Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1966, Blaðsíða 27

Æskan - 01.04.1966, Blaðsíða 27
Itólynd dýr auka þor byrjendanna. Hvers vegna ekki dýragarða við skólana? Allir vita, hve börnum er hollt að umgangast dýr. Fyrir nokkrum áratugum mátti heita, að hvert barn ælist upp með húsdýr allt í kringum sig, en þetta hefur breytzt. Nú fjölg- ar þeim börnum stöðugt, sem sjá naumast húsdýr öðruvísi en á myndum. En það er víðar en hér á landi, sem svona hefur farið. í Danmörku þykir ýmsum illa horfa, því menn telja nauðsyn- legt, að börn fái þess kost að kynnast dýrunum, læri að hræð- ast þau ekki og eignist þau að vinum. Einn þessara manna er danski arkitektinn Bprge T. Lo- fv rentzen. Hann hefur gefið út bækliu^, þar sem hann lýsir skoð- unum sínum á þessu máli, og enúfremur setur hann fram athyglisverðar tillögur um það, hvet’tiig auka megi kynni barna og dýra. Teikningarnar eru úr þessum skemmtilega bæklingi. Þarna hafa börnin fengið að sér til ánægju. Allstór opin svæði eru við hvert háhús. Þessi svæði eru oftast gras- fletir með nokkrum trjám og kannske 2—3 rólum, en þau eru líf- lítil. „Væri ekki æski- legt, ef hægt væri að leyfa börnunum að hafa þar einhver dýr, sem hæfðu umhverfinu?“ spyr Lorentzen. 174 175

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.