Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2000, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.12.2000, Blaðsíða 21
Hér fer á eftir ljóðið um hann Gústa guðsmann: Á Dýrafirði fœddist hann, þá eignuðumst við afreksmann; og ættum það að muna alla tíð. Hann ungur fór að stunda sjó; með sterkum höndum fisk hann dró, og stoltur hann við Ægi háði stríð. Sjálfselskur hann aldrei var, en alltaf var með hugann þar, sem eymdin bjó og dauðinn hjó og skar. íhjarta átti'hann heita þrá; hann vildi lifa fyrir þá, sem heimurinn á brjóstum sér ei bar. Á Akureyri Gústi var, er Almœttið hann hitti þar, og átti við hann samtal á þeim stað. Þeir rœddu um hungrið heimi í, og hvernig mœtti bjarga því, efhendur margra hjálpuðust þar að. En Guð hann vissi, að Gústa sál var góð; það var ei leynd- armál, að gott var ei að finna siíkan þjark. 1 útgerð því hann Gústa fékk, og Gústi strax að þessu gekk; Gústi hafði krafta, vit og kjark. Hann keypti lítinn bát, frá Siglufirði reri hann út á hið bláa haf. Hann keypti lítinn bát, og aflann, sem hann dró, tii kristniboðs hann alltafgaf. Sjálfur hann í bragga bjó, baðst þar fyrir, söng og hló, því barn í sínu hjarta Gústi var. Og afþví hann var oftast einn, um það vissi aldrei neinn, hvað oft að garði meðeigandann bar. Á torgið oft hann Gústi gekk, og trúarrit þar fólki fékk, því trúna vildi Gústi í sérhvern mann. Oft á því hann aleinn stóð, er úr himnum helltist flóð, en engin áhrifhafði það á hann. Hann vissi, hver að verki var, sem vin sinn var að prófa þar, og var ekki að hrökkva neitt í kút. Er endir rœðunni var á, í átt til braggans gekk hann þá, en orð hans voru lengi að deyja út. (Endurtekið er erindið: Hann keypti lítinn bát, o. s. frv.) Nú er Gústi fallinn frá, farinn burtu himna á, og fleyi sínu siglir þar í ró. Þeir útgerðina færðu um set, og œtla nú að leggja net í öllu hreinni og alveg sléttum sjó. En aflann allan Gústi fœr að eiga fyrir fórnir þær, sem útgerðinni fœrði hann jörðu á. Almættið þar um hann sér, eins og fyrr í heimi hér, er þeir héldu á hafið Sigló frá. Hann reri á opnum bát, oft á tíðum villtist hann, en fjörð- inn ætíð fann. Þá var hann ekki einn, þá Almœttið við stjórnvöl sat, en Gústi aflann vann. Sigurvon hann bátinn skírði; útgerðinni Drottinn stýrði, ágóðinn til kristniboðsins rann. Ég úti í heimi veit um krakka, sem eiga Gústa allt að þakka; enda ég svo Ijóð um hraustan mann. Ég úti í heimi veit um krakka, sem eiga Gústa allt að þakka; enda ég svo Ijóð um hraustan mann. Þannig endar ljóðið um þennan ágæta mann. Jólin eru í nánd. Og til að minna á þau aðeins, birti ég hér stutt ljóð, sem ég setti saman heima í fjalla- dalnum mínum, þá 16 ára að aldri. Vona ég, að mér fyrirgefist þetta lítilræði. En ljóðið er á þessa leið : Lifir fjarst í fylgsnum manna fjarlœg von um Ijóssins stól. Tendrum eldinn eina sanna um þau helgu, kœru jól. Lyftum hug í Ijóssins geiminn; leitum þar að nýjum styrk. Förum ei að elska heiminn; öll hans verk þau reynast myrk. Bak við stríð er blíða og sólin búin þeim, sem elska hann. Höldum œtíð heilög jólin; hugsum þá um Frelsarann. Kæru lesendur. Ég þakka liðið ár í samvinnu við ykkur og vonast eftir áframhaldandi sambandi á næsta ári. Heima er bezt er nú fimmtíu ára gamalt. Ég óska því enn langra lífdaga og góðra. Gleðileg jól, kæru lesendur. Auðunn Bragi Sveinsson, Hjarðarhaga 28, Sími: 552-6826. Heima er bezt 453

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.