Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2000, Síða 17

Heima er bezt - 01.12.2000, Síða 17
lengra sem á líður ævina þykir mér meiri fengur að því að hafa mátt lifa þessa tíma og kynnast fólkinu sem þá byggði Skarðshreppinn. Og í framhaldi af umræðunni um Lestrarfélagið vakna hjá mér margar Ijúfar minningar sem tengdust því að sækja bækur til lestrar og skila öðrum. Árni Þorvaldsson bóndi í Hólkoti var bókavörður fyrir Reykjaströnd- ina og það var alltaf gaman að koma í Hólkot, má eiginlega segja að yfir því hafi legiö ákveðinn „sjarmi". Reyndar hef ég fengiö það staðfest að ég er fráleitt einn um þessa tilfinningu. Árni var maður afar lágvaxinn og baðstof- an að sama skapi bæði lítil og lágreist. Ámi bjó einn lengst af þeim tíma sem mínar bókaferðir náðu yfir, en þrátt fyrir það var alltaf notalegt að koma í Hólkot. Hann var ákaflega gestrisinn og oftast bæði spaugsamur og glett- inn. Litla baðstofan bar vott um þrifnaö og snyrtimennsku og alltaf kostaði hann kapps við að eiga með kaffinu eitthvert meðlæti. „Reynið að gera ykkur gott af þessu, það er nógur sykur og nógir peningar í Hólkoti", sagði hannn gjaman með glettniblik í auga og bætti gjarnan við að hann bæði gestina í guðs bænum að sulla ekki niður á dúkinn, sem var gamalt dagblað, sett á litla borðið til þrifn- aðar. Svo stóð hann við gömlu kolaeldavélina og tottaði pípu sína á meðan hann hitaði vatnið í katl- inum, en kaffiketillinn í Hólkoti var enginn venjulegur gripur. Það var gömul netakúla sem kollurinn hafði verið haganlega sagaður of- an af. Hvorttveggja, lokið og kúlan með snyrtilegum koparhöldum, sem gestgjafinn hafði greinilega sjálfur unnið, því hann var hag- virkur í betra lagi og vandvirkur jafnframt. Þrátt fyrir aö torfbæir væm víðast hvar á Reykjaströndinni á mínum uppvaxtarárum, man ég einna best eftir Hólkotsbænum. Og enn í dag get ég rifjað upp nánast hvern krók og kima í þessum bæ og fyrir vit mér slær þessari sérkennilegu lykt sem var gjaman ólík frá ein- um bæ til annars og hafði grópast með ámnum inn í torfið og viðinn. Þessi lykt var einhvers konar partur af sálinni í þessum bústöðum mannvistar, sem að sjálfsögðu höfðu sál, eins og þeir íbúar sem þar eyddu ævinni á hverjum tíma. Nafni minn var gleðimaður að upplagi og sóttist eftir að vera vel ríðandi. Og um langt árabil var hann líka þeirrar gæfu aðnjótandi að vera áberandi best ríðandi „Þetta er bara enginn mannskapur; ekki nokkur mannskap- ur“, sagði hann og stundi mœðulega. maður allra sinna sveitunga á fannhvítum gæðingi sem Draum- ur hét og dóttir hans hafði eftirlát- ið honum er hún yfirgaf föðurhús og flutttist til Reykjavíkur til náms og ílentist þar síðan. Draumur var fágætur að fegurð og kostum og án efa enn í dag ógleymanlegur mörgum sem sáu. Nú verð ég að vona að mér fyrir- gefist þótt mér dveljist ofurlítið hjá Árna vini mínum í Hólkoti. Þrátt fyrir glaðværð á ytra borði og jafn- vel fyrirhyggjulitla gestrisni, var hann að hinu leytinu svartsýnis- mabur hinn mesti og nostursleg fyrirhyggjusemi varð honum oftar en ekki til tjóns fremur en gagns. Og bærist talið að búskaparhorf- um, heyskap og tíðarfari, fylltist rómurinnn þvílíkum kvíða að manni ósjálfrátt rann til rifja. Aldrei kom svo samfelldur góðviðr- iskafli um sláttinn að Ámi hirti hey sín inn meira en vel hálfþurr, svo sannfærður var hann um það hverja stund að núna væri hver síðastur að bjarga því sem bjargað yrði, því óstöðvandi hellirigning væri yfirvofandi. Af þessu leiddi svo óhjákvæmilega það að þessi nákvæmi og nosturssami búmaður átti aldrei að vetri nema hálfónýt- an heyrudda, sem engri skepnu var bjóðandi. Og hvort sem þessu var um að kenna eða klaufalegri óheppni, þá urðu vanhöld á skepnum meiri og tíðari hjá hon- um en öðmm bændum sveitarinn- ar. Ef útlit var fýrir hlýindi og hláku að vetri til eftir samfellda ótíð og jarbbönn svo ekki hafði tittlingur í nef sér, varð nafni minn hamstola af kvíða og taldi einsýnt að þama yrði aðeins um „spilliblota" ab ræða. Líkt og aðrir bændur á Strönd- inni sótti hann aðdrætti til heimil- isins á Krókinn og reiddi heim með sér á hestum ábur en bílaöldin rann upp. Hann forðaðist auðvitað allt slór í þessum ferðum en flýtti sér sem mest hann mátti því ósköpin öll af búverkum biðu hans heima auk þess sem glórulaus óveður vom ævinlega yfirvofandi. Ámi hélt áfram búskap í Hólkoti meðan heilsa og þrek leyfði. Nokkmm ámm fyrr en hann brá búi barst í sveitina maður að nafni Emil Gunnlaugsson. Emil bjó að nokkurri fötlun en bar sig manna- lega og sagði af sér hreystisögur sem menn brostu ab í laumi. Reyndar var þessi maður nokkurs konar kalkvistur samfélagsins og festi ekki rætur lengi á sama stað en settist tímabundib að hjá fólki sem þekkti hann og fannn til sam- úbar með honum. Þab er svo ekki að orðlengja að fljótlega eftir að fundum hans og Árna bar saman, samdist með þeim á þann veg að Emil fluttist í Hólkot sem nokkurs konar vinnu- hjú hjá Áma, sem batt vonir við að hafa fengið þama liðsauka til að létta sér útistörfin. Þetta snerist Heima er bezl 449

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.