Æskan - 01.04.1966, Blaðsíða 3
5*er&ir
annci.
usundir fugla liafa verið merktar hér á landi á
undanförnum árurn. Það var danskur maður,
^iiins C. Morthensen, sem var upphafsmaður vís-
uidalegrar fuglamerkingar. Hann hóf fuglamerking-
ar árið 1899. En áður höfðu nokkrir menn gert fálm-
andi tilraunir nteð fuglamerkingar, en þær höfðu
enga vísindalega þýðingu.
Þessi möguleiki, að merkja fugla, gerði kleift að
rannsaka ferðir þeirra og lifnaðarhætti.
Þessi starfsemi hins danska manns bar svo góðan
arangur, að vísindamenri víða um lönd tóku að
uierkja fugla með svipuðum hætti.
Fyrr á öldum liöfðu menn hinar l'áránlegustu hug-
niyndir um ferðir og vetrarheimkynni larfugla. Til
^a:niis trúðú menn því, að farfuglar heíðust við á
Vetúrna á vatns- eða sjávarbotni eða lægju í dvala í
Uellum eða öðrum fylgsnum.
I^Teð merkingunum fást mikilsverðar upplýsingar
u'n marga aðra lífshætti fuglanna, meðal annars átt-
^agatryggð, dánarorsakir, hve mikið er veitt af
hverri tegund og veiðiþol hinna ýmsu fuglategunda,
°g svo stofnsveiflur og stofnstærð.
Sú aðferð, sem H. C. Morthensen byrjaði á, er að
SetJa alúmínhring um fót fuglsins. Á þennan liring
er stimplað númer og heimilisfang merkingarstöðv-
'Ulnnar, og árangur af merkingu byggist á því, að
lJeir, sem skjóta eða finna merktan fugl, skili um
leið merkinu til stöðvarinnar og greini jafnframt
*'a> hvar og hvenær fuglinn hafi náðst.
Itnn í dag fara fuglamerkingar fram með þessum
nætti.
Árið 1920 hóf danskur maður, Peter Skovgaard,
uglamerkingar hér á landi fyrstur manna. Á hans
vegum var merkt hér talsvert af fuglum allt til
ársins 1940. Árið 1932 hófst Hið íslenzka náttúru-
íræðifélag handa um fuglamerkingar og nú fara
þær fram á vegum Náttúrugripasafnsins, undir
stjórn dr. Finns Guðmundssonar fuglafræðings. Síð-
an 1932 hafa alls verið merktir uni 45 þúsund fugl-
ar á vegum þessara aðila, og endurheimtur merkj-
anna skipta nú þúsundum. Á vegum Skovgaards
voru merktir um 20 þúsund fuglar, svo að alls hafa
verið merktir um 65 þúsund fuglar liér á landi.
Einn aðalárangur fuglamerkinganna er sá, að nú
vita menn, livar íslenzkir farfuglar halda sig á vet-
urna.
Yfirleitt halda þeir til Bretlandseyja, sumir fara
ekki lengra, aðrir halda áfram til meginlandsins til
Hollands, Belgíu, Frakklands, Spánar og Portúgal,
og þeir, sem hvað lengst fara, íljúga til Vestur-
Afríku. Endur og gæsir fara margar ekki lengra en
til Bretlandseyja og sömuleiðis surnir vaðfuglar,
svo sem heiðlóa og hrossagaukur. Spóar halda til
Vestur-Afríku, einnig steindepill og maríuerla og
jafnvel fleiri tegundir.
Með merkingum fæst einnig vitneskja um aldur
fugla. El/.ti fugl, sem merktur hel’ur verið á íslandi,
varð 25 ára. Það var kría, sem var merkt við Mý-
vatn og náðist 25 árum síðar í Afríku. En krían
íerðast lengst allra farfugla. Hún ílýgur allt til Suð-
urheimskautslandsins og dvelst þar, þegar vetur
grúfir yfir norðurhveli jarðar. Hún flýgur tvisvar á
ári yfir hálfan hnöttinn, svo að þessi kría hefur verið
búin að íerðast sem svarar 25 sinnum kringum
jörðina.
151