Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1965, Blaðsíða 23

Æskan - 01.05.1965, Blaðsíða 23
mm ogn indu hans og leiddi hann fram a skurð- -stofuna til læknanna. Allt var tilbúið og Dr. Picardo gekk til drengsins, tók í hönd hans og sagði: „Paolo, ertu nokkuð hræddur?" ,,Nei,“ svaraði drengurinn lágt. „En heldur þú að það muni heppn- ast?“ spurði læknirinn aftur. „Já, ég held það hljóti að heppn- ast, ef þér trúið því sjálfur,“ svaraði Paolo fullur trúnaðartrausts. Móðir bræðranna heimsækir þá í sjúkrahúsinu. Adgerðin. Nú var Paolo lagður á skurðborð- ið og svæfingarlæknirinn tók til við deyfinguna. Þegar deyfingin Itafði virkað, tóku læknarnir til við aðgerð- ina. Varlega ljarlægði Picardo hin mjólkurkenndu vögl eða smáagnir, sem höfðu hindrað sjón Paolos, og með örsmáum, fínum sporum saurn- aði hann skurðinn saman og síðan voru umbúðir settar fyrir augun og Paolo ekið á sjúkravagni inn á stofu 12. „Látum okkur taka þann næsta strax,“ sagði Picardo, en svæfingar- læknirinn bað Picardo að hvíla sig stutta stund áður en þeir héldu áfram og það var gert. Næstur var Carmello, og aftur byrj- uðu þeir. Doktor Picardo vann með öruggum, næstum vélrænum hreyf- ingum, og hann fann til einkenni- legrar vissu um að allt myndi heppn- ast. Svona héldu þeir áfram og síðastur var Calogero litli, þá var klukkan orðin um 11. Þegar allt var um garð gengið, var Picardo orðinn fjarska þreyttur, og þögull ótti byrjaði að naga sál hans. Hann efaðist ekki eitt augnablik um kunnáttu sína og dugn- að sem skurðlæknir á þessu sviði, en það gat ýmislegt óútreiknanlegt spil- að inn. Hugsa sér ef þannig færi, að fjórir fengju sjónina, en sá fimmti ekki. Þetta varð tíminn að leiða í Ijós, en eftir eina viku í fyrsta lagi yrðu umbúðirnar fjarlægðar, og viss- an fengist ekki fyrr. §3© ☆ €C2 Stór fjölskylda. Bræðurnir fimm voru allir iæddir í Cambobello di Licata, smábæ með nokkur þúsund íbúum í héraðinu Agrigento. Faðir þeirra var landbún- aðarverkamaður að nafni Gaetano Rotolo. Hann og kona hans, Grazia, 195

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.