Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1942, Side 10

Æskan - 01.10.1942, Side 10
ÆSKAN Fluggarpurinn Eddie Rickenhacker. Þetta er sagan af manninum, sem virðist ekki getað farið sér að voða, hlær að hættunum og hef- ur leikið sér að dauðanum í meira en fjórðung aldar. Hann hcfur þotið cins og þrumufleygur um kappakstursbrautir á ægilegum liraða jneira en tvöhundruð sinnum, og i heimsstyrjöldinni ægilegu skaut liann niður á einu ári tuttugu og sex þýzkar flugvélar i lofloruslum, og þó að sprengikúlurnar sundruðust og hvinu rétl við höfuðið á honum, fékk hann aldrei svo mikið sem skrámu. Það er sagan af Eddie Rickenbacker, sem var foringi i frægustu flugvélasveit Bandarikjanna i heimsslyrjöldinni, liinn djarfasti meðal liinna djörfu og átrúnaðargoð landa sinna. Skömmu eftir heimsstyrjöldina var ég í þjón- ustu eins hins indælasta manns, sem ég hef kom- 102 Lesið um manninn, sem hlær að hættunum og hefur leikið að dauðan- um í meira en fjórðung aldar. izt í kynni við á ævinni. Það var Ross Smitlu ástralska flughetjan, fyrsti maðurinn, sem flaug yfir hina helgu borg, Jerúsalem, og fyrsti maður- inn, sem flaug hálfa leið umhverfis jörðina — furðulegt þrekvirki í þá daga. Mér fannst þeim Smith og Eddie svipa í mörgu saman, báðir frægar flughetjur og bardagagarpar, ákaflega kyrrlátir menn, hógværir og orðvarir og alls ólíkir þeim, sem maður gæti búizt við að sjá með vélbyssur i hönd. spúandi dauða og eyðileggingu. Eddie Rickenbacker var ódæll strákur fram til tólf ára aldurs, lítt siðaður og ákaflega bráðlynd- ur. Venjulega var hann foringi nágrannastrákanna, og þeir æddu um eins og stigamenn og léku ýmis strákapör. En þá gerðist sá sorgaratburður, að hann missti föður sinn. „Þá breyttist ég á einni nóttu úr götustrák í ráðsettan mann,“ segir Eddie sjálfur. Daginn, sem faðir hans var borinn til grafar, ein- setti Eddie sér að verða fyrirvinna fjölskyldunnai’- Hann fór þvi úr skólanum og fékk sér vinnu í gler- verksmiðju einni, vann þar tólf stundir á dag og hafði sjöfíu aura á klukkustund. Hann gekk til vinnunnar á morgnanna og heirn aftur á kvöldin, tólf kilómetra hvora leið, til þess að spara fimmtio aura i fargjald. Pilturinn liafði einsett sér að kom- ast áfram og láta ekkert aftra sér. Vinnan í glef- smiðjunni var tilbreytingalaus, leiðinleg og óholl- Hann hafði andstyggð á henni. Hann langaði til að verða listamaður, skapa listaverk, birta sýnh' sinar og drauma í litum og línum. Hann tók því að læra teikningu í kvöldskóla og fékk atvinnu við að höggva út og meitla englamyndir úr marmai’3 hjá legsteinasmið nokkrum. Hann hjó áletrunina á legsteininn, sem reistur var á leiði föður hans. En honum var sagl, að steinhögg væri bættuleg at- vinna fvrir heilsuna. Marmaradustið settist í lung' un. „Og mig langaði ekki til að deyja ungur,“ sagð1 Eddie, „svo að ég fór að svipast um eftir annarÞ atvinnu.“ Þegar Jxann var fjórtán ára garnall, kom atvik fyrir, sem varð honum örlagaríkt. Hann var stadd-

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.