Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1970, Blaðsíða 4

Æskan - 01.05.1970, Blaðsíða 4
stybbu. Þar rikir lognmolla, deyfð og drungi. Þess eru mörg dæmi, að fólk hef- ur veikzt og dáið af völdum þessa, t. d. í New York og Los Angeles. Þess vegna skulum við varast bensínstybbuna úr bíl- unum, jafnvel hér í okkar stormasama landi, þar sem loftið er oftast á hreyfingu. Tökum uþp vasaklútinn og höldum um vitin og vörumst að anda að okkur eim- yrjunni. Við eigum alls staðar að setja upp merki eins og í Sundhöllinni: REYK- INGAR BANNAÐAR, og mig langar að bæta við: ,,Ekki fleiri bíla“, og því ekki að gera þetta um leið að baráttumáli, eins og t. d. ,,hreint land — hreint loft — heilbrigt lif"? Fögnum því að loftið er sýknt og heilagt á hreyfingu, rigningar og stormar gnauða um okkur. Ef svo væri ekki, væru við öll dauð fyrir löngu. Eins og ég sagði hér að framan, þá er þetta óhreina og mettaða andrúmsloft mik- ið vandamál í stórborgunum. Það er álitið ein orsök þess, að lungna- og húðsjúk- dómar herja á borgarbúa, og þess vegna er bráðnauðsynlegt að sporna við því í tíma, áður en það flæðir yfir allan heim- inn. Ég er viss um, að þið hafið heyrt um þetta vandamál — mengun lofts og lagar. Á erlendu máli kallast þetta pollution. Við þurfum líka að gæta þess að hafa ferskt og hreint loft á heimilum okkar, á vinnu- stað og í skólanum, og sérstaklega í svefn- herbergjunum. „Lokaðu aldrei svefnher- bergisglugganum," stendur á góðum stað. Það er mikill sannleikur í þessum orðum. Því miður sefur margt fólk við lokaða glugga, en það athugar ekki fyrr en um seinan, hversu óhollt það er. Við sofum 8—10 tíma á sólarhring. Með því að sofa við lokaða glugga, þá andar maður sama loftinu aftur og aftur að sér, þar til súr- efnið er orðið of lítið, og allt hið frjálsa, hressa yfirbragð þitt hverfur sem dögg íyrir sólu. Hér er gott dæmi: Setjum svo, að fólk sé lokað inni í herbergi og þar sé enginn gluggi opinn, herbergið loft- laust. Fólkið í lokaða herberginu verður fljótt veikt og það mun hljóta skjótan dauð- daga. Þetta hefur hent. Þetta dæmi sann- ar, að við erum smátt og smátt að stytta lif okkar með því að sofa við lokaða glugga. Opnaðu gluggann i svefnherberg- inu þínu þegar i kvöld og hleyptu hreinu og fersku lofti inn, og þú lifnar sem fífill í haga. Gerðu þetta fyrir líkama þinn. Haltu líkamanum hressum, og þá mun hug- ur þinn verða hreinn og það verður þér til sálarheilla og þú fyllist nýrri lífsorku og breytist í sannari mann. Ef þú felur fallegt blóm í dimmum skáp, þá veizt þú, að það deyr, en ef þú setur það þar, sem sólar- geislarnir skína og ferskt loft leikur um það, þá blómgast það og dafnar. Hið sama á við um líkama okkar. Loft og sólskin hefur góð áhrif á skapið og taugarnar. Þótt loftið sé svalt, þá er það gott fyrir allan líkamann og varnar kvefi. i mörg- um leikfimisölum okkar er þess ekki gætt sem skyldi að hafa góða loítræstingu. Það er ekki hægt að iðka likamsæfingar í þeim sölum, þar sem loftræsting er ekki góð. Lungu okkar eru til þess að anda með þeim. Svo skeður hið sorglega, að við förum úr loftlitlum leikfimisölum og heim að sofa í álíka loftlausu svefnher- bergi. Þeir, sem eiga heima í stórborgum, þar sem loftið er mettað af reyk og sóti, ollu og bensíni, fá aldeilis að kenna á þessu, heilsa þeirra, útlit og látbragð ber þess merki. En við vonum, að þetta á- stand batni, þegar augu fólks opnast fyr- ir þessu stórhættulega ástandi. Heilbrigð- iseftirlitið verður að sjá um það. Það þýð- ir ekki að vera alltaf að stagast á Hrein torg, fögur borg. Heldur. Ferskt loft, frískt fólk. Gamalt enskt máltæki segir: God made the country, man made the town (Guð bjó til sveitma, maSurinn borgina). Hið merkilega við þetta er það, að svo er sem allir vilji eiga heima í borgum, t. d. vilja allir eiga heima í Reykjavík. Hið eftir- sóknarverða er að eiga heima í úthverfum eða uppi í sveit, þar sem loftið er hreint, svalt, tært og ómengað. Sem betur íer er fólk nú loksins farið að átta sig á þess11 vandamáli. Það er farið að flytjast i út' hverfin. Opnaðu gluggana á íbúðinni þinnl1 þegar loftið er ferskt og hreint, t. d. eft,r rigningu og storm, og sofðu við opinn glugga. Óttastu ekki kvöldloftið, þótt s' ói sá hnigin til viðar. Þá er kvöldloftið oft tærara en loftið, sem við öndum að okknr á daginn, vegna þess að á kvöldin e< ekki eins mikið ryk, óhreinindi og reykun Gagnstætt þvi sem almennt er álitið, ne*’ ur þú enga ástæðu til að óttast dragsúð' Hann er aðeins loft á hreyfingu. Ferskt l°ft er jafnan gagnlegt. Það er hressand1’ heilsusamlegt og fullt af lifi. En auðvits® ber að varast of mikinn dragsúg. Nú n dögum ráðleggja læknar tæringarsjúklinð' um útivist í hvaða veðri sem er, vegna ÞesS að reynsla hefur fengizt fyrir því, að l^rl útiloftið hefur læknað það, sem ekki nef' ur læknazt á annan hátt. Og að loKUd1 þetta: Loftið, sem þú andar að þér, verður að vera hreint. Gættu þess að það sé loftræsting í herbergi þínu. Sé brennt Þa< gasi eða olíu, eyðir það súrefninu. Ef 9aS eða olíuþefur er í herberginu þínu, er nauðsynlegt að útiloft leiki um það, afin ars andarðu að þér eitraðri kolsýru. Ve< um þakklát, ef við búum uppi í sveit, Þa< sem loft og vatn er hreint. Hagnýttu MesS andi loftið og hið hreina vatn, lofaðu sel inni að lauga þig. Fátt er unaðslegra e<] að heilsa fyrstu dagsskímunni og UPP rennandi sól úti á víðavangi og anda 0 sér svölu, tæru og hressandi morgunlofl inu. Bjarni Sveinsson. Auðæfi íslands eru: Loft, hreinn sjór og ómengad vaV1 272
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.