Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2000, Side 37

Heima er bezt - 01.12.2000, Side 37
sama svefnmókiö og áður. Hugborg tekur drenginn úr hvílunni og lætur hann í fangið á föður hans. Svo snýr hún sér að hjúkrunarstarfinu. Hún þvær kaldan svita af enni Ástríðar og hagræðir henni sem best hún má. En brátt opnar Ástríður augun og reynir á ný að tjá með orðum órólegan hug sinn. Hugborg sest á rekkjustokkinn og leggur sig alla fram til þess að nema og skilja veik- burða talmál hennar og þetta heppnast. Orðin ná það greinilega eyrum hennar að ekki verður um villst: - Hugborg, fyrirgeföu mér. Slík bæn af vörum húsfreyjunnar kemur Hugborgu á óvart en þó ekki. Ástríður hefur breyst mikið í veikind- um sínum að undanförnu, hugsar hún og henni er farið að þykja vænt um Ástríði. Hugborg tekur hönd húsfreyjunnar á milli beggja handa sinna þrýstir hana þétt og hlýtt og svarar henni á þann hátt og handa- bandiö rofnar ekki. Ástríður virðist taka þetta sem fullyilt, jákvætt svar. Djúpur friður færist yfir ásjónu hennar. Lífið fjarar hægt út. Síðasta andvarpið hljóðnar. Ástríður á Lyngheiði er dáin. Hugborg leggur lífvana hönd, sem hvílt hefur á milli handa hennar á þessari stóru ör- lagastund, ofan á sængina, rís á fæt- ur og signir yfir húsfreyjuna. Pétur Geir rís einnig úr sæti. - Friöur sé með henni, segir hann hljóðlega og gerir krossmark yfir móður sína. Skyndilega berst hófadynur utan af hlaðinu inn í þögn dauðans. Matthías stígur af baki reiðskjóta sínum við hestasteininn, ásamt roskinni konu, sem er ráðin hjálpar- stúlka á Lyngheiði til vetumátta. Hugborg og Pétur Geir ganga saman fram úr hjónaherberginu. Hún tekur við drengnum og fer með hann inn í baðstofu en Pétur Geir heldur áfram út á hlað til móts við ferðafólkið og flytur föður sínum andlátsfregnina. Matthías tekur fréttinni meö stillingu en hann átti ekki von á slíku við heimkomuna. Hann fylgir hjálparstúlkunni á fund Hugborgar og kynnir þær hvora fyr- ir annarri. Svo ganga þeir feðgar að dánarbeði eiginkonu og móður og veita henni í sameiningu hinstu þjónustu sína á þessari jörð. 12. kafli Vorið fer eldi lífs og grósku um lönd og höf. Pétur Geir söðlar við hestasteininn tvo stríðalda gæðinga, sá þriðji bíður rétt hjá, beislaður einteymingi, en hann á að mæta berbaka til fundar við nýjan eig- anda á þessum degi. Pétri Geir barst fýrir skömmu sendibréf með signeti konungsins í Kaupmannahöfn. Það haföi að færa honum og Hugborgu Davíösdóttur leyfi danska sjólans til þess að ganga í heilagt hjónaband, að eigin hentugleikum. Pétur Geir hefur enn ekki hitt séra Hálfdán á Hjalla að máli, frá því honum barst í hendur hið langþráða svar, en nú ætlar hann ekki að fresta því lengur að afhenda prestinum þetta kon- unglega leyfisbréf. Hann er á fömm, ásamt Hugborgu og syni þeirra í mikla reisu út í sveit, með viðkomu á prestsetrinu. í þessari ferð, á fund séra Hálfdáns, vill hann dagsetja brúðkaupið og nafngjöf drengsins, en það tvennt á að fara saman. Frá Hjalla er ferðinni heitið að Ljósa- landi og þaðan í löngu fýrirhugaða heimsókn að Syðri- Mörk. Drengur- inn á að færa Settu fulltaminn reið- hest, sem þakklætisvott fyrir umsjá hennar á honum fyrstu lífdaga hans í heimi þessum. Hugborg kemur nú ferðbúin út á hlaöið með son sinn í fanginu, en Matthías ætlar að vera heima og gæta bús og bæjar. Og brátt ríður ferðafólkið út bjartan vordaginn. Prestshjónin á Hjalla fagna góð- um gestum. Séra Hálfdán gleðst yfir svari konungs. Hann átti þátt í því forðum með Pétri Geir, að skrifa konungi og sækja um þetta hjúskap- arleyfi. Hann gleymir seint bæna- stundinni, sem þeir áttu saman við altari Drottins, Pétur Geir og hann, eftir að pilturinn haföi hryggur og fullur iðrunar, tjáð honum hrösun sína með bamungri stúlku, sem hann unni mjög hugástum, og hon- um, sálusorgaranum var mikið í mun að geta orðið þessum ung- mennum að liði. Nú hefur hann þetta leyfisbréf í höndum og sér ekk- ert því til fyrirstöðu, fýrst þess er ósk- að, að vígja ungu elskendurna í heilagt hjónaband og gefa syni þeirra nafn í kirkjunni á Hjalla, næstkomandi laugardag. Hjónaefríin upplýsa prestinn um væntanlega kirkjuqesti, hjónin á Ljósalandi, og yngri hjónin á Syðri Mörk, ásamt Matthíasi. Þau bjóða prestshjónunum að koma fram að Lyngheiði að lokinni kirkjuathöfn, og gleðjast með þeim, á góðum degi. Og þetta er fastmælum bund- iö. Gestimir kveðja brátt á prestsetr- inu, og næst liggur leiðin að Ljósa- landi. Ferðafólkinu er vel fagnað þar á bæ, en förinni er heitið iengra út í sveitina, og tíminn leyfir því ekki langa viðdvöl. Unga parið ber þegar upp erindið og býður hjónunum á Ljósalandi í brúðkaup sitt. Hugborg fer þess á leit við Randver, að hann verbi svaramaður sinn. - já, eins og þú væri mín eigin dóttir, svarar hann aö bragði. - Þakka þér fyrir þann heiður, að mega leiða þig upp að altarinu, Hugborg mín, bætir hann við, og hér fylgir hugur máli. Að fengnum þessum erindislok- um, kveðja hjónaefnin gestgjafana á Ljósalandi, og hefja síöasta áfang- ann út að Syðri- Mörk. *** Ársæll og Setta em á leið heim til bæjar að loknum útiverkum. Þau tvö annast búskapinn nú um stund- ir. Eldri hjónin bmgðu sér í kaup- staðarferð út að Drangalóni og em ekki væntanleg heim fyrr en að kvöldi næsta dags. Setta kemur skyndilega auga á ferðafólk sem Heima er bezt 469

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.