Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1970, Blaðsíða 30

Æskan - 01.05.1970, Blaðsíða 30
Mótssetning: 27. júlí kl. 2 e.h. (mánudagur). Mótsslit: 3. ág. kl. 4 e.h. (mánudagur, frídagur verzlunarmanna.) Dagskrá verður mjög fjölbreytt, alls konar keppni og þrautir fyrir flokka og einstaklinga. Þá má og minna á þrautabrautina — markar- ferðir — gönguferðir og svo bílferðirnar, sem Ferðaskrifstofa mótsins sér um. (Ekki innifalið í mótsgjaldi). Ein bílferðin verður sennilega I Stykkishólm, og væntanlega út í eyjarnar. Önnur á sögustaði í nágrenninu, og síðan ein fyrir þá, sem sjá vilja helli. Auðvitað verða varðeldar — messur — næt- urleikur, og þar að auki verða ýmiss konar verk- efni og skemmtanir fyrir dróttskáta, en þeirra dagskrá verður að miklu leyti út af fyrir sig. Heimsóknardagurinn er 2. ágúst, sem er sunnudagur í verzlunarmannahelginni. Þá eru ylfingar og Ijósálfar sérstaklega velkomin, svo og foreldrar skátanna og aðrir gestir. Þann dag verður stærsti varðeldurinn, ef að líkum lætur. Uiilcgusvunta Tjaldbúðir: Tjaldborgin verður í 5 hlutum: 1. Tjaldbúðir drengja — Gula sléttan 2. Tjaldbúðir stúlkna — Bláfjöll 3. Tjaldbúðir Dróttskáta — Græna hlið 4. Fjölskyldutjaldbúðir — Rauða torg 5. Foringjabúðir. Nafngiftir í tjaldbúðum félaganna skulu minna á lit. Fjölskyldubúðirnar verða ,,opnar“ (fólk getur komið og farið að vild) allan tímann meðan pláss er. Sérstök matvöruverzlun verður fyrir fjöl- skyldubúðirnar. Framkvæmdastjóri Landsmótsins er Sigurjón Mýrdal, Landnemum R. Hann er til viðtals á skrifstofu B. í. S. Tómasarhaga 31 á mánudög- um milli kl. 1700 og 1900, og á miðvikudögum milli kl. 1700 og 1800. Eitt af því sem skáiar ættu að hugsa fyrir, er skáta-útilegu- svunta. Það er nauðsynlegt til þess að hlífa skátabúningnum, og svo er m,'ög leiðinlegt að vera við matreiðslu og að bera fram mat annað hvort í einkennisbúningnum eða síðbuxum, peysu eða úlpu og hafa ekki svuntu, sem eingöngu er ætluð matargerðinni. Hver flokkur getur haft sína sérstöku gerð með nafni og við- eigandi myndum, gæti það orðið skemmtileg flokkakeppni að útbúa sniðugar svuntur handa flokknum fyrir Landsmótið. Það íylgja hér með riss af kokksvuntu og meðlimasvuntu, flokkurinn ætti þá að eiga kokksvuntuna, sem um leið gæti verið geymsla íyrir sleif, ausu, þeytara, upptakara, tappatogara o. íl. sem flokkurinn þarf að eiga af ýmsum eldhúsáhöldum. Brjóstvasinn er góður íyrir litla uppskriftabók í útilegumatreiðslu. Þá er lítill vasi fyrir tappatogara, snúra úr honum er fest á tölu, og í hinum endanum er fastur upptakari, sem smellt er á svuntuna. (Þá týnist hvorki upptakari né tappatogari. Gætu einnig verið lítil skæri, því nú eru sjaldan notaðir tappatogarar). Athugið, að svuntan er engu slður nauðsynleg fyrir skátadrengi, og gaman væri ef þeir gætu saumað sína svuntu sjálfir engu síður en stúlkurnar. v. 298
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.