það, sem réði ferð- um. Eftir skamma dvöl sneru þau aftur til höfðuborgarinnar. Þessi heimsókn skildi óneitanlega eftir nokkur sár- indi, en það var ekki haft á orði. Næst yngsta dóttirin, sem lengst hafði unað heima í föðurgarði, var búin að koma sér upp allvænum bú- stofni og mátti auka hann að vild, því nóg var landrýmið á Sævarbakka. Við, gömlu hjónin, vorum að vona að hún festi ráð sitt með einhverjum dugandi pilti úr sveitinni, sem vildi gerast bóndi. Þau tækju við búskapn- um af okkur og eignuðust jörðina. Því miður hafði okkur aldrei auðnast að eignast Sævarbakka. En sú gylli- von fór sömu leið og ýmsar fleiri. Haustið eftir að Hildibrandur kom með konuefnið í heimsókn, festi þessi dóttir, sem síðustu vonir okkar voru bundnar við, ekki lengur yndi í foreldrahúsum. Hún réði sig í fisk- vinnu út á Eyri, næsta sjávarþorpi við Sævarbakka. Hún skildi föður sinn einan eftir með búsmala þeirra beggja, veturinn sem þá fór í hönd. Framhald í nœsta blaði. h Heima er bezt 235

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.