Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1965, Blaðsíða 18

Æskan - 01.05.1965, Blaðsíða 18
FRÁ UNGLINGAREGLUNNI Æskufólk og bindindismál. Það cr alkunna, live skaðlcg áhrif áfcngi og tóbak hafa á mannslikamann, en þrátt fyrir ]>að cykst stöð- ugt notkun áfengis og tóbaks. Við, sein erum unglingar, og sjáum þetta í notkun alla daga, bæði í hófi og óhófi, eigum bágt með að trúa, að þetta geti nú verið jafn skaðlegt og sagt er, þegar bezta fólkið, sem við þekkjum, neytir þessa og virðist ekki verða meint af. En þar liggur einmitt blckkingin á bak við; hún kemur nefnilega ckki í 1 jós á skömmum tíma, skaðsemin. Víðtækar rannsóknir færustu stofnana á þessu sviði sanna okkur það, sem okkur hefur verið sagt, að þarna getur verið um lífshættuleg áhrif að ræða, t. d. iungna- krabba, af reykingum. Við, unglingarnir nú til dags, liöfum ótal freistingar VÖRUMST í áfengi er eitur, sem ncfnist vínandi. Þegar áfengis er neytt, berst vinandinn með lilóðinu út um likamann og veldur lömun í taugakrfinu. Fyrir utan hin Jiættu- legu álirif vínandans á taugakerfið veldur liann lika skeinmdum á slímu meltingarfæranna. Áður var álitið, að vín væri heilsusamlegt, og sumir álita enn, að vín sé læknislyf, en slíkt er aigcr fjarstæða. Eftir vín- drykkju vakna flestir með höfuðverk og vanlíðan og lieita þvi ])á oft að liragða aldrei áfengi framar, en það gleymist einatt fljólt, þvi að þaö er erfitt að losa sig úr iiöndum Bakkusar. Og iiugsa sér, iivernig margir menn eyða tíma til einskis og spilla heilsu sinni með því móti að sitja inni á sjoppum og drekka vín og reykja sígarettur. Og fyrir utan hin hættulegu álirif áfengis á líkamann er eytt alveg ósljórnlega miklu af að glíma við, en við erum ekki látin óstudd. Ótalmargir vilja og eru reiðubúnir til að leiðbeina og lijálpa okkur, t. d. Góðtemplarareglaii, skátafélögin, æskulýðsfélög þjóðkirkjunnar og fleiri, að ógleymdum foreldrum og vandamönnum. Því ætlum við oð iilýða ráðum þessara aðila og forðast algerlega neyzlu áfengra drykkja og tóbaks í nokkurri mynd. Það er ömurleg sjón að sjá ungmenni, sem fórnað hafa æskuhreysti sinni á altari slikra nautna, og ótalin eru slj's og hörmungar i þvi sambandi. Þess vegna, ungmenni, afneitum kinnroðalaust áfengi og tóbaki, og horfum upprétt og hiklaus framan í ]>á, sem frýja okkur manndóms af þvl að við segjum nei. Ég vil að lokum óska þess innilega, að einmitt við, ungmennin í dag, yrðum til að skapa betra ástand í bindindismálum þjóðar okkar. Þóra Guðmundsdóttir. bl ekkinguna. peningum í þetta, svo að húsmóðir, sem gifl er drykkju- manni, á oft erfitt með að kaupa nauðsynjar til heimilis- ins. Menn, sem eru undir áhrifum áfengis, halda oft, að þeir séu lielmingi meiri menn en aðrir. En það er þveröfugt, þeir eru helmingi minni menn en þeir, sem ekki eru undir áhrifuin áfengis. Á síðari tímum hafa augu manna opnazl fyrir því, að ofdrykkja er sjúkdómur. Því er nú meira gert en áður til þess að hjálpa þeim og lækna, sem orðið hafa áfenginu að bráð. Mörgum tekst að bjarga, en því miður ijúka margir drykkjumenn ævi sinni fyrir aldur fram sem andlegir og líkamlegir aumingjar. Því vona ég, að enginn oltkar liér í Barnaskóla Siglufjarðar eigi eftir að Ijúka ævi sinni þannig. Sigurður V. Hólmsteinsson. Frímerkin Hawaii. Þetta tveggja centa frímerki frá Hawaii er ákaflega sjaldgæft og kostar offjár. Hin elztu Hawaii-frímerki ganga undir nafninu trúboða- merki meðal safnaranna, en það er vegna þess, að útgáfa þeirra var undirbúin af bandariskum trúboðum, sem böfðu þegar ár- ið 1820 hafið starfsemi sína á eldfjallaeyjunum í Kyrrahafi. Sandwich- eða Hawaii-eyjarnar, ]iar sem bandaríska flotastöðin Pearl Harbour er, fann James Coolc árið 1778. r a Hawaiían Postagc TVoCents. Frímerkin frá eyjunum bera mörg mynd af höfðingjanum Kamehamea mikla, sem sam- einaði eyjarnar í eitt ríki og ríkti þar frá 1782—1819. Undir hans stjórn rann upp blóma- skeið verzlunar á eyjunum. Það er mynd af líkneski bans, sem stendur fyrir framan hinn gamla landstjórabústað á Hono- lulu, sem iiefur verið notuð á frímerkin. Á öðrum Hawaii- merkjum eru myndir af Kapio- lani drottningu (1834—1899), sem rikti, þegar eyjarnar urðu aðili að Alheimspóstfélaginu 1882. Hún lagði fram mikinn skerf til þess að kveða niður hjátrú og heiðni með því að ganga á eldgíg, sem hafði verið vigður hinni illu gyðju Pele. Þjóðsagan segir, að gengi kona á Jiennan gíg, myndi eyjunuin verða tortímt. En Kapiolani, sem var kristin, gekk hugrökk upp á eldfjallið Kilauca, steig alveg frain á gigbarminn og hrópaði : „Veldi Peles er á enda. Hinn almáttugi er Guð minn. Andi hans kveikti þcnnan eld- fjallsloga og hönd lians iieldur lionum í skefjum. Þjónið Guði, Herra vorum.“ Árið 1898 lögðu Bandarikin FRÍ MERKJ AFRÉTTIR eyjarnar undir sig, og frá !l 1 1 „ 1900 liafa Verið notuð bando1 frfmerki á Hawaii. * Nytt merki. -t ní'1 Þann 17. maí s.l. koin 11 , ,,f islenzkt frímerki í tile^11!.jl|- 100 ára afmæli Al]>jt)''‘VI,gi> skiptasambandsins. T°l ! mcrkisins gerði Kjartan jónsson. Verðgildi: kr' grænt og kr. 7,50 blátt.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.