Æskan - 01.05.1965, Blaðsíða 14
CHARLES DICKENS
DAVÍÐ COPPERFIELD
„Traddles, gamli skólabróðirinn okkar, sem alltaf var
verið að flengja! Manstu ekki eftir honum?“
„Jú, núna, þegar þú minnir mig á hann,“ anzaði Steer-
forth með fyrirlitningu. „Er hann enn jafnpervisinn og
aumingjalegur og þegar við vorum saman í skólanum?"
Ég fór nú að hrósa Traddles og segja frá því, hvað
hann hefði fyrir staíni, en Steerforth kærði sig kollótt-
an um allt þess háttar.
„Heyrðu, áttu nokkuð að éta, góðurinn, því nú er ég
reglulega soltinn?“ spurði hann.
Ég flýtti mér að bera á borð fyrir hann það, sem ég
átti matarkyns, og meðan hann var að borða, sagði ég
honum frá komu Littimers.
„Littimer ... Hvað ætli það eigi að merkjal Hvað
getur hann hafa verið að vilja hingað?“ sagði Steerforth
steinhissa.
„Nú, kemur þú ekki frá Oxford?" spurði ég.
„Nei, góði bezti, ég kem frá Yarmouth," anzaði Steer-
forth. „Ég er búinn að vera þar í heila viku!“
„Hugsa sér! . . . Hvernig leið kunningjafólki okkar?
... Milla litla er þó víst ekki búin að gifta sig?“
„Nei, en hún giftist sjálfsagt eftir einn eða tvo mán-
uði ... eða hver veit hvenær! . .. Það er alveg satt, ég
var með bréf til þín frá henni fóstru þinni. ... Það er
slæmt þetta með manninn hennar! ... Bréfið er þarna
í yfirfrakkavasa mínum.“
Ég flýtti mér að ná í bréfið frá Peggotty, og þegar
ég las það, sá ég, að Barkis var mikið veikur og að hon-
um var tæplega hugað líf.
Þetta fékk mjög á mig, og tárin komu fram í augun
á mér.
„Já, það er ekki gaman að þessu, stúfurinn minn, en
það tjóir ekki að setja slíkt fyrir sig... Það deyr hvort
sem er fjöldi manns á hverri einustu mínútu! ... Nei,
maður verður að reyna að skemmta sér, meðan þess er
nokkur kostur! .. . Það er ekki um annað að ræða en
láta gamminn geisa fram!“
En hvað hann var annars glæsilegur, þar sem hann
sat þarna, hraustur og útitekinn af sólskini og sjávar-
lofti. Augu hans tindruðu!
„Heyrðu, Steerforth," sagði ég, „á morgun fer ég og
heimsæki hana Peggotty... Þú vilt víst ekki slást í för-
ina?“
„Nei, góði minn, nú ætla ég heim til mömmu; hún
er farin að þrá að sjá mig. . . Heyrðu, komdu með heim
186
á morgun, og farðu ekki til Yarmouth fyrr en him1
daginn."
Ég féllst undir eins á þetta, og skömmu seinna f°'
Steerforth og lék við hvern sinn fingur, þegar ham1
kvaddi mig.
Þegar hann var farinn, settist ég niður og opnaði bréf'
ið, sem Micawber hafði fengið mér. Það var á þessa leið’
„Herra minn (ég dirfist ekki að skrifa: Vinur minn)-
Mér finnst það skylda mín að skýra yður frá þvi, ai,)
nú er úti um allt. Ég er ofurseldur glötuninni . . . fyr*1
fullt og allt!
Ég er búinn að veðsetja liúsgögnin mín og ekki nog
með það, heldur er ég líka búinn að veðsetja innaH'
stokksmuni herra Traddles. Auk þess hef ég á samvizk'
unni 400 króna víxil, sem blessaður drengurinn han11
Traddles hefur skrifað upp á, og því miður er ekki aHl
í lagi með þann víxil. Héðan í frá er úti um mig, og a
ókomnum tímum mun dufti og ösku jafnan verða strá®
á
höfuð
Wilkins Micawbers.
Ég var svo sem ekki smeykur um, að Micawber mund1
ekki takast að klóra í bakkann, en vesalings TradtHeS
var óheppinn eins og fyrri daginn. Það var ekki gött '•$
vita, nema dregizt gæti jafnvel árum saman, að han11
hefði ástæður til að giftast þessari blessaðri prestsdóttun
sem hann sagði, að væri yndislegasta stúlkan á ölh1
Englandi.
TUTTUGASTI OG ÞRIÐJI KAFLI
För mín lil Yarmoulli.
Morguninn eftir iórum við Steerforth til Highgate’
þar sem mér var vel fagnað, bæði af móður hans og þesS
ari einkennilegu ungfrú Dartle, en lians liágöfgi, het1,1
Littimer, sá ég hvergi.
Það var ljómandi gaman heima hjá Steerforth, og e$
veitti því athygli, að Steerforth gerði sér mjög far 11111
að koma sér í mjúkinn hjá unglrú Dartle.
Honum tókst þetta mjög sæmilega, en þó ekki til full11
ustu. Ungfrú Dartle var svo skrítin. Stöku sinnum, peS‘l1