Æskan - 01.04.1966, Blaðsíða 20
CHARLES DICKENS
DAVÍÐ COPPERFIELD
Það var Uriah, sem var á hælunum á mér, og náði
hann mér brátt.
„Ætlið þér líka þessa leið?“ spurði ég.
„Ó, ég ætla bara að labba dálítið með yður, Copper-
field,“ mælti Uriah smeðjulega eins og vant var.
„]á, fyrirgefið, ... en ég fór nú eiginlega út til þess
að njóta einverunnar. . . Ég hef haft svo lítið næði í dag.“
„Þér eigið við hana mömmu?“ mælti Uriah og glotti
varmennskulega.
„Já, ég á við hana!“
„Já, en ég skal segja yður, Copperfield, . . . þér vitið,
að þó að við séum lítilmótleg, reynum við að brjótast
áfram í heiminum, og þegar ástin er annars vegar, verður
maður að neyta allra bragða... Þér eruð hættulegur
meðbiðill!"
„Er það virkilega mín vegna, sem þér haldið vörð um
ungfrú Wickfield? ... Þér vitið það þó líklega, að ég lít
á hana sem systur mína?“
„Jæja, það má vel vera, en segið þér ekki ungfrú
Wickfield, . . . segið þér Agnes, ... Agnes mínl“
Hann skældi sig allan mjög viðbjóðslega.
„Auk þess er ég trúlofaður ungri stúlku í London,"
sagði ég.
„Ó, kæri Copperfield, ... af hverju hafið þér ekki
sagt mér þetta fyrr? . . . Al hverju eruð þér ekki svolítið
meiri trúnaðarvinur minn? . . . Ég óska yður til hamingju,
innilega til hamingju!"
Hann tók innilega í hönd mér, og mér fannst eins
og ég kæmi við slepjugt kvikindi.
Við miðdegisverðinn lék liann á als oddi og horfði á
Agnesi með þeim hætti, að mig dauðlangaði til að gefa
honum á hann.
Eftir kvöldmat, þegar Agnes var gengin til náða, heimt-
aði hann, að við settumst að drykkju, og Wickfield var nú
ekki tregur til þess.
Úr þessu varð hálfgildings hóf, og Wickfield gerðist
ölvaður og fór að halda ræðu. Uriah hafði augsýnilega
nautn af veikleika hans.
„En heyrið þér mig nú, félagi sæll,“ mælti Uriah.
„Má ég nú ekki biðja ykkur að drekka skál guðdómlegustu
konunnar á jarðríki!"
Wickfield náfölnaði og setti í flýti frá sér glasið.
„Fyrir henni Agnesi," hélt Uriali álram, „fyrir hd1111
Agnesi minni, sem ég elska og tilbið."
Wickfield spratt á fætur og rak upp gremjuóp, ÍXr
og æðisgengið. Hann stappaði í gólfið og barði frá s
með hnefanum.
Ég þreif um axlir honum og talaði við hann eins °%
ungbarn, og smám saman sefaðist hann.
„Já, já, Trotwood, . . . þér og Agnes eruð eins og hö1'11
in mín, ... en lítið þér á manninn þarna, . .. kúgaD
minn og óhamingju, . . . hann hefur eyðilagt mann01
mitt og flæmt frið og ró burt af heimili mínu... Og 1
ætlar hann að ræna vesalings barninu mínu, ólánið þl1
tarna!"
„Segið þér honum að þegja!“ kallaði Uriah, náí°^
og kreppti hnefana. „Hann skal fá að iðrast orða sllin
... Ef ég væri ekki hér, mundi hann tortímast. ... &
ið, annars fer illa! ... Við vitum þó báðir, það, sem
vitum . .. Er það ekki? ... Þér getið ekki án mín vefl
. .. og þó ég hafi kannski gengið nokkuð langt í kv°
þá skuluð þér ekki kippa yður upp við það!“
„Æ, Trotwood!" mælti Wickfield og hné máttlaus 1,1
ur á stól, „þér sjáið nú, hve djúpt ég er sokkinnl ^
Ég er á valdi hans. Ó, guð minn góður! . . . Guð 111
góðurl" j
í sömu andránni opnaði Agnes dyrnar og kalD ^
föður sinn, og kyrrlátur eins og hlýðið barn fór ^1
field með henni. j
Ég flýtti mér á eftir þeim, settist niður í dagstol
og fór að lesa í bók. 0g
Þegar klukkan sló 12, kom Agnes inn í stofun3
gekk til mín. _ þlyj
„Þú ferð snemma í fyrramálið, Trotwood," sagði
og rétti mér höndina. „Við skulum kveðjast straX- x
„Elsku Agnes mín,“ sagði ég „Ég kem hinga^ t
áhyggjur mínar, og þó held ég nú, að þú hafir nseS1
við að stríða ... Get ég ekki gert neitt fyrir þig?‘* ^
„Nei! nei! ... Við verðum að treysta Guði. Veitu
sæll og skilaðu kveðju til alls fólksins." . {
Síðan tókumst við í hendur og skildumst með 1
augunum.
#