Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2000, Qupperneq 20

Heima er bezt - 01.12.2000, Qupperneq 20
Pálmi Jónsson, svarar kaffi-áskoruninn með þess- um hætti: "í 91. þætti þínum er kaffinotkun gerð nokkur skil. Mér flaug í hug ein vísa í viðbót, þar sem komið er inn á að það bætir bæði stress og losar neytendur við hrollkulda, svo virkar kaffið bæði fljótar og betur með örlitlu alkóhóli: Kafíinotkun neglir stress, nollann fíestra bœtir. Brennivínið bcetir þess bragð og andann kcetir. í nóvemberheftinu vörpuðum við svo fram nýrri áskorun frá Kára Kortssyni, og fjallaði hún um vetur- komuna og jólna sumbl. Pálmi svarar henni og segir: Uti megum ennþá sjá auðan, gróinn haga, fónnin brátt, sem fellur á, fénaði til baga. Náttúran er söm við sig, siðað alla getur. Sumblið jólna jafnar stig, jafnt um kaldan vetur. Emma Kolbeinsdóttir frá Eyvík í Árnessýslu bregst einnig við áskorun okkar og segir þetta um veturinn: Vetrar þegar veðrin hörð völdin taka á haustin, fannir þekja barin börð, báran hýðir naustin. Seinna þegar vetrar völd víkja fyrir sólaryl, brosa við hin björtu kvöld, við bíða verðum þangað til. Viljann fyrir verkið takið og virðið það á betri veginn. Oftast verður heyið hrakið, hafi það lengi velkst um teiginn. Dulrún sveiflar líka ljóðasprota og bætir hér við vetrar kveðskapinn: Vetur sendir mjallar mjöð, sá mildur hefur verið. Bráðum litast húsa hlöð og hressist Ijóðakverið. Lœt þig hérna Ijóðamál létt nú hafa Kári. Gleði jóla gefi sál, guð en ekki ári. Skáldasýnir sé ég hér, sem í hófi fyrir ber. Sunnan þeyinn sendir mér, sem og held ég líka þér. Á mótum ára eflist bál, ástar margir lyfta skál, brautin sú er býsna hál, brugðist getur Amors mál. Guðjón Baldvinsson. Dægurljóð Kæru lesendur. Þá er árinu senn að ljúka og þar með hinni tuttug- ustu öld. Jólin eru framundan. Stutt er hvert árið; jafnvel hver öldin er ekki lengi að líða. Mannsævin einnig. En njótum þess tíma, sem okkur er afmarkað- ur og þökkum fyrir hvert ár, sem við fáum að lifa á þessari yndislegu jörð okkar. "Það er ekki um fleiri gististaði að ræða", eins og Tómas skáld komst að orði í ljóði sínu Hótel Jörð. Óskir um ljóð hafa nokkrar borist og verða upp- fylltar smám saman. Þátturinn hefur ekki mikið rúm en þó skal reynt að birta hér alllangt kvæði eða texta eftir hið kunna tón- skáld Gylfa Ægisson. Það er Ingibjörg Halldórsdóttir, Hólmgarði 41 í Reykjavík, sem sendir mér bréf og seg- ist þakka kærlega fyrir skemmtilegan Ijóðaþátt, eins og hún kemst að orði, en gaman sé að rifja upp gömlu ljóðin. Hún vill gjaman sjá á prenti ljóðið um Gústa guðsmann. Jú, það ætti að takast. Höfundur lags og ljóðs er Gylfi Ægisson frá Siglufirði. Hann er fjölhæfur hljóðfæraleikari; einnig listmálari. Ljóð þetta er um mann einn, sem bjó á Siglufirði og hét réttu nafni Ágúst Gíslason. Hann var sjómaður og gaf allan arð af útgerð sinni um fjóra áratugi til kristni- boðs, en lifði sjálfur ódýrt og bjó í bragga. Gylfi syng- ur þetta Ijóð á plötunni "Litið til baka", sem út var gefin 1989, og inniheldur 14 vinsælustu lög hans. Vera má, að síðar gefist tækifæri til að birta fleiri texta hér í ritinu eftir hið vinsæla tónskald, Gylfa Ægisson. 452 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.