Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1970, Blaðsíða 15

Æskan - 01.05.1970, Blaðsíða 15
Kæra Æska. Eitt kvöld í vetur fórum við hjónin i leikhús. Þegar við komum heim, voru öll börnin sofnuð, og sá yngsti hafði sofnað út frá Æskunni, en hann les alltaf Æsk- una áður en hann fer að sofa, þótt hann kunni ekkert að lesa. Okkur þótti þetta svo falleg sjón, að við smelltum þessari mynd af honum. Hann heitir Arnar Sigurðsson, Hraun- tungu 60, Kópavogi. Hann varð fimm ára 9. marz s.l. kæra ÆSKA! Ég ætla að biðja þig að þirta þessa fhynd af hundi, sem heitir Smali. Hann er duglegur að eiga við fé, en stundum dá- 'ítið frekur. Eins og sést á myndinni, þykist hgnn Vera að keyra traktor. Kær kveðja Grétar Gústavsson Valdarási. ÞÖRA M. STEFÁNSDÓTTIR: LÓAIitla landnemi 22. Lóa ferjar Fljótið var farartálmi í byggðinni, því engin brú lá yfir það. Varð að fara yfir það á bátum. Voru það flatbotnaðir bátar og voru nefndir ,,dallar“. Oft varð Lóa að ferja fólk yfir fljótið, því þau áttu bát í Skóg- um og bjuggu nálægt fljótsbakkanum. Þegar pabbi Lóu var ekki heima eða í önnum, varð hún að ferja, því að hún var elzt þeirra systkina, sem heima voru. Var hún vön þessum ferðum og dugleg að róa og hlekktist aldrei á. En ekki voru allir farþegarnir jafn hugmiklir. Einu sinni lerjaði hún t.d. niann yfir fljótið, ásamt tveimur öðrum. Var þetta eitt skáldið þar í byggðinni og nokkuð sérkennilegur maður. Þegar út á fljótið kom og báturinn tók að rugga, greip skáldið sinni hönd í hvorn borðstokk og æpti og hljóðaði: „Æ, æ, við förumst, við förumst!" En kvenfólkið, sem var með í bátnum hló að karlinum. Þegar kom að landi hinum megin, flýtti skáldið sér upp á þurrt land og var fegið að sleppa úr þessari lífshættu. Oft fór Lóa líka á báti út á fljót að vitja um netin fyrir pabba sinn. Þótti henni þá gaman, þegar hún gat komið heim til mörnrnu með góða veiði. 23. Systkinin Lóu þótti vænt um systkini sín og gerði allt, sem hún gat fyrir þau. Hún gætti þeirra yngri og lék við þau eldri og kenndi þeim að vinna ýmislegt, sem hún kunni. Hún kenndi þeim líka kvæði og lög, sagði þeim sögur og hjálpaði mömmu sinni með þau eins og hún gat. Hún var aðeins 14—15 ára, þegar hún fór að sauma á þau ýntiss konar föt, með aðstoð mömmu sinnar. Þeim þótti líka ósköp vænt um Lóu systur sína. Alltaf var hún hjálpar- hella, hvað sem á gekk, þegar þau voru fjarri mömmu sinni í starfi eða leik. Einkum var næstyngsta systirin hænd að henni. Hún hét Sigurbjörg og var kölluð Begga. Þegar Inga, yngsta systirin, fæddist, varð Begga auðvitað, eins og gengur og gerist, að víkja úr bólinu frá mömmu sinni, og var hún þá látin fara til Lóu, sem var elzt og orðin 13 ára. Fyrsta kvöldið var Begga ósköp sár og reið við litla barnið og jafnvel mömmu sína. Hún var bara tveggja ára og fannst hún eiga mömmu sína ein, en nú var þessi litli nýi angi kominn í holuna hennar og hún hrakin sjálf frá mömmu. 283
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.