Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2000, Side 30

Heima er bezt - 01.12.2000, Side 30
lækjum. Meö framburði sínum hef- ur áin íyllt upp dalbotninn á löng- um tíma og gert þar frjóar, víðáttu- miklar flæðiengjar að ákjósanlegu heyskapar- og beitilandi. Flestar bú- jarðimar vom vestan árinnar eða sex af sjö talsins. Síðustu bændur á Gili vom Friðrik fónsson og Theódór sonur hans, rithöfundur. Þrátt íyrir að Gil væri landmikil jörð var bústofn þeirra feðga ekki stór, ein kýr og þrjátíu ær í kvíum. „En hver ær á Gili mjólkar á við tvær í Höfðahverfi," er haft eftir Theódóri. Á útmánuðum stundaði Theódór sjóróðra og varð þá að ganga tveggja stunda leið frá Gili út að Botni til þess að komast í róður. Vor- ið 1899 dregur hann búslóð sína á skíðasleða út að Botni. Bróðir hans rekur búsmalann, átta ær og fimm gemlinga. Faðir hans fluttist einnig brott frá Gili um líkt leyti. Eftir það hefur jörðin staðið í eyði. Næsti bær neðan við Gil var Kuss- ungsstaðir, sem stóð á hjalla yfir Þveráreymm og þótti farsæl jörð en trúlega þekktust fyrir þær Kussungs- staðasystur, sem ólust þar upp í lok 19. aldar og þóttu bera af kynsystr- um sínum í Fjörðum og þótt víðar væri leitað. Meðal þeirra voru: Sigríður, er giftist Sæmundi skip- stjóra, sem Hagalín skrifaði um í „Virkum dögum," Valgerður húsfreyja á Lómatjöm, gift Guðmundi bróður Sæmundar Inga, giftist Óla Hjálmarssyni og settist að í Grímsey. Hálfdanía, giftist Ármanni Þor- grímssyni á Hraunkoti í Aðaldal. Guðrún giftist Snorra Sigfússyni námsstjóra. Sigurbjörg giftist Kristjáni á Hellu á Árskógsströnd. Fleiri voru þau Kussungsstaða- systkinin þótt ekki séu hér talin, en foreldrar þeirra voru hjónin Guðrún Hallgrímsdóttir og Jóhannes Jóns- son Reykjalín. Svo skemmilega vill til að farar- stjórinn okkar, Valgarð Runólfsson, er afkomandi einnar Kussungs- staðasystra, Valgerðar á Lómatjörn. Meðal annarra afkomenda Val- gerðar eru: Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Valgarður Eg- ilsson læknir og Skírnir bóndi á Skarði, sem áður er getið. Kussungs- staðir fóru í eyði 1904. Austan árinnar voru Kaðalstaðir, mikil hlunnindajörð með beitilandi, rekafjöru, silungsveiði, og flæðiengj- um til heyskapar. Árin 1908-19 var allstórt sauðabú á Kaðalstöðum, sem Björn Líndal lögmuður átti, en hann bjó þar þó ekki sjálfur. í aprílmánuði 1919 hljóp snjóflóð á sauðahúsin, sem stóðu neðar og nær sjónum. Fórst þar allt féð. Hætti Bjöm þá búskap á jöröinni en hún hélst þó áfrarn í ábúð til ársins 1933. Síðasti bærinn í ábúð í Hval- Efst: Veisluborð í Munað- arnesi við ferðalok. Nœst á mynclinni eru Valgarð Runólfsson og Ragnhildur Guðmundsdóttir, sem voru fararstjórar íferð- inni. Fyrir miðju: Reynir Er- lingsson bílstjórifrá ísa- firði stóð sig vel í akstrin- um. Neðst: Asbjörg Jóhannsdóttir eigandi Hótels Varmahlíðar. Hjá henni var gott að dvelja. vatnsfirði, Indriðastaðir, fór í eyði sumarið 1944. Þar með lauk bú- setu í Fjörðum. Bílstjórinn okkar, Reynir Erlings- son, beið hópsins við vegamótin hjá Grýtubakka og þar vom okkar ágætu fylgdarmenn á jeppunum kvaddir, en við héldum í kvöld- verð og náttstað á Stóru-Tjömum. Þriðjudagsmorguninn 8. ágúst lauk vem okkar á Stóru-Tjörn- um, þeim ágæta stað, og héld- um við þaöan til Eyjafjarðar, inn þann dal og upp i hálendið að Laugafelli, sæluhúsi Ferðafélags Ak- ureyrar, sem reist var þar 1948. Þangað komum við um hádegisbil, þrátt fyrir nokkuð erfiðan veg upp úr botni Eyjafjarðardals. Frá Lauga- felli ókum við Skagafjarðarleið nið- ur í Vesturdal hjá Þorljótsstöðum til Varmahlíðar og komum þangað um sexleytið. Þur hlutum við góðan viðurgeming hjá henni Ásbjörgu Jó- hannsdóttur sem rekur hótel Varmahlíð. Miðvikudaginn 9. ágúst var kom- ið að ferðalokum þegar haldið var frá Varmahlíð, hringveginn suður með viðkomu á Þingeyrum, Borgar- virki og í Munaðarnesi, en síðast nefndi staðurinn var eins konar leynistaður, þar sem veisluborð beið hópsins, okkur öllum að óvömm, nema þeim sem réðu ferðinni. Fallegur endir góðrar ferðar. 462 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.