Heima er bezt - 01.12.2000, Síða 10
við og tcilaði um jólin ón þess að skilja hvað það orð í
raun merkti.
Eg greip prjónana mína og sonur minn lék sér á gólf-
inu að dótinu sínu. Annað slagið spurði hann hvort jól-
in færu ekki að koma.
Ég braut heilann um hvemig ég ætti að koma honum
í skilning um hótíðleik þeirra. Enginn jólapóstur hafði
borist, rafmagnsleysið gerði það að stundum var kveikt
ó kertum, svo þuu mundu ekki virkja mjög hótíðlega ó
hann, og varla var von að jólamessa í útvarpinu breytti
neinu fyrir þriggja ára barn.
Fyrir mig sjálfa var þetta ný lífsreynsla, ég var alin
upp á heimili þar sem mikil gólagleði hafði ríkt og ég
hafði ekki búist við að lenda í svona aðstöðu. Að vísu
var veðrið orðið gott en ófærðin var mikil.
Það var að myndast kökkur í hálsinn út frá þessum
hugrenningum, en ekki gæti ég setið grátandi.
Mitt í þessu hugarvíli mínu vom útidyrnar opnaðar
og yngri bróðir minn, Ingi, birtist, hress að vanda.
Hann bað mig að láta sig hafa mólkurfötuna, hann
ætlaði að mjólka kúna á meðan við byggjum okkur til
ferðar og setja niður jólafötin okkar.
Nú var allt víl á bak og burt, ég gerði eins og hann
sagði og eftir ekki langa stund vorum við lögð af stað.
Ingi bar drenginn á háhesti og ófærðin reyndist ekki svo
mikil þar sem ég gekk í spor hans.
Ferðin gekk vel og áður en varði vomm við komin
heim á bernskuheimili mitt. Þar var bjart og hlýtt og
yndislegur matarilmur í lofti.
Nú átti ég ekkert erfitt með að láta son minn skilja að
iólin væm komin.
Bréfaskipti
Blaðinu hefur borist ósk frá Vestur-íslendingi,
konu, sem mun vera í bréfaskiptum við fólk á ís-
landi í öllum landshlutum. Einn þessara bréfavina
hennar, Björk að nafni, kom óskinni á framfæri.
Konan óskar eftir pennavinum sem víðast að á
landinu. Nafn hennar og heimilisfang er:
Herb N. Beck,
POBox 68, Reick,
MO 65248
U.S.A.
Haraldur Cuðnason,
Vestmannaeyjum:
Fyrsta
ferðin í
verið 1930
Eftir áramót fómm við Landeyingar að undirbúa ferð-
ina í verið, til Vestmannaeyja. Sveitin, Austur-Landeyj-
ar, hálftæmdist af ungum mönnum. Stóð svo til loka-
dags 11. maí. Ekki komu allir alltaf heim aftur.
En menn reyndu að komast „út af sandinum" til Eyja,
örstutta leið. Ef það tókst ekki var farið til Reykjavíkur
og þaðan með „millilandaskipi" til Eyja.
Ég fór tíu ferðir í ver til Vestmannaeyja og alltaf um
Reykjavík, vegna brims við sandinn. Þá gat ferðin tekið
viku og kostaði sitt. Um áramót áttu ungir menn ekki
peninga. Margir tóku ferðavíxil í sparisjóði sýslunnar,
35-50 krónur. Þeir nefndust „Eyjavíxlar," eða „Vertíðar-
víxlar."
Fyrsta verferð mín var farin í janúar 1930. Þetta var
mín síðasta ferð frá gamla torfbænum, unglingsárin að
baki. Þá var ég átján ára. Pabba, leiguliðanum, var sagt
upp jarðnæðinu.
Frost var og snjór yfir landinu þennan vetrarmorgun,
er ég lagði af stað og vissi lítt hvað við tók.
Ferðaáætlunin var þessi: Á hestum að Ægissíðu við
Rangá, þar tæki okkur bíll, hálfkassi, sem átti að skutla
okkur á Kambabrún.
Skafrenningur var á og orðið þungfært, dró í smá-
skafla. Við, líklega fjórir, inni í bílnum, fórum út að
moka er þurfti. Hinir piltamir lágu á bílpallinum undir
feldi, svokallaðri „presenningu," og sungu sér til hita,
oftast þetta:
„Vertu hjá mér Dísa, meðan kvöldsins klukkur
hringja..."
Eftir að hafa farið nokkmm sinnum út að moka og
inn í hlýju bílsins uppfenntur, varð maður blautur
nokkuö. Þetta þótti mér ekki þægilegt, svo ég kaus að
leggjast undir feldinn með söngmönnunum, þó kaldara
væri.
Svo tók að skyggja og hægt mjakaðist. Ööm hvoru
var stopp og mokað, mokað. Um eða eftir miðnætti var
442 Heima er bezt