Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1970, Blaðsíða 20

Æskan - 01.05.1970, Blaðsíða 20
INGIBJORG ÞORBERGS: TAL OG TONAR Hlýir dagar, bjartar nætur, græn tún og blóm. Syngjandi fuglar, suðandi flugur, hoppandi krakkar og skoppandi lömb. Allt þetta og svo margt annaö getum viö sagt að fylgi vorinu og sumrinu. Þegar lömbin segja: Me-e-e-e-e — þá eru þau líka áreiðan- lega oft að segja: — Mikið er gaman að leika sér úti allt vorið og sumarið! — Það finnst ykkur líka. Þá eru prófin búin, og þið syngið um það, þegar „skólahurð aftur skellur og skruddan með“! En þótt þið hafið verið orðin leið á „skruddunum", þá hlakkið þið áreiðanlega til að opna þær aftur í haust. Nýlega komst ég að því, að börn kunna ennþá að meta bækur. Ég var að spjalla við Stellu Maríu Thorarensen, 9 ára, sem á heima á Hringbraut í Keflavík, og Erlu Quðjónsdóttur vinkonu hennar, sem er 10 ára og á heima á Melteigi í Keflavík. Ég spurði þær, hvað þeim þætti skemmtilegast að gera. Þær töldu upp sitt af hverju: Lesa góðar bækur. Spila á spil. Horfa á sjónvarp — „Dísa“ skemmtilegust! — Hlusta á útvarp. Vera Ijósálfar. Fara í leikhús. Handavinna. Teygjutvist, — alltaf í teygjutvisti! Synda — þegar ekki er of kalt í lauginni! — Og margt fleira nefndu þær. Svo spurði ég þær Stellu og Erlu, hvað þær tækju nú helzt með sér, ef þær yrðu að fara út i eyðieyju og dveljast þar um tíma. Þær mundu fá nóg að borða og drekka, en mættu aðeins taka með sér einn hlut til ánægju. Dágóða stund horfðu þær hugsandi út í loftið, unz Stella sagði: — Ég mundi helzt vilja taka með mér einhverja góða og skemmtilega bók. Erla var á sama máli. — Jæja, sagði ég, — eruð þið nú alveg vissar um, að þið vilduð ekki heldur hafa teygjuna með til að tvista, — ja, eða kannski hjólaskauta? Þær fóru að hlæja, en skiptu ekki um skoðun. Næst spurði ég vinkonurnar, hvort þær læsu Æskuna, eða hvort þær skoðuðu bara myndirnar í henni. Þetta þótti þeim nú hálfmóðgandi spurning. — Auðvitað lesum við hana, sögðu báðar samtímis. — Og við geymum öll blöðin, því við ætlum að láta binda þau inn seinna. Hvern árgang í sérstaka bók. — Það er heillaráð. Þetta geta orðið verðmætar bækur þegar frá liður, sagði ég. Svo röbbuðum við um hitt og þetta, þangað til Erla og Stella hlupu út til að fara I teygjutvist! í fyrra lærðuð þið hér Ijóðið hennar Margrétar JónsdótWh „Krakkar út kátir hoppa“. Við skulum syngja það aftur núna, því góð visa er aldrei of oft kveðin. Rifjum svo upp hvaða Harpa það er, sem við vorum að bjóða velkomna í Ijóðinu. Það er fyrsti sumarmánuðurinn að gömlu ís' lenzku tímatali. Harpa byrjar alltaf á sumardaginn fyrsta, sern núna var 23. apríl, og endar svo fyrsta föstudag eftir 18. maí. Þá tekur Skerpla við, og Skerpla byrjaði núna laugardaginn 23. maí- Veit svo nokkur gamla heitið á næsta mánuði, sem byrjar 23. júni? Einhver sagði Sólmánuður. — Það er alveg rétt. Þeim, sem geta hlaupið úti, þykir vitanlega alltaf gaman vera til. En litlum börnum og litlum lömbum þykir óvenjugaman að vera til þessa fyrrnefndu mánuði. Þvi sendi ég ykkur lag við vísurnar hans Jóhannesar úr Kötlum, um litlu stúlkuna lngu Dóru og skrítna, skrítna lambið hennar. Þetta lag er einfalt að spila og syngja, svo flest ykkar, sem eitthvað eru „með á nótunum“, ættu að ráða við það. (Píanóút' setningin er í F-dúr, en auðveldara er fyrir ykkur að spila á gítar- inn í C-dúr, svo ég merki þá hljóma inn á textann.). Jóhannes hefur samið margar vísur um hana Ingu Dóru °9 ævintýri hennar í sveitinni. Ég hef samið lög við þessi barnaljóð („Vísur Ingu Dóru“ — 10 barnaljóð), og sum þeirra hafa verið flutt í Svíþjóð við góðan orðstír. Því finnst mér, að íslenzk börn megi kynnast þeim líka. Seinna sendi ég ykkur fleiri lög við Ijóð úr þessum vísnaflokki Jóhannesar úr Kötlum. Þetta eru ólík* skemmtilegri og betur ortar vísur, en sum sú endaleysa, sem börnin læra á mörgum dagheimilum eða í leikskólum. — Við þurfum nýjar vísur, — er sagt. Það er að visu satt °9 rétt, að gaman er að fá eitthvað nýtt. Annars álít ég, að ms® nýjum börnum verði gamlar vísur að vissu leyti nýjar. Alla vega finnst mér ekki nauðsynlegt að taka t. d. Gamla Nóa úr Örkinni sinni og skella honum í að keyra kassabil, eins og börnin syngia núna! En áreiðanlega hefur Nói bjargað kindunum, eins og fleiri góðum dýrum. Og kassabíll hefði ekki gert það gagn, sem ÖrkW hans Nóa gerði, og þá ættum við kannski engar kindur! En Þsef eigum við og einnig margar vísur um þær og litlu lömbin þeirra- Og nú lærum við strax „Vísurnar um kindina“ eftir Jóhannes úr Kötlum og kennum yngstu kynslóðinni þær. Kærar kveðjur INGIBJÖRG C Krakkar út kátir hoppa G7 úr koti og höll, léttfættu lömbin skoppa C um laut og völl. Smalar í hlíðum hóa F sitt hvella lag. G7 C Kveður í lofti lða G7 C svo léttan brag. Krakkar út kátir hoppa c Vetrarins fjötur fellur, G7 þá fagnar geð. Skólahurð altur skellur C og skruddan með. Sóleyjar vaxa í varpa F og vorsól skín. G7 c Velkomin vertu, Harpa> G7 C með vorblóm þín. 288
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.