Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2000, Page 32

Heima er bezt - 01.12.2000, Page 32
til ársins 1783 og kvæntur Sigríði dóttur Hjörleifs. Séra Páll er sagður hafa andast árið 1788 og rýmdi Sigríður kona hans þá staðinn árið eftir, 1789, fyr- ir nýjum presti. Flutti hún þá að Arnheiðarstöðum og bjó þar í 12 ár. (ÁsigFomfrægð. 38-42). í manntalinu frá 1801 er hún tal- in standa fýrir búi á Amheiðarstöð- um, 61 árs, kölluð prófastsekkja („provstenke"), ásamt börnum sín- um þremur. Er sonur hennar og Páls, Guttormur, talinn elstur, 26 ára og ókvæntur. Guttormur þessi, sem í manntalinu er nefndur „attestatus," varð síðar hálærður maður og var m.a. prestur í Valla- nesi (PEÓlÆviskr. II, 223-224). Sig- ríður fluttist aftur í Valþjófsstað, sennilega árið 1802, þar sem hún er talin búandi á Arnheiðarstöðum í manntalinu 1801. Önnur dóttir séra Hjörleifs, systir Sigríðar, hét Margrét. Hún giftist Þorsteini Stefánssyni presti á Krossi í Landeyjum. Fimm bama þeirra fluttust austur á land og staðfestust þar og eitt þeirra ólst upp hjá Sigríði dóttur Hjörleifs. Var það Jón Þor- steinsson vefari er nefndi sig Schiöld, talinn fæddur árið 1771. Hann lærði vefnað í Danmörku og kom aftur frá námi 1794 og var al- mennt kallaöur Jón vefari. Hann kvæntist árið 1797, Þóreyju Jóns- dóttur frá Torfastöðum í Hlíð. Eign- uðust þau hjón hálfan annan tug barna og af þeim er kominn mikill ættleggur, svonefnd Vefaraætt, er margir Austfirðingar telja sig eiga að rekja ættir til. Þau Jón vefari og Þórey bjuggu á Arnheiðarstööum á fyrsta áratug 19. aldar eða allt til ársins 1812 er nýr prestur í Valþjófsstaðasókn flutt- ist þangað. Fluttist Jón vefari þá að Kóreksstöðum og bjó þar síðan. (ÆttAustf. 3. Bindi 653, (ÁsigForn- frægð. 38-42)). Árið 1777 gerðist prestur undir Ási í Fellum maður að nafni Vigfús Ormsson, maður sunnlenskrar ætt- ar, talinn fæddur á Keldum á Rang- árvöllum árið 1751. Hann var kvæntur Bergljótu Þorsteinsdóttur að Krossi í Landeyjum, dóttur Þor- steins prests á Krossi er áður getur. Vigfús stóð af sér Móðuharðindin og húsaði vel staðinn að Ási. Árið 1789 varð hann prestur að Valþjófsstað við lát Páls Magnús- sonar, þess er áður getur og var það allt til ársins 1818 er hann varð að hætta prestkap vegna sjóndepm og hafði þá þjónað Ási og Valþjófsstað í rúm 40 ár. Árið 1812 mun hann hafa ráðið til sín sem aðstoðarprest séra Stefán Árnason, ættaðan úr Vopnafirði, sem var kvæntur Sigríöi dóttur Vigfúsar prests. Eru þau talin hafa gifst árið 1812 og Vigfús ráðið hann sem aðstoðarprest það sama ár. Árið 1816 munu þau svo hafa flutst á Kristfjárjörðina Arnheiðar- staði. í manntali frá því ári er Stef- án Árnason „Capitan" talinn bóndi á Arnheiðarstöðum, 29 ára og kona hans maddama Sigríður Vigfúsdótt- ir, 26 ára, talin fædd á Valþjófsstað. (Manntal 1816). Að Valþjófsstað fluttust þau síðan árið 1818 er Vigfús rýmdi staðinn sumkvæmt konungsleyfi og afhenti hann Stefáni til ábúðar og ábyrgð- ar. Sjálfur hafði Vigfús jarðaskipti við Stefán þetta sama ár og fluttist á kirkjujörðina Amheiðarstaði og gerðist bóndi þar. Var þó sóknar- prestur kallaður allt til ársins 1836, er hann sagði því lausu. Bjó hann síðan á Amheiðarstöðum allt þar til hann lést árið 1841, fullra 90 ára. Tók þá Guttormur sonur hans við búi á Amheiðarstöðum. Ágúst Sig- urðsson segir að Vigfús hafi verið „óvenju mikillar gerðar." (Ásig Fomfrægð, 40-47). Með tilkomu þeirra feðga, Vigfús- ar og Guttorms á Arnheiðarstöðum, er markað upphafið að löngum ætt- armeiði, þar sem sama ættin bjó þar allt fram til ársins 1945 og kalla má Arnheiðarstaðaætt. Þessi sami ættleggur hefur einnig búið í Geita- gerði, a.m.k. allt frá því nokkm fyrir aldamót 1900 og býr þar enn. Hins vegar lauk veru þessarar ætt- ar á Arnheiðarstöðum árið 1945, er Kjerúlfsætt svokölluð, tók þar við og býr þar enn eftir hálfa öld. Guttormur Vigfússon stúdent, eins og hann var vanalega kallaður, var fæddur á Valþjófsstað árið 1804. Lauk stúdentsprófi utanskóla árið 1824. Gerðist bóndi á Arnheiðar- stöðum í félagi við föður sinn á hálffi jörðinni um 1826. Bjó þar alla sína búskapartíð að undan- skildum nokkmm misserum er hann bjó í Geitagerði vegna ósam- komulags við föður sinn. Árið 1835 er Vigfús lagðist í kör, tók Guttorm- ur við búsforráðum á Arnheiðar- stöðum og að fullu er faðir hans lést árið 1841. Hann var tvíkvæntur og átti mörg böm. (ÁsigFomfrægð, 47). í manntalinu ffá 1845, er Gutt- ormur talinn búa á Amheiðarstöð- um, 41 árs gamall, ásamt konu sinni Halldóm Jónsdóttur, 38 ára og átta börnum þeirra og er Vigfús tal- inn elstur, 18 ára. (Manntal 1845). Þeir feðgar, Vigfús og Guttormur eru taldir hafa verið miklir umbóta- menn í landbúnaði í Fljótsdal um sína daga. Guttormur var mikill félagsmála- frömuður. Hann var kosinn á þing þegar það var endurreist og sat þar sem varafulltrúi tvö þing, árin 1847 og 1849. Hann var og kosinn til setu á hinum sögufræga Þjóðfundi í Reykjavík árið 1851 og sat það þing. Árið 1855 varð hann að segja af sér þingmennsku vegna heilsu- leysis. Hann mun hafa andast árið eftir, 1856, (52 ára gamall). Ævi- saga Guttorms kom út á Akureyri árið 1857 á kostnað barna hans. (ÆvisGV, 3-10), (PEÓlÆviskr.II, 224- 225), (ÁsigFornfrægð, 42-47). Sem fyrr segir var Guttormur tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Hall- dóra dóttir Jóns vefara Þorsteinsson- ar Schiöld, er áður getur. Þau vom systkinabörn, Guttormur og Hall- dóra, því að Bergljót kona Vigfúsar var systir Jóns vefara. Þau eignuðust alls 14 börn og em átta þeirra sögð á lífi árið 1857, er ævisagan kom út. Með seinni konu sinni eignaðist 464 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.