Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2000, Page 27

Heima er bezt - 01.12.2000, Page 27
Að ofan: Aðstaða Ferðafélags Islands á Hveravöllum, sumarið 2000. Til vinstri: Nokkur úr ferðahópnum við hús Ferðafélagsins á Hveravöllum. Að neðan: Skírnir Jónsson bóruli í Skarði og kona hans, Hjördís Sigurbjörnsdóttir. minnir á forna frægð. Þar bjó stór- búi ó 19. öld Erlendur Pólmason sem var víðkunnur fyrir fram- kvæmdir og búskap um sína daga. Bólstaðarhlíð er eitt kunnasta stórbýli ó þessum slóðum. Bærinn stendur sunnan undir Hlíðarfjalli og vestan undir Botnastaðafjalli. Veðursæld er þar mikil. Bólstaðarhlíð hefur verið kirkju- staður um aldir og sama ættin hef- ur búið þar í marga ættliði. Það þótti í frúsögur færandi þegar bónd- inn þar, Klemens Guðmundsson, snerist til Kvekaratrúar á fyrri helm- ingi 20. aldarinnar. Félagsheimili sveitarinnar, Húna- ver, stendur skammt frú bænum og þar var gott að skemmta sér ú sveitaböllum ú drunum í kringum 1960, en þú var það nýlega tekið í notkun. Skammt þar fyrir ofan ligg- ur þjóðvegurinn yfir Stóra-Vatns- skarð. Nú hefur verið lagður nýr og betri vegur um Botnastaðabrekku, nokkru sunnar en gamli vegurinn lú, sem löngum var kenndur við Bólstaðarhlíð (Bólstaðarhlíðar- brekkan), og oft þótti erfið að vetr- arlagi en nú aflögð til umferðar. Af þeirri leið var afleggjari heim að Þverárdal, fremsta bæ í Laxárdal, sem nú er að mestu í eyði. Úr Botnastaðabrekku er vítt út- sýni í góðu veðri fram yfir Svartár- dal og yfir hálendið allt suður til jökla. Svartárdalurinn er um 25 kílómetra langur frá Bólstaðar- hlíð að bænum Stafni, þar sem hin víðkunna Stafnsrétt er. Þó að dalurinn sé fremur þröngur er hann grasi vafinn upp á brúnir, með fallegri bæjarröð beggja meg- in Svartár. Ekið er sem leið liggur yfir Stóra-Vatnsskarð til Skaga- fjarðar, framhjá Arnarstapa þar sem minnismerki Stephans G. stendur. Héðan er víðsýnt yfir hið frjósama Skagafjaröarhérað og ekki svíkur útsýnið til risanna í sjálfum firðinum: Drangeyjar, Málmeyjar og Þórðarhöfða. Skammt frá er Víði- mýrarsel, þar sem skáldið sleit bamsskónum og á næsta leiti eru Systurnar Vilborg og Ragnhildur Guð- mundsdœtur slappa af isólinni á Leirdals- heiði. rústir beitarhúsanna í Brekku, þar sem annað skáld, Bólu-Hjálmar kvaddi þennan heim í fátækt sinni af veraldlegum verðmætum, þótt auður anda hans væri hinn sami, eins og þjóðhátíðarkvæði hans sannar er hann orti ári fyrir andlát sitt. í Varmahlíð er áð um stund í verslun Kaupfélags Skagfirð- inga, en síðan liggur leiðin yfir þvert hér- aðið yfir í Blöndu- hlíðina þar sem fullt er af sögustöðum, Flugumýri, Örlygsstöðum, Hauga- nesi og mörgum öðrum. Þarna er Bóla, þar sem Hjálmar bjó og er minnismerki hans skammt frá veg- inum. Upp af bænum er hrikalegt gljúfur, Bólugil. Við nálgumst Norðurárdalinn, ök- um eftir breiðum og góðum vegi fyr- ir neðan garð á kirkjustaðnum Silfrastsöðum og framhjá sumar- húsum dr. Brodda jóhannessonar. Nokkru framar fer vegurinn að beygjast í austur framhjá Fremri- og Ytri-Kotum, æskuheimili hins kunna Ferðafélagsmanns Hallgríms Heima er bezt 459

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.