Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1942, Blaðsíða 20

Æskan - 01.10.1942, Blaðsíða 20
ÆSKAN Bíómvndin. Steini (kemur með Stebba. Þeir mæta Stjána) : Sæll karlinn. — Ja, þú hefðir átt að vera með okkur í gær- kvöldi. Þá var nú gaman. Stjáni: Voru áflog? Stebbi: Miklu betra. Við vorum í bíó. Steini: Við sáum leyndardóm gömlu hallarinnar. Stjáni: Já, en sú mynd er bönnuð fyrir börn. Stebbi: Við sögðum aðgöngumiða- salanum, að við værum tuttugu og fjögra ára. Steini: Já, og það var satt. Stjáni: Nú, þið hafið elzt fljótt síð- ustu dagana. Stebbi: Nei, en við reiknuðum rélt. Við erum tólf ára hvor, og tvisvar tólf eru tuttugu og fjórir. Stjáni: Var myndin góð? Steini: Góð? Meira en það. Hún var-------. Stebbi: Hún var eins og myndir eiga að vera. Stjáni: Um hvað var hún? Stebbi: Við skulum setjast. Svo skal ég segja þér það. (Þeir setjast á bekk.) Stjáni: Jæja byrjaðu nú. Slebbi: Já, sko, fyrst sáum við gamla höll á afskekktum stað, og i dimmu herbergi niðri í kjallaranum voru peningafalsarar að smíða tíeyr- inga. Steini: Nci, myndin byrjaði í aðal- skrifstofu leynilögreglunnar í Lund- únum. Þar sat formaðurinn-------------. Stebbi: Hí, formaðurinn. Heldurðu að hann sé kallaður formaður, eins og formaður á trillubát? Nei, lögreglu- foringinn. Og svo kom dóttir hans, og hún hafði i ógáti tekið vitlausa tösku í bílnum. Steini: Bilnum. Sá er góður. Það var í jarðbrautarlestinni. Veiztu ekki, að í Lundúnum ferðast menn á járn- brautum, sem eru lagðar i skolpræs- unum? Stebbi: Úhú. Ekki vildi ég ferðast á þeim. Steini: Jæja en þeir gera þetta þar. og hún tók ekki eftir því, fyrr en hún kom til pabba síns, að hún var ekki með sína tösku. Stebbi: Ja, hún kom nú eiginlega ekki til pabba síns, því að hann var farinn, þegar hún kom. En i stað hans sat þar ungur maður með yfirskegg. Steini: Nei, hann var ekki með yfir- skegg. Stebbi: Víst, ég sá það sjálfur. Steini: Ónei, hann var ekki með yfirskegg, heldur bara dulbúinn. Hann átti að fara að elta Rauða Kobba. Sjáðu til, það hafði einhver banditt hringt til hans-------. Stjáni: Banditt, hvað er það? Stebbi: Veiztu það nú ekki? Stjáni: Er það einhver, sem þarf að binda? Steini: Nei, nei, það er — ja það er víst glæpamaður. Stjáni: Nú, það var skrítið, að glæpamaður hringdi til lögreglunnar. Stebbi: Já, sko, þessi með yfir- skeggið —• —. Steini: — Þessi skegglausi. Slebbi: Jæja, með falska skeggið, var eiginlega ekki lögreglumaður, heldur sérfræðingur í dulmáli. Stjáni: Hvað er það? Steini: Hann kunni að lesa leyni- letur, og það er þannig, að stöfunum er ruglað, eins og þú gerir stundum í stílunum þinum. Jæja, hann fann seðil með leyniletri í töskunni, sem dótt.ir foringjans kom með, og hann sá, að það var eitthvað um Rauða Kobba, og svo batt hann stúlkuna og fleygð1 henni inn í bíl. Stjáni: Af hverju gerði hann það? Siebbi: Hann hélt, að hún væri meÖ Rauða Kobba. Stjáni: Sagði hún ekki, hver hú» var? Steini: Jú, en hann trúði henni ekki. Stjáni: En lögregluforinginn þ#> pabbi hennar? Stebbi: Svarti Siggi var búinn að ræna honum — vorum við ekki búnir að segja það? Stjáni: Nei, þið kölluðuð hann Rauða Kobba. Steini: Æ, þú skilur ekkert. Nei> Svarti Siggi var glæpamannaforing' inn. Stjáni: En hver var þá Rauði Kobbi? Hestur, eða hvað? Stebbi: Sko, Stjáni. Það eru pen- ingafalsarar í kjallara í höll. Svarti Siggi er höfuðpaurinn og Rauði Kobbi næstur honum að tign. Þetta er utaH við borgina. Inni á lögreglustöðinni er yfirforingi leynilögreglunnar------— Stjáni: Áðan sögðuð þið, að búi® væri að ræna honum. Steini: Já, það er satt, en það kom seinna. Fyrst sat hann, sko, og beið eftir dóttur sinni, og þá hringdi eiO' hver, sem sagði, að hún hefði Ient 1 bilslysi, en það var Rauði Siggi, sem skrökvaði þessu--------. Stebbi: Þú átt við Svarta Kobba. — Stjáni: Nei, nú verð ég að fara. Steini: Bíddu, bíddu, nú vorum við að komast að efninu. Stjáni: Nei, nú ætla ég að fara í bíó og atliuga sjálfur, hvort Rauði Kobbj heitir Rauði Siggi og Svarti Sig^ heitir Rauði Kobbi. (Fer). 112

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.