Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2000, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.12.2000, Blaðsíða 31
 l\ f „ • ’ AÍ sm Agnar Hallgrímsson, cand. mag.: Arnheiðarstaðir í Fljótsdal Árni var lengi lög- réttumaður. Um 1840 mun Hans Wíum sýslu- maður á Skriðuklaustri hafa gengið að eiga Guðrúnu dóttur Árna „auðga," og munu völd hans og auður ekki hafa minnkað við það. Aðra dóttur sína, Sig- ríði, gifti Árni séra Hall- dóri Gíslasyni d Desja- mýri, höfundi Desja- mýraranndls. Kona Árna var og bróðurdótt- ir Bessa Guðmundsson- ar sýslumanns frd Mel- rakkanesi, svo ekki er hægt að segja annað en að honum hafi staðið göfugar ættir (Múlaþing 19, 60, (SsigfÞjs. IX, 64- 68)). Árni er talinn hafa andast órið 1771. Þórður yngri tók þd við búi af föð- ur sínum ó Arnheiðarstöðum, tal- inn fæddur 1732. Hann var sagður læknir góður og bjó allan sinn bú- skaparferil ú Arnheiðarstöðum (SsigfÞjs.IX.66). Skammt fyrir innan Arnheiðar- staði er sléttlendi er nefnist Gúlga- flötur og þar hjd Gúlgaklettur. Ör- nefni sem erfitt er að útskýra, þar sem ekki er vitað til að þar hafi nokkurn tíma verið þingstaður, þar sem sakamenn voru réttaðir, eftir uð sú skipan komst d hér á landi. Verður því að leita aftur til Þjóðveld- isaldar, ef nokkur fótur er þd fyrir þessu örnefni. Skammt fýrir innan Gdlgaflöt er stór stakur steinn, toppmyndaður og kúptur, nærri mannhæðarhúr og nefnist Árnasteinn. Undir þessum steini d að veru grafinn fjúrsjoður, en sú er þó hængur á að hver sem reynir að grafa eftir honum verður fýrir einhverju óhappi eða sýnist bærinn á Arnheiðarstöðum standa í ljósum logum. (SsigfÞjs. VI. 32-34). Ekki þætti mér óklíklegt að þessi steinn sé kenndur við Árnu auðga, hvort sem þuð eru nú auðæfi hans sem undir honum eru grafin eða ekki. Ekki er mér kunn- ugt um að nokkur núlifandi maður hafi reynt að grafa eftir fjdr- sjóðnum undir Árna- steini. Þess md og geta að þegar byggður var upphleyptur vegur þama framhjó fyrir ör- fdum drum, var sett bugða d veginn til þess að hrófla ekki við stein- inum og ekkert jarðrask var gert í kringum hann. Um Þórð yngra eru fremur litlar heimildir og óvíst henær hann hætti búskap á Arn- heiðarstöðum eða hver tók við af honum. Að öllum líkindum hefur hann búið þur til drsins 1789 er nýir ábúendur fluttust þangað eða verið andaður þá. Á 18. öld var prestur á Valþjófs- stað í samtals 44 ár, maður að nafni Hjörleifur Þórðarson. Hann þótti nokkuð mikill fýrir sér og átti m.a. í deilum við Hans Wíum sýslu- mann. Hann var skáld gott og fræðimaður, þýddi m.a. Passíusálm- ana á latínu. Árið 1760 réði hann sér fyrir að- stoðarprest mann að nafni Páll Magnússon úr Borgarfirði, er var það allt til dauða Hjörleifs árið 1786. Hann var aðstoðarprófastur Heima er bezt 463

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.