Æskan - 01.05.1965, Blaðsíða 8
HILDUR
INGA:
sumarævintýri Danna.
i.
Fréttir.
„Húrra! Nú er þessu lokið. Þú veizt ekki hvað ég er
feginn, mamma,“ hrópaði ljóshaerður, fallegur 11 ára
snáði, um leið og hann sentist inn úr dyrunum og hljóp
til móður sinnar og kyssti hana á kinnina.
„Jæja, Danni minn, er þessu nú lokið, — jú, ég get
vel trúað að þú sért feginn — en ég er aíar hrædd um
að þú verðir ekki eins glaður þegar þú færð einkunna-
bókina þína; þú hefur verið hræðilega latur að læra í
vetur, góði minn,“ sagði frú Sólrún og strauk fingrun-
um gegnum ljósa lokka sonar síns.
„Elsku mamma mín. Þú mátt ekki láta þér leiðast, þó
ég verði ef til vill dálítið neðarlega í bekknum," sagði
Daníel litli og horfði biðjandi á móður sína. „Hvernig á
nokkur fjörugur, röskur strákur að hanga inni yfir hund-
leiðinlegum bókum, þegar glaða sólskin er úti og veðrið
svo dásamlegt, að það blátt áfram kallar á mann út?“
bætti hann við.
Móðir hans stundi við.
„Þú veizt það, vinur minn, að mig hefur dreymt um,
að þú yrðir menntaður maður, en við skulum ekki tala
meira um það núna, það er annað, sem ég þarf að ræða
við þig, góði minn.“
„Hvað er það, mamma mín?“ sagði drengurinn, sýn1'
legá feginn, að móðir hans skipti um umtalseíni.
„Þig hefur langað til að fara í sveit á vorin, eí e&
man rétt,“ sagði Sólrún brosandi.
„Já,“ — það kenndi undrunar í rödd drengsins — »el’
þú hefur aldrei viljað láta mig fara — ég skil þig, mamm3’
þér leiddist ef ég færi — ég hef sætt mig við að fara ekk1
í sveit."
„Já, en nú hef ég ákveðið, að þú farir í sveit í sumal’
Danni minn, og ekki nóg með það — ég fer líka!“
Drengurinn horfði steinhissa á móður sína andartak>
en allt í einu vafði liann handleggjunum um háls henH1
og næstum því hrópaði: „Þú ert lang, lang bezta mafflú1
an, sem til er í heiminum."
„Svona, svona, fjörkálfurinn minn,“ sagði móðir ha11 ‘
„Vertu nú stilltur og seztu hérna hjá mér, þá skal e$
segja þér alla söguna."
Þau settust og drengurinn horfði eítirvæntingariull111
á móður sína.
„Ég vissi vel, að þig langaði til að fara í sveiti1111’
Danni minn, þegar félagar þínir fóru á vorin, en ég S‘
ekki séð af þér. Þú ert það eina, sem ég á nú, þess vegllíl
hélt ég þér heima hjá mér. En í vor ákvað ég að 1°^
þér að kynnast dýrum og sveitalífi, því ég veit að bö111’
sem aldrei sjá neitt af því tagi, fara afar mikils á líllS
NÝ FRAMHAIDSSAGA
Hér hefst ný íslenzk framhaldssaga, sem heitir „Sumarævintýri Danna“ og
er höfundur hennar skáldkonan HILDUR INGA. Aðalsöguhetjan er 11 ára
gamall drengur úr Reykjavík, kallaður Danni, og er í fyrsta sinn í sveit
með móður sinni. í sveitinni kynnist Danni mörgu og lendir í ýmsum ævin-
týrum með Elsu litlu, dóttur Geirmundar bónda á Hofi í Djúpadal. Þetta
er skemmtileg saga frá upphafi til enda, og ættu allir lesendur ÆSKUNNAR
að fylgjast með sögunni frá upphafi. — Teikningar þær, sem birtast með
sögunni, eru gerðar af Katrínu H. Ágústsdóttur.
180