Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1965, Blaðsíða 6

Æskan - 01.05.1965, Blaðsíða 6
Vorsmölun Eftir Kristínu Finnbogadóttur, 10 ára. fig langar til að skrifa frásögu um mina fyrstu meiriháttar . smalamennsku. Þannig háttar hér, að langt framl) i Skagafjarðardölum er eyðibýli, sem Þorijótsstaðir heitir, og hefur elcki verið búið þar Kristín Finnbogadóttir síðan um 1930—’40. Fyrir um það bil 14 árum keypti faðir minn jörð l>essa, l>á rúna af öllum útihúsum. Aðeins baðstofan stóð uppi og smáskot fram af henni, sem við köllum eldhús. Þangað fram eftir hefur pabbi svo rekið ærnar okkar á hverju vori áður en þær fara að bera. Þarf svo auðvit-að að smala, og þá ásamt dalamönnum,2) að marka lömbin og rýja ullina af full- orðnu kindunum. Frá einni slíkri ferð ætla ég að segja, sem ég í vor er ieið fór með pabba og fleiri mönnum til rúnings. ☆ Um hádegisleytið 11. júií 1962 var lagt af stað. Með í ferðinni voru: Böðvar, maður, sem á heima hérna og á ær þarna framfrá, og maður, er Valdimar lieitir, og líka á ær þarna. Við Valdi fórum riðandi og teymdum alla iausu hestana (sem ríða átti við smalamennskuna), en pabbi og Böðvar komu svo- lítið seinna á eftir á jeppanum, sem við eigum. Komu þeir með poka undir ullina, með mat og mjólk og fleira, sem nota þurfti, þvi við erum að heiman upp undir viku — stundum. En þetta er svo langt burtu: 32 kílómetra leið. Og nú kemur sjálf ferðar-sagan, Klukkan að ganga 6 komum við fram að Giljum, en það er fremsti bærinn, sem nú er búið á. Þar býr .Tóhann bóndi Jó- hannsson með konu og hóp af börnum, og er það elzta orðið tvítugt. Þegar þangað var komið, beið Jóhann eftir okkur. 1) Á Norðurlandi og sums staðar víðar er kallað fram, þegar tal- að er um inn í landið; fram til dala — inn til dala, o. s. frv. 2) Þannig eru kallaðir þeir, sem búa frammi í dölunum. Nú komum við okkur saman um að smala með þeim mönnum það sem eftir væri dagsins, af því ekki var meira úli'1 2 En þar sem liestar Gilja-manna voru ekki heimavið, sendi hann tvo elztu syni sína eftir þeim. Fór nokkur tími i að s*W hestana, og svo drukkum við kaffi áður en við fórum uð sm«' ' Klukkan var því að verða 6, er við loks fórum af stað. Jóhann og tveir elztu synir hans, og svo við, sem ég lief # . nefnt, fóru í smölunina. En af því að ég átti að smala ein ni*1 á láglendinu, fékk Guðrún, 12 ára, að smala með mér. Böðvar var látinn fara með okkur Gunnu fram að girðii'fc sem skilur lönd Gilja og Þorljótsstaða; þar átti hann að fara u' á fjall og smala þar út fjallið með liinum. En við Gunna áttú1^ að híða þarna niðri, þangað til að fjall-smalamennirnir fram á brúnina. Brátt sáuin við til þeirra á hrúninni og fávu við þá að siga frá stóði, scm þarna var. Gekk vel að smala ^ eyrarnar, er féð var komið þangað, og von bráðar var féð koU1' í réttina þeirra Gilja-manna. i Nú var farið að rýja, og síðan fækkaði fénu óðum i rétti'11 þVl iiU11 unz það var allt komið út. Þá fórum við að liugsa til að fara fram að Þorljótsstöðunii þar áttum við að halda til næstu næturnar. Þegar við holtJ þangað fram eftir, hitaði pabbi kaffi handa okkur, en síðan 1°-^ umst við til svefns, því að langur og þreytandi dagur var væ111''1 lcgur, er upp yrði risið að morgni. Morguninn eftir, þann 12. júlí, vöknuðum við um kl. 9 í l,c' g von að geta farið að smala; en þvi var ekki að heilsa, af ÞVI þoka var alveg niður að bæ. Og hún hélzt svo, að við gátuin c farið að smala fyrr en klukkan 2 eftir hádegi; þá vorum við tilbúin að leggja þcgar af stað.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.