Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1965, Blaðsíða 24

Æskan - 01.05.1965, Blaðsíða 24
höfðu eignazt 12 börn, en 4 þeirra dóu ung. Af þeim 8, sem eftir lifðu, voru fimm blind, en 3 liöfðu fulla sjón. Rotolofjölskyldan var fátæk og oft var lítið að borða hjá þessum stóra hóp; fæðan oft ekki annað en brauð og tómatar. Nágrannarnir höfðu mikla samúð með Rotolo-fólkinu vegna blindu drengjanna og hinnar erfiðu lífsbaráttu fjölskyldunnar, en gátu lítið hjálpað, því mikil fátækt var í þessu héraði, eins og víðast hvar á Sikiley. Blindu drengirnir gátu ekki leikið sér með jaínöldrum sínum, og ekkert létt undir í lífsbaráttunni. Á hverjum sunnudegi var móðirin vön að fara í gönguferð með börnin. Þá voru blindu drengirnir í röð liver á eftir öðrum, en móðirin leiddi þau minnstu af börnunum. 1 byrjun hafði læknirinn þeirra sagt þeim að ekkert væri hægt að gera fyrir blindu drengina. En staðreynd- in var sú, að ef nógir peningar hefðu verið fyrir hendi, hefði verið hægt að gera þessa aðgerð á augum þeirra fyrir löngu. Svo kom nýr læknir til bæjarins, og honum datt í hug að fá augnsérfræð- ing til að líta á augu drengjanna, en auðvitað varð það að gerast án endur- gjalds. Það vaknaði ný von hjá Ro- tolo-hjónunum, þegar augnlæknirinn sagði, að það myndi vera hægt með aðgerð að gefa drengjunum sjónina. En sú von dó, þegar læknirinn sagði: „Þessa skurðaðgerð er ekki hægt að framkvæma hér á Sikiley, eða neins staðar á Italíu. Aðeins í Ameríku er þetta framkvæmanlegt.“ Að fara alla leið ti! Ameríku, það var alveg óhugsandi fyrir þetta fátæka fólk. Það myndi kosta offjár, sem þeim tækist aldrei að ráða yfir, svo þar með var sú von dáin. Það, sem augnlæknirinn hafði sagt, fréttist nú lljótt út meðal íbúanna í Compobello. Þeir fóru nú að ræða þetta mál sín á milli og niðurstaðan varð sú, að þeir ákváðu að hefja söfn- 196 un á peningum handa blindu drengj- unum, svo foreldrarnir gætu íarið til Ameríku með drengina, og það var kosin nefnd manna til að vinna að þessu, og á stuttum tíma var búið að safna þarna í litla bænum og ná- grannasveitum töluverðu fé. Þá skeði það, að læknarnir tveir, Jjeir Picardo og Marira, komu saman á fund í félagi Rotary, og þar heyrðu Jjeir mann nokkurn segja frá drengj- unum og peningasöfnuninni handa Jjeim, svo þeir kæmust til sérfræðings í Ameríku. „Já, en hvers vegna hef ég ekki heyrt um Jæssa bræður fyrr, því hefur enginn sagt mér frá þessu?“ sagði þá Picardo. „Þeir þurfa alls ekki að fara alla leið til Ameríku, hvílík fjarstæða! Ég get hjálpað þeim og ég get meira að segja komið því svo fyrir að þeir fái frítt sjúkrahúsrúm i Caltanisetta. Sendið strax eftir drengjunum og ior- eldrunum." Og Jjannig varð Jjetta. Nú þurftu blindu drengirnir ekki að takast þessa löngu ferð á hendur til að fá sjónina, Jjvx að læknirinn, sem gat Jxetta, var um Jxessar mundir staddur á Sikiley. Allt var hljótt. Nóttina eitir aðgeiðina á blindu drengjunum átti Picardo bágt með að sofna. Hann átti nú um tuttugu ára starfsferil að baki og hafði sem augn- séríræðingur og skurðlæknir gert hundruð samskonar aðgerða á augum lxæði ungra og gamalla með þessa teg- und af blindu og flestar höfðu heppn- azt hjá honum. Hann hugsaði mikið Jxessa nótt og líkti í huganum saman tilfelli eftir tilfelli af Jxeim aðgerðum, sem hann hafði gert á þessum augr1' sjúkdómi. Hann var trúaður maðuii og hann bað þess heitt að Guð hefði styrkt hendur hans, en hann vissi jafU' framt að trú og vísindi urðu að hald' ast í hendur, og hann fór í huganuU1 yfir hvert smáatriði, til að fullvissa sig um að hann hefði engu gleytu1, því Jxetta var alveg einsdæmi á lækU' isferli hans. Hann óskaði Jxess af heil' hug, að allir drengirnir finiU1 um fengju sjónina og þar með nýtt lif- Drengirnir voru skornir upp, eu,s og fyrr segir, 9. október, og viku seinna og ekki degi fyrr mátti fjal' lægja umbúðirnar frá augum þeirr3’ Svo rann upp hin örlagaríka stuud- Á stofu 12 eru samankomin, al1^ drengjanna fimm, foreldrar þeirra’ læknarnir 3 og 2 hjúkrunaikonU1' Gluggatjöldin höfðu verið dregin f)'1 ir gluggana til að verja augu dreugj anna fyrir sterkri birtu, þegar uu1 búðirnar yrðu teknar af augum {jeirJa^ Varlega voru bindin tekin, fyrst a Paolo, síðan Carmelo og síðan hiuu^ Jjremur. En þeim var öllum sagt 3. opna ekki augun fyrr en Jjeim v3S^ sagt til. Andrúmsloftið var sem hla ið spennu meðan þetta fór fram- y\llt var liljótt. Svo hvíslaði el1111 drengjanna: „Ljós. Ég sé ljós!“ Á næsta augnabliki ómaði herber? ið af gleðihrópum drengjanna, peS‘>> þeir í undrun og hrifnmgu sau skynjuðu fólkið í kringum sig, og brigðin, allt var þetta áður óþe^ fyrir Jjeim. Þeir höfðu aðeins þ hver annan og foreldra sína af U1^ rómi og með því að þreifa fyrir se> En nú sáu þeir. Hvílík undur! inn getur lýst því með fátæklegu orðum. Allir fimm höfðu lengið s.l jóU' fo>' ina. Þeir föðmuðu hver annan og . eklra sína. Allir föðmuðust af $e, Picardo gleymdi sínum lse^u1 TVÍaf , & virðuleik og faðmaði Doktor Mar1*; fast að sér. Hið stóra kraftaverk ha gerzt. Þeir sáu allir fimm. Alh ^ orðna fólkið grét af gleði. Framhald'

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.