Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1942, Page 17

Æskan - 01.01.1942, Page 17
ÆSKAN Hvaða dýr eru vitrust? .Tá, hvaða dýr lieldur þú að séu vitrust? Ekki alls í'yrir löngu var þetla umræðuefni á fundi dýra- fræðingá, og reyndu þeir að flokka dýrin eftir vits- munum. Var prófaður skilningur þeirra, næmi og minni. Af átta dýrategundum, sem reyndust greindust, var mannapinn langfremstur. Simpansinn getur orðið furðulega leikinn í að sauma, klæða sig og snyrta og matast við horð eins og siðaður maður. Nái hann ekki upp i liurðarhúninn, sækir hann sér stól og stígur upp á hann. Órangútaninn er líka býsna laginn að nöta sér ýmis áhöld. Ef honum er fengin krukka með þröngu opi og eittlivert giun- andi sælgæti á botninum, nær hann sér í tvær smá- spýtur og nolar þær eins og töng lil þess að ná í bitana. Górillann reyndist ekki eins greindur, en aftur á móti öllu fljótari til að skilja. Fillinn varð annar í röðinni. Hann lærir á ein- um mánuði að vinna ákveðin slörf og ldýða fyrir- skipunum. Hann áttar sig fljótt á því, að gagns- laust er að reyna að slepjia úr vistinni. Þegar hon- um finnst kalt, lokar liann sjálfur kofa sinum, en opnar hurðina, þcgar liann langar til að fá ferskt loft inn. Þriðja dýrið varð hundurinn. Hann getur lært fleira cn nokkurt annað dýr, en er ekki eins fljót- næmur og aparnir. Bjórinn varð fjórði. Tveir hjórar voru „settir inn“, látnir inn í girðingu og ekkert lilið liaft á. Þeir reyndu fyrsl að grafa sér jarðgöng undir girð- inguna. Vörðurinn sá það, og hyrgði holuna með grjóti. Næstu nótt söfnuðu þeir saman spýtukuhh- um og hlóðu þeim upp við girðinguna til þess að geta klöngrast yfir hana. En þegar þetta var ónýtt fyrir þeim, hættu þcir öllum flóttatilraunum. Hesturinn varð fimmti i röðinni og sæljónið sjötta. Þau eru mjög námfús og jmnnug, en treg til að leika listir sínar nema þeim sé gefið eitl- Iivert sælgæti að launum. Björninn er sjöundi í röðinni. Hann er mestur leikari þeirra allra, ávallt reiðubúinn að sýna listir sínar fyrir áliorfendum og ánægðastur, ef þcir klappa og eru hrifnir og' gefa honum góðgæti að launum. Síðust í röðinni er kisa. Hún sýnir vitsmuni sína á margan liátt, þó að hún unni sjálfræðinu og frels- inu meira en svo, að hún láti kenna sér margar listir. Þanriig dæmdu þcssir fróðu menn. vantar okkur bezta vopnið í viður- eigninni við hann. I3JÖRT: Ó, Loki, vertu nú fljót- . ur að ná í hamarinn áður en jötn- arnir koma! BLÍÐ: Sýndu nú, að þú getir eitthvað fleira en að hrekja Æs- ina og koma af stað vandræðum. LOKI: G,óða von hef ég um það, að finna hamarinn. ÞÓR: Kannske þú farir cilthvað nærri um, hvað um hann hefur orðið? LOKI: Hvað ætti ég að vita? En það væri svo sem engin l'urða, þó að jötnarnir hefðu reynt að ná i hann, svo oft eru þeir búnir' að fá högg af honum. BLÍÐ: En hvaða gagn væri að því, þó að þú gætir snuðrað uppi, hvar hann er? Eklti skil ég, að jötnarnir fari að sleppa honum við annan eins væskil og þú ert. LOKI: Satt er það, að ekki er ég eins sterkur og Þór. En stundum er það eins gott að hafa dálítið vit í kollinum og að vera sterkur. FREYJA: Enginn efast um það, að þú ert kænn og ráðagóður, Loki. BJÖRT: Og hrekkjóttur og svik- ull. Hvaða ráð ætlarðu nú að hafa, ef þú finnur jötuninn, sem stal hamrinum? LOKI: Það er ekki hægt að segja fyrirfram. Það getur til dæmis verið undir því komið, livort þjóf- urinn er giftur eða ekl^i. ÞÓR: Það skil ég ekki. LOKI: Það er nú ekki von. FREYJA: Hvað áttu við, Loki? LOKI: Ég geri ráð fyrir að þjóf- urinn, hver sem hann er, hafi haft vit á að fela hamarinn vel og vand- lega. Og þá er ekki um annað að gera en að fara vel að honum og semja við hann. Hugsanlegt væri, að hann léti sér nægja að fá aðra hvora, Björt eða Blíð, fyrir konu og sleppti svo hamrinum með góðu. Og þá lcalla ég að við fengj- um hann hræódýran. BJÖRT og BLÍÐ: 'Skammastu þín! FREYJA: Smána þú ekki meyj- ar mínar, Loki! LOIvI: Viltu lána mér fjaður- haminn, Freyja, svo að ég geti ílogið til Jötunheima að leita að hamrinum? FREYJA: Haminn skaltu fá. Björt og Blíð, skreppið þið heim í Fólkvang að sækja hann. (Þær fara.) LOKI: Svona er það alltaf. Þeg- ar þið komizt i vandræði, goðin sjálf, þá er það ég, sem verð að bjarga ykkur úr klípunni. Tjaldið fellnr. (Framliald.) 15

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.