Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.03.1973, Qupperneq 8

Æskan - 01.03.1973, Qupperneq 8
Prinsessan, sem gat ekki sofið „■< — ÞÝTT ÆVINTÝRl — inu sinnl var kóngur, sem átti stórt kóngsríkl. Hann var einn af þessum gömlu, góðu kóngum, sem allan daginn sat í hásæti sínu með gull- kórónuna á höfðinu og stjórnaði. Kóngurinn átti aðeins eina dóttur barna, en það var líka fallegasta prinsessan í öllum heiminum. Gamli kóngurinn sagði, að sér þætti miklu vænna um hana heldur en gull- kórónuna sína, og var þá mikið sagt. Hann dekraði við hana eins og hvítvoðung. Á hverju kvöldi bauð hann henni góða nótt með kossi og sagði: „Mundu mig nú um það, lambið mitt, að vera ekki sjálf að bisa við að afklæða þlg. Láttu hirðmeyjarnar hafa fyrir því, og láttu þær svo lyfta þér upp í gullbúna rúmið þitt og þrýsta vel að þér dún- sænginni, og segðu þeim svo að bæta í ofninn." Svona var hann umhyggjusamur, gamli kóngurinn. Svo kom það fyrir, að prinsessan varð veik. Það var svefnleysi, sem að henni gekk. „Ósköp eru að vita þetta,“ sagði gamli kóngurinn og fölnaði upp af skelfingu. „Getur þú ekki sofið, lambið mitt; heldur þú ekkl, að það komi til af því, að hirðmeyjarnar hrjóti of hátt? Hérna eru tvær hunangskökur og ögn af brjóstsykri til að stinga upp í þig. Og sendu svo fram í eldhúsið, það á að vera þar dós með jarðarberjamauki í. Ég bragðaði sjálfur á þvi [ gærkveldi. Það er reglulega gott. Og svo ætla ég að senda eftir öllum læknum, sem til eru f ríki mínu." „Já, blessaður gerðu það,“ sagði prinsessan. Svo komu læknarnir. „Það er ofþreyta, sem að prinsessunni gengur," sögðu þeir. „Prinsessan verður að liggja og borða hafraseyði og tvíbökur. Það verður að reka alla hunda og ketti út úr höllinni og hallargarðinum, svo að þeir valdi ekki hávaða. Svo verða allir að ganga á tánum og tala saman með aug- unum. Prinsessan mun sofna, þegar orðið er nógu hljótt." Nú læddust allir á tánum um höllina, og hundarnir urðu að fljúgast á fyrir utan hallarhliðið. En allt kom fyrir ekkl. Prinsessan lá í gullbúna rúminu sínu, bylti sér alla vega og geispaði, en sofnað gat hún ekki, hvernig sem hún fór að. „Nei, heyrið þið nú, góðir hálsari" sagði kóngurinn við læknana. „Þetta er of mikið af því góða. Viljið þið gera svo vel og láta prinsessuna sofna undir eins, eða þið skul- uð eiga mig á fæti, þvi að nú er ég reiður. Sjáið þið ekkl, að ég er farinn að hleypa í brýnnar." Læknarnir hneigðu sig auðmjúklega. „Ef yðar hátlgn mætti þóknast svo, þá látið prinsessuna horfa á gaman- leiki og sjá tamin villidýr leika listir sinar, þá mun hún komast I ágætt skap og síðan mun hún sofna.“ Vagn prinsessunnar var nú dreginn út. Hann var svo fullur af mjúkum svæflum, að hún gat ekki setið uppl, heldur varð hún að liggja út af. Svo horfði hún á gamanleiki og sá dýrin lelka llstir sínar, en svo raunalegt sem það var, þá gat hún ekki sofnað að heldur. Gamli kóngurinn reiddist nú svo, að hann nötraði allur frá hvirfli til ilja, og þegar hann ætlaði að fara að borða, hristist súpan úr skeiðinni, svo að hann varð allur útataður. Það endaði með því, að hirðþjónninn varð að mata hann eins og barn. Aftur var kallað á læknana. „Viljið þið gera svo vel að hypja ykkur úr mínum húsum og það eins fljótt og fæturnir geta bofið ykkur," sagði kóngurinn, „annars læt ég nota ykkur fyrir forhlað í fall- byssurnar mínar, næst þegar ég fer í stríð. Út með ykkur!" Læknarnir tóku til fótanna, hver sem betur gat. Þá lang- aði ekki til þess að verða fallbyssufæða. Þegar þeir komu heim til sín, læstu þeir á eftir sér til vonar og vara. Gamli kóngurinn var jafn fokreiður eftir sem áður, þó að hann væri búinn að reka læknana burtu, og skipaði nú svo fyrir, að enginn mætti sofna í öllu ríkinu. Lúðrar voru þeyttir og bumbur barðar úti fyrir öllum gluggum, svo að enginn skyldi sofna. Það gekk svo mikið á, að menn urðu að troða upp í eyrun til þess að ærast ekki. Gamli kóngurinn sat I hásæti sínu, fölur og fár. Hann var bæði rauðeygður og voteygður, þvi að vitanlega svaf hann ekki fremur en aðrir. Færi hann að dotta, átti hirð- þjónninn að ýta við honum, og ef það dugði ekki, átti hann að stinga hann með tltuprjónum. Ástandið i iandinu var biátt áfram hörmulegt. Þá tók gamli kóngurinn sig til og lét auglýsa um gjörvallt rlki sitt, að sá, sem gæti fengið kóngsdótturina til að sofna, skyldi fá bæði hana og hálft kóngsríkið á móti sér. II. Einn af þegnum kóngsins, sem var bóndl uppl f svelt, átti þrjá syni. Sá elzti hét Goðmundur, annar Guðmundur og sá þriðji bara Gvendur. Elzti bróðirinn lék snilldarlega vel á hljóðpípu. Þeir, sem hlustuðu á, gátu flestir unað við það, þangað til þeir sofnuðu. Annar bróðirinn kunni alla lesbókina og hálfa landafræðina utanbókar, og þetta gat hann þulið svo hratt, að fiestir sofnuðu, sem á hlustuðu. Báðir eldri bræðurnir höfðu mestu skömm á yngsta bróð- urnum og sögðu, að hann kynni ekkert. Það var reyndar ekki satt. Hann var bæði lipur og léttur á fæti og gat hlaupið þindarlaust. Alla daga vann hann baki brotnu að heimllis- störfunum. Æviniega var hann syngjandi og ævinlega I himnaríkisskapi. Þegar hann kom heim frá vinnu sinni á kvöldin, var hann ekki fyrr kominn með annan fótinn upp f rúmið, heldur en hann var steinsofnaður. Eldri bræðurnir fóru riðandi i bónorðsförina, en Gvendur fór gangandi með staf f hendi og varð þó nærri þvf eins fljótur og þeir. Allir vildu þeir freista gæfunnar og reyna að krækja f kóngsdótturina og hálft kóngsríkið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.