Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2000, Qupperneq 6

Heima er bezt - 01.12.2000, Qupperneq 6
Bœrinn á Ytri-Kárastöðum. Þar áttu strákarnir lngólfur og Mummi heima. (Mynd: Húnaþing, II. hefti. 1978) koma eftir veginum sem lá milli bæjanna. Unnsteinn var ekki lengi að hugsa sig um og hljóp niður á veginn. Við sáum hann standa fyrir aftan Bensa. Svo kvað við hár hvellur. Bensi hrökk náttúrlega í kút og varð svo fjúkandi vondur, sem von var, og elti strákinn þama um stórþýft túnið, auðsjáanlega í þeim tilgangi að taka af honum byssuna. Það tókst þó ekki því því Unnsteinn kastaði henni frá sér á hlaupunum. Bensa rann svo brátt reiðin og hætti eftirförinni. Enda var hann besti maður sem skildi glettna stráka. Hann sagði stundum þegar rætt var um brellna unglinga: „Þetta er ungt og leikur sér." Byssuna fundum við svo daginn eftir. En eftir þetta at- vik tók pabbi byssuna og við fengum ekki framar að hafa hana með í skólann. Ég mjakaðist áfram eftir veginum en enginn sást á ferli í Gröf og ekki heldur við bæina norðan þorpsins. Nú var alveg komið logn og reykirnir úr strompunum stóðu beint upp í loftið. Ég fór að heyra þung slög frysti- vélanna sem smám saman hækkuðu eftir því sem ég nálgaðist staðinn. Þegar ég kom að skúmnum, sem þá voru efst í þorp- inu, stóð maður vestanundir syðri skúrnum. Það var Jói Davíðsson, sá er fystur ók vömbíl á Hvamms- tanga. Hann heilsaði mér glaðlega og sagði: „Jamm, þú ert að fara í kaupstað- inn." Ég játaði því. Lengra var samtal okkar Jóa ekki. Þegar ég kom niður að sláturhúsinu spennti ég kermna frá hestinum og skildi hann eftir á lítilli grasflöt rétt við Þinghúsið, sem þá var stærsta hús staðarins. Svo gekk ég inn í sláturhúsið. Þangað var heldur óyndislegt að koma. Gólf- ið flaut allt í blóðsulli og hér og þar lágu kindafætur og annað drasl. Töluverður hávaði var í vinnusalnum. Hrútseista flaug yfir þvert húsið og stefndi á strák sem stóð út við vegginn hinum megin. Sá vék sér undan en eistað small í veggnum. Strákur sendi eitthvað tilbaka sem líka missti marks. Einhver fullorðinn maður kallaði til strákanna og skakkaði leikinn. Nokkrir menn stóðu við fláningsbekkina og hömuðust við að flá, einn þeirra var pabbi. Þama þekkti ég líka bræður hans tvo, Gústa í Gröf og Gísla á Þóreyjarnúpi. Mér sýndist þeim sækjast verkið vel. Engin furða þó stundum væri talað um að þeir bræður væru af fláningsættinni. Pabbi lauk við að flá kindina og kom svo til mín út að dyrunum. Hann sagði mér að búið væri að slátra sínu fé og við gætum sennilega tekið slátrin eftir svo sem klukkutíma. „Þú skalt nú fara til hennar Pálínu frænku þinnar og fá þér hressingu, svo hjálpa ég þér til að koma slátmn- um á kermna á eftir." Pálína tók mér eins og alltaf, af hinni mestu alúð og gaf mér að borða. Hún hafði þá eitthvað af slátur- vinnufólki í fæði. Þegar ég kom var þetta fólk að fara úr mat. Ég man, eftir öll þessi ár, hve mikil glaðværð fylgdi fólkinu. Það fór hljæjandi og masandi suður götuna. Ég þekkti þama bræðuma Guðmund og Kristmund Sig- urðssyni. Hafði einhvem tíma séð þá glíma á héraðs- móti og orðið hrifinn af. Þarna var líka Silla frá Ósum og fleiri stúlkur sem ég þekkti í sjón. Ég fór af einhverri rælni að skoða bók, sem var þarna í eldhúsinu hjá Pálínu. Hún hét Námar Salomons konungs. Pálína sagði að þetta væri spennandi skáldsaga og mér væri velkomið að fá hana lánaða. Þessu varð ég feginn, því fátt þótti mér skemmtilegra en lesa spennandi bækur. Ég kvaddi nú Pálínu og hélt aftur suður að sláturhúsi. Þar hitti ég pabba en hann hafði fengið sig lausan úr vinnunni til að hjálpa mér að koma slátrunum á kerruna. Syðri Kárastaðabœrinn. Þar var barnaskólinn. (Mynd: Húnaþing, II. hefti. 1978) 438 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.