Æskan - 01.05.1965, Blaðsíða 12
H. C. ANDERSEN:
LJÓTI
andarunginn.
Myndir eftir
Iö)a lt
„Nii skil ég við þig!"
Andamamma lagaði dúninn á andarungunum fjórum.
„Komið með mömmu ykkar. Við skulum nú heimsækja kunningjana, og
látið þið nú sjá að þið kunnið mannasiði!“
Undarlegi unginn heyrði alls ekki hvað hún sagði. Hann fór að elta hun-
angsflugu og tók ekki eftir því hvar hann steig, því allt í einu hnaut hann
um stein og steyptist á höfuðið.
„Erkiklaufi!" hreytti andamamma út úr sér. „Það er víst nóg að þú ert
svona ljótur ungi. Þú gætir þó að minnsta kosti reynt að haga þér almenni-
Iega!"
„Erkiklauji!“
Anginn Iitli komst aftur á fætur og hljóp til hinna.
„Eg gerði ekkert af mér, mamma,“ maldaði hann í móinn. „Mig iangaði
aðeins__“
Andamamma einblíndi á hann.
Reyndu þó að vera þar scm þú ert, því þá er ekki víst að tekið verði
eftir þér!“
Svo mættu þau tveim gömlum hænum.
„Nei, sjáðu!“ hrópaði önnur þeirra. „En hvað þetta eru falleg börn!“
„Já, það má nú segja!“ sagði hin hænan ástúðlega. „Þau eru blátt áfram
yndisleg!“