Heima er bezt - 01.12.2000, Qupperneq 38
beygir af þjóðveginum upp að
Syðri- Mörk. Hún hvessir sjónir,
kona fer þarna í fararbroddi og reið-
ir bam fyrir framan sig, maður fylgir
fast d eftir með lausan hest í taumi.
- Ársæll, sérðu ferðafólkið, sem er
d leið upp heimtröðina? spyr hún
úköf í rómi.
- Jú, ég sé það, og mér sýnist að
gæðingarnir muni vera af Lyngheið-
arkyni, svarar hann brosmildur, og
þau greikka bæði sporið. í þann
mund sem Ársæll og Setta koma
heim að bænum, ríður ferðafólkið í
hlað, og hér verða fagnaðarfundir.
Eftir að góðvinir hafa heilsast meb
kossum og faðmlögum, leggur Pétur
Geir tauminn d lausa hestinum í
hönd sonar síns, og lætur hann rétta
Settu tauminn, og segir í orðastað
drengsins:
- Setta mín, viltu veita mér þú
glebi að þiggja þennan hest að gjöf
frú mér, sem lítinn þakklætisvott fyr-
ir okkar fyrstu kynni, gjörðu svo vel.
Pétur Geir stendur þannig að af-
hendingunni að Setta getur ekki
með góðri samvisku annað en tekið
við taumnum úr framréttri hönd
barnsins, og hún gerir þab.
- Hvemig gútuð þið foreldramir
fundið upp ú þessu, að ldta dreng-
inn gefa mér þennan fallega hest? -
verður henni fyrst að orði.
- Hvemig gast þú, Setta mín,
fundið uppd því, að reynast okkur,
þessum þremur, sú vinur í raun, sem
þú gerðir? - spyr Pétur Geir ú móti.
- En um þetta rndl verður þú að
fúst við drenginn, hesturinn er frú
honum, bamið biður þig að þiggja
hann, sem lítinn þakklætisvott.
- Þið eruð einstök, segir Setta
sigruð, og horfir hugfangin nokkur
andartök á þennan fallega grip, sem
er orðinn eign hennar. Svo þakkar
hún gefandanum og foreldrum
hans, hrærð í huga.
Ársæll hefur staðið hljóður dlengd-
ar og fylgst með því sem fram hefur
farib d hlaöinu.
- Þarna er Pétri Geir rétt lýst, hugs-
ar hann. - Þar fer drengur góður,
gæddur höfðingslund.
Ársæll snýr sér nú að konu sinni
og spyr þýðlega:
- Er ekki kominn tími til, Setta
mín, að bjóða gestum okkar að
ganga í bæinn?
- Jú, sannarlega, svarar Setta. -
En vilt þú flytja hestinn minn í
haga, Ársæll? Ég gef honurn nafnið
Vinur.
- Sú nafngift ú vel við þennan
grip, segir Ásræll og brosir til gefand-
anna þriggja. - Jú, ég skal koma
Vini ú vorgrænan haga, bætir hann
við og teymir hestinn ú brott, en
Setta fylgir ferðafólkinu til stofu.
Ársræll er fljótur í fömm og hraðar
sér d góðra vina fund. Á meöan set-
ið er að rausnarlegum veitingum
bjóða þuu Pétur Geir og Hugborg
gestgjöfum sínum til brúðkaups
næstkomandi laugardag, og fara
þess enn fremur ú leit, að Setta og
Ársæll verði skírnarvottar sonar
þeirra, og slíkt er auðfengið. Setta
býður fram aðstob sína við undir-
búning brúökaupsins, en Hugborg
nefnir henni lúga tölu boðsgesta, og
umfang því lítið. Niðurstaðan verð-
ur þó sú, að Setta komi fram að
Lyngheiði og aðstoði Hugborgu í
einn dag við kökubakstur. Stundin
líður hratt ú góðra vina fundi. Fyrr
en varir verður ferðafólkið að hlýða
kalli tímans og halda heim ú leið.
Og brdtt er þessi dnægjuríka för út í
sveit, ab baki.
***
Bjartur laugardagur d Jónsmessu
er sestur að völdum, hútíð í voraldar
veröld. Prestfrúin ú Hjalla hefur
skreytt iitlu sveitakirkjuna fagurlega
með angandi vorblómum og ilm-
andi lífgrösum. Hún vill leggja sitt
að mörkum til þess að helgiathöfn-
in, sem hér á að fara fram innan
stundar, verði sem fegurst og eftir-
minnilegust, þeim sem eiga að
njóta. Þessi hjónavígsla skipar sér-
stakan sess í huga hennar. Og jún-
ísólin ljómar frú blddjúpi himins, og
lýsir upp helgidóminn.
***
Stóra stundin er runnin upp. Þýðir
orgelstónar hljóma um kirkjuna,
prestsfrúin leikur á hijóðfærið.
Matthías gengur við hlið sonar síns
að altarinu og tekur þar stöðu
svaramanns. Randver d Ljósalandi
leiðir brúðina föðurlega inn kirkju-
gólfið, og að baki þeim kemur Setta
með drenginn á armi. Séra Hdlfddn
stendur skrýddur fyrir altari. Honum
er það einstök únægja að vinna
þetta prestsverk. Og athöfnin er haf-
in. Ræða prestsins er í senn hugljúf
og alvöraþrungin, og ber því glöggt
vitni að vel hefur verið til hennar
vandað. Svo vígir séra Hdlfdún þessi
glæsilegu ungmenni úl ævilangrar
samfýlgdar, og blessar þau, en son-
ur þeirra hiýtur nafnið, Davíb.
***
Gestastofan á Lyngheiði er full set-
in. Rausnarleg veisluföng era fram
borin, engu hefur farið aftur í þeim
efnum ú þessu heimili. Samstilltur
hópur boðsgesta nýtur þess að gleðj-
ast á góðri stund, og glatt er ú
hjalla. Tíminn gleymist um hríb, en
hann tifur markviss sitt skeið, og
senn er dagur að kvöldi kominn.
Veislugestir búast til brottfarar.
Ungu hjónin, Davíð litli og Matthí-
as, fylgja þeim út ú hlaðið. Hlýjar,
gagnkvæmar þakkir og vinakveðjur
hljóma út í kvöldkyrrðina. Gestirnir
stíga ú bak reiðskjótum sínum og
hverfa niður heimtröðina. Pétur Geir
og Hugborg horfu d eftir Settu, þar
sem hún lætur Vin skeiða fremstan
gæðinga, og situr hann eins og
drottning. Kýr baular nú upp í nútt-
haganum, og gefur til kynna ab
kominn sér mjaltatími. Matthías
snýr sér að syni sínum og segir hlýj-
um rómi:
- Ég mjólka kýmar einn á þessu
kvöldi, góði minn.
- Þakka þér fyrir, pubbi, húsbónd-
inn ó heimilinu ræður, svarar Pétur
Geir og brosir til föður síns.
En Matthías hefur fleira fram að
færa ú brúðkaupskvöldi einkasonar-
ins, og hann heldur úfram, og segir:
- Ég ætla strax og ég kem frú
470 Heima er bezt