Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2000, Side 9

Heima er bezt - 01.12.2000, Side 9
Jólin eru að koma, fæðingarhátíð frelsarans, sem við kristnir menn höfum haldiö upp á í 2000 ár. í gegnum ár og aldir hafa hefðir og venjur eðlilega breyst, en kjaminn, jólagleðin og friðurinn er vonandi alltaf til staðar í höllum sem hreysum, og jafnvel á víg- völlum, í miðju stríði, em sverðin slíðmð og þörf fyrir jólasálm sem hefur fært mönnum jólafrið, þá stund sem var á milli stríða. Okkur, sem búum á norðlægum slóðum, em jólin mjög mikilvæg. Skammdegið umlykur okkur, en jólin breyta því mikiö, undirbúningur jólanna styttir það og svo jólin sjálf, án þeirra yrði skammdegið þrúgandi langt. Jólahald okkar tíma er mjög gagnrýnt, bendlaö við eybslu og bruðl. En er þaö sanngjarnt? Erum við að kenna vitringunum um gjafahefðina, þegar þeir færðu Jesú gjafirnar. En þeir vom örugglega ekki að stofna til mikilla skulda vegna þeirra, þeir vildu gleðja, það vilj- um við líka, við viljum gleðja þá sem okkur þykir vænt um. Það er hugurinn sem fylgir gjöfinni sem máli skipt- ir en ekki hve dýr hún er. Við verðum alltaf að reyna að sjá jólum okkar forráð, jafnt með jólagjafir og með ann- að og látum það ekki blekkja okkur að stundum emm við að nota jólin til að gera það sem okkur langar til, pabbi og mamma eru að gefa börnunum í jólagjöf það sem þau telja að þau hafi gott af, svo sem skíði, skauta og fleira. Ég hef heyrt fók mæöast yfir jólakortaskrifum. Mitt viðhorf er ef til vill vegna aldurs. Mér finnst jólakorta- venjan ómissandi. Að opna þau er mér hátíðleg stund, að fá jólaóskir frá skyldmennum og vinum er ómissandi á aðfangadagskvöld. Ég opna aldrei kort þegar þau koma, það væri að taka forskot á sæluna. Áður hef ég átt góöa stund við að skrifa á kort frá mér. Ég er strax farin að hlakka til að heyra jólasálminn hljóma frá viötækinu klukkan sex. Það færir mér jóla- gleði. Jólaminningfrá 1954 Við hjónin höfðum keypt eyðijörð í Borgarfirði 1952, og reist nýbýli en þá þótti eðlilegt að hefja búskap hér á landi. Við hófum framkvæmdir, því á jörðinni vom engin hús, girðingar eða ræktun. Þetta var ekki dans á rósum frekar en margt annað sem fólk vann að. Eftir þessi tvö ár var fjárhagurinn bágur, bústofninn svo lítill að ekki kom til greina að vinna eingöngu við hann, afla varð tekna með utanaðkomandi vinnu til að lifa af. Við vomm svo heppin að Kristján, maðurinn minn, fékk vinnu við vélgæslu í þorpinu, sem við bjuggum í nálægð við. Vinnutíma hans var svo háttað að hann vann frá kl. 4 síðdegis til miðnættis og því gat hann sinnt um sauðféð með vinnunni. Nú leið að jólum. Tíðin hafði verið stirð og á Þorláks- dag var svarta snjóbylur og horfði nú illa með að ég gæti verið hjá fjölskyldu minni í þorpinu á aðfanga- dagskvöld, eins og áður var ákveðið. Á aðfangadag hafði hríðinni slotað en mikil ófærð var vegna snjóa. Maðurinn minn lauk sauðfjárhirðingu og þá var bara eftir að mjólka einu kúna sem við átt- um. Það þurfti ég að gera um kvöldið. En nú þurfti Kristján að mæta kl. tvö þar sem laga þurfti útiljós í þorpinu, fyrir myrkur. Við áttum þriggja ára dreng, og urðum við tvö nú eft- ir og yrðum það fram á nótt, því Kristján áttii keyra ljósavélamar til kl. tvö eftir miðnætti, þar sem veita átti þorpsbúum lengri ljósatíma vegna jólanna. Eitthvað reyndi ég að vinna að jólaundibúningi en það var ótrúlega lítið að gera. íbúðarhúsið var hálf- byggt og ekki þurfti að bóna gólfin, því þau vom að mestu ber steinn. Ekkert rafmagn var, lampamir ný- fægðir, hangikjötið hafði ég soðið á Þorláksmessu og raunin var sú að um kl. fjögur var ég búin að gera það sem hægt var. Undanfariö hafði ég verið aö segja litla syni mínum frá jólunum. Hann átti engar jólaminningar að styðjast Heima er bezt 441

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.