Æskan - 01.10.1942, Side 18
ÆSKAN
V erðlaunasamkeppni.
Æskan hefur ákveðiS að efna til
samkeppni um verSlaun fyrir góSar
sögur viS hæfi barna eSa unglinga.
Til þess aS koma til greina viS úthlut-
un verSIaunanna, verða sögurnar að
uppfylla þessi skilyrði:
1. Þær verða að vera að öllu leyti
frumsamdar.
2. Þær verða að vera Sem svarar 2
—3 síður í Æskunni að lengd.
3. Þær verða að vera með eigin rit-
hönd höfundarins, hreinlega
skrifaðar og nokkurnveginn rétt.
4. Þær verða að hafa borizt blaðinu
ekki síðar en 31. des. þ. á.
Höfundar eru alveg sjálfráðir um
val á efni.
Fyrir heztu söguna verða greiddar
25 krónur í verSlaun. Það er að vísu
ekki mikil fjárhæð nú á tímum. En á
það má minna, sem áður hefur verið
sagt, að drýgsti hluti verðlaunanna er
sæmdin af jm að hafa sigrað i lcapp-
leiknum, gert bezt.
Höfundarnir skulu merkja sögur
sínar með einhverju dulnefni, eins og
venja er, en láta fylgja í lokuðu um-
slagi rétt nafn sitt og heimilisfang, á-
samt dulnefninu.
Einnig er æskilegt að þeir geti j)ess,
hvort þeir leyfa Æskunni að birta sög-
ur sínar ef hún vill, þó að þeim hlotn-
ist ekki verðlaun.
Ráðningar
á verðlaunaþrautinni.
Þeir voru ánægjulega margir, sem
spreyttu sig á að glíma við verSlauna-
þrautina, sem birtist i 3.—7. blaSi
Æskunnar. Alls bárust nokkuS á
þriðja hundraS lausnir, og reyndust
178 þeirra réttar aS öllu leyti.
Þetta voru rétt svör:
1. Mammút (loSfíll).
2. Sandlóa.
3. Otur.
4. Marabústorkur.
5. ÓSinshani.
(i. Sæljón.
7. Bísamrotta.
8. Bjór.
9. Dádýr.
10. Saiga-Antilópa. •
11. RauShöfSaönd.
12. UrriSi.
13. Pokabjörn.
110
14. Gaupa.
15. Lýsa.
1 (5. Lóuþræll.
17. Úlfar.
Vegna j)ess, hve margir sendu rétt-
ar ráSningar, var eklci annars kostur
en að láta draga um, hverjir skyldu
hljóta verSlaunin. Var það gert í skrif-
stofu hæjarfógetans í Hafnarfirði, og
hlutu þessir höppin:
1. verðlaun, sjálfblekung, hlaut
Gunnar Runólfsson, Strönd í Meðal-
landi.
2. verðlaun, 15 krónur í peningum,
hlaut Iíristinn Pálsson, Hofi á Skaga-
strönd.
3. verðlaun, 10 króna virði í bók-
um, hlaut Úlfar Nathanaelssön, Þing-
eyri í Dýrafirði.
Munu verðlaunin send þeim svo
fljótt sem unnt er.
Margir keppendanna létu j>að í ljós,
að j)eim hefði ])ótt gaman að fást viS
þrautina og óskuðu að fá fleiri slíkar
sem fyrst. Þeim skal sannarlega verða
að ósk sinni. í jólablaðinu mun koma
ný verölaunaþraut, sem ekki verður
óskemmtilegri við að fást en hin fyrri,
en ekki má segja neitt nánar, hvernig
hún verður, því að þaS væri að ljósta
upp leyndarmáli í ótíma, og það vill
Æskan ekki hafa fyrir neinum.
En meðai annarra orða og úr því
að gátur ber á góma. Vilja ekki ein-
hverjir velunnarar Æskunnar, og helzt
margir, rifja upp, hvað þeir kunna af
góðum gátum, sem eru ekki alltof al-
kunnar, og senda blaSinu til birtingar.
Einu gildir, hvort þær eru gamlar eða
nýjar, rímaðar eða órímaðar, ef þær
eru smellnar. Þeir, sem hafa gaman af
að ráða krossgátur og eru slyngir við
það, geta líka vel búið þær til, og væri
vel gert af þeim að lofa Æskunni að
njóta góðs af.
Einn þeirra, sem ráðningu sendi á
verðlaunaþrautinni, bendir á, hvort
ekki mundi heppilegt, að Æskan heiti
verðlaunum fyrir góðar sögur við
hennar hæfi til birtingar. Jú, þetta er
heillaráð, og ánægjulegt að þessi vin-
ur Æskunnar kveður upp úr með þaS,
því að fyrirhugað var að grípa til þess
nú á næstunni, þó að ekki væri til
annars en þess að örva lesendur blaðs-
ins til að senda þvi línu um eitt og
annað, sem þeim liggur á hjarta. Það
væri báðum til góðs, blaðinu og les-
cndunum, ef margir sendu þvi sögur,
vísur eða annað gott cfni og skemmti-
Iegt. Efni blaðsins yrði fjölbreyttara
og höfundarnir hcfðu áreiðanlega
bæði gagn og gaman af að spreyta sig
á viðfangsefnunum. Hitt er annað niál,
að ekki er víst að þeim takist svo vel
við fyrstu tilraun, að vert sé að birta
ritsmíðina. Æskan vill vera vandl d
að efni, bæði vegna sjálfrar sin og
lesendanna. Ef illa tekst í fyrstu, d'
ekki annað en reyna aftur og gera
þá betur.
Sá vægir,
sem vitið hefur meira.
Tveir riddarar mættust einu sinni a
ákaflega mjóum vegi, svo að þeir gátu
ekki komizt hvor fram hjá öðrunu
Annar þeirra varð að víkja. En hvor-
ugur vildi láta undan síga, og að lok-
um hnakkrifust þeir. Loks sagði anu-
ar þeirra:
„Ég held, að það væri ráðlegt fyúr
þig, að hleypa mér fram lijá. Annars
skal ég svei mér fara með þig, eins og
annan þverhaus, sem ég mætti, og
vildi ekki heldur víkja fyrir mér.“
Hinn varð’logandi hræddur og flýttí
sér út af veginum. En hann langaði
til að vita, hvað um hann hefði orðið,
ef hann liefði ekki hlýtt.
„Heyrðu,“ sagði hann, „hvað gerð-
irðu við þverhausinn, sem ekki vék
úr vegi fyrir þér?“
„Jú, hann var ákaflega þrjózkur,
enn þrjózkari en þú. Og þegar ég sá,
að ég réði ekkert við hann, þá — vék
ég fyrir honum.
Leo Tolstoj-
Gáta.
SýslumaSur, prestur, póstmeistan
og læknir áttu heima í sama þorpinU-
Þeir hétu: Guðmundur, Jón, Magnús
og Sigurður. (Nöfnin eru ekki i réttO
röð.)
1) GuSmundi og prestinum var ekk>
vel við Magnús. — 2) Jóni og lækniU'
um kom ágætlega saman. — 3) Mag11'
ús var frændi póstmeistarans. —-
Sýsjumaðurinn var mikill vinur Sig'
urðar og læknisins.
Hvað hét hver þessara manna?
Tilkynnið bústaðaskipti og skrifi^
greinilega nöfn og heimilisföng.