Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1973, Síða 10

Æskan - 01.03.1973, Síða 10
tign,“ sagði Guðmundur og hneigði sig nú hálfu dýpra en áður. „Hvað langt er héðan til Parisar?" spurði prinsessan. „Það er... ja, ég veit það ekki, yðar hátign,“ sagði Guð- mundur og titraði í hnjáliðunum. „Út með þig,“ sagði prinsessan, og hermennirnlr tóku í skankana á honum og sveifiuðu honum út fyrir dyrnar. Nú kom Gvendur inn. „Góðan daginn, gamli kóngur! Góðan daginn, fagra prins- essa! Það er reyndar sagt um mig, að ég kunni ekkert, en samt held ég, að mér muni takast að svæfa prinsessuna, en auðvitað verður hún þá að hætta að velta sér i hundrað svæflum um hádaginn. Það kemur manni I slæmt skap, svei attan. Nei, prinsessan verður að hypja slg á fætur og koma með mér.“ „Er manngarmurinn geggjaður eða hvað?“ sagði gamli kóngurinn og glaðvaknaði. „Heyrðu nú,“ sagði prinsessan. „Ég skal koma með þér, ef þú getur svarað þremur spurningum, sem ég ætla að leggja fyrir þig. En getir þú ekki svarað þeim, verður þér varpað í svartholið fyrir montið og merkilegheitin. Heyrðu! Hver er fríðasta stúlkan í heiminum?" „Það ert þú sjálf,“ sagði Gvendur og hneigði sig fallega fyrir prinsessunni. „Rétt er það, drengur minn,“ sagði gamli kóngurinn, en þrinsessan stokkroðnaði af gleði. „Hver er þá voldugasti maður heimsins?" sagði prins- essan. „Það er gamli kóngurinn þarna," sagði Gv^ndur og hneigði sig aftur. „Gott, ágætt!“ sagði gamli kóngurinn, en leit undan um leið, því að það var ekki laust við, að hann væri feiminn við að vera voldugasti maður heimsins. „En hver er þá hamingjusamasti maður í heiminum?“ spurði prinsessan. „Það verð ég sjálfur, þegar ég er búinn að svæfa prins- essuna," sagði Gvendur, „og það skal ekki standa á því, að mér takist það. Gerið þið svo vel og komið þið bara með mér, svo skuluð þið sjá.“ III. Nú var öllum kóngsvögnunum ekið fram. Hirðmeyjarnar komu allar með. Gamli kóngurinn tók ofan gullkórónuna og setti upp derhúfuna sína. Hann ætlaði líka að fara. Her- mennirnir settust á hestbak. Svo lagði öll hersingin af stað heim til Gvendar. „Hvað á nú að gera?“ sagði prinsessan ósköp hnuggin, þegar þangað var komið. „Þú átt bara að smala kindunum hans pabba, þær eru ekki nema hundrað, og þú átt að halda þeim á beit þarna yfir á Sauðhæðunum." Prinsessan fór að hágráta. „Það þýðir ekkert að vatna músum, heillin mín," sagði Gvendur. Aumingja prinsessan lagði nú af stað með féð, og gamli kóngurinn staulaðist á eftir. Hirðmeyjarnar og hermenn- irnir þrömmuðu svo þar á eftir. Það ætlaði allt að horfa á, en ekki mátti það hjálpa til. Prinsessan hljóp, þegar kind- urnar hlupu, og svo hlupu hermennirnir og hirðmeyjarnar. Það var hræðilegt. „Ég gefst upp,“ sagði aumingja prinsessan, „mér verða svo aumir fæturnir, að ég held, að þeir ætli að detta af mér.“ „Engin mlskunn," sagði Gvendur. „Þetta er voðalegt," sagði gamli kóngurlnn. Húfan var öll komin út í annan vangann eftir hlaupin. Svo hélt prinsessan áfram að hlaupa, kóngurinn hljóp og allir hlupu. Ef ein kind hljóp til hægri, þá hlupu hinar níutíu og níu til vinstri. Prinsessan varð stöðugt að vera á sprettinum upp og ofan hæðirnar, út og suður, austur og vestur. Og allar hirðmeyjarnar hlupu á eftir. Þetta var Ijóta gamanið. Hirðmeyjarnar æjuðu og veinuðu af þreytu og sársauka, svo að ekkl heyrðist mannsins mál. „Engln miskunn," sagði Gvendur. Aliir urðu að hlaupa fram á rauða kvöld. Loksins sagði Gvendur: „Nú er dagsverkinu lokið og allir mega fara heim." „Já, nú skal ég — púh — segja þér nokkuð, Gvendur — púh —“ sagði gamli kóngurinn og þurrkaði af sér svit- ann með frakkalafinu sínu, því að vasaklúturinn hans var löngu orðinn gegnblautur. „Ef prinsessan sofnar ekki á augabragði, þegar við komum heim — púh — þá verður þú bæði hengdur og hálshöggvinn og meira að segja lú- barinn — oh, púh — „Allt i lagi, prinsessan sofnar, það er óhætt um það,“ sagði Gvendur. Nú var vögnunum ekið fram og svo lagði öll hersingin af stað heim að höllinni. Hermennirnir tóku Gvend og bundu hann, því að það átti að taka hann af lífi, ef prins- essan sofnaði ekki. Sólin gekk til viðar. Búsmalinn rölti heim úr haganum og dalalæðan breiddi sig yfir láglendið. Allt varð kyrrt og hljótt. Prinsessan hvíldi á öllum svæflunum sínum inni í vagn- inum. Veslingurinn, hún var svo þreytt eftir hiaupin og svefnleysið. En hvað það var notalegt að halla sér út af. Vagninum var ekið hægt og hann vaggaði henni svo þægi- lega á dúnmjúkum svæflunum. Hún lét aftur augun, andar- drátturinn varð smám saman dýpri, höfuðið hneig niður á koddann, og litlu siðar var hún steinsofnuð. Hún var orðin svo dæmalaust þreytt, aumingja litla prinsessan. Hirðmeyjarnar opnuðu vagninn, þegar komið var inn i hallargarðinn. „Nei, sjáið þið baral" hvísluðu þær og lögðu fingurna á varirnar. „Prinsessan er bara sofnuð — steinsofnuð. Ham- ingjunni sé lof og dýrð." Og svo grétu þær allar af gleði. „Viljið þið lofa mér að sjá?“ hvíslaði gamli kóngurinn og gægðist inn. „Ó, hvilík hamingja fyrir landið og þjóð- ina." Og svo grét hann líka. Hægindastóll kóngsins var settur við hliðina á vagninum. Þarna ætlaði hann að sitja, þangað til prinsessan vaknaði. Hann sofnaði á augabragði. Hirðmeyjarnar settust á hallarþrepin og ultu svo út af sofandi. Lúðrasveinarnir, sem áttu að halda fólkinu vak- andi, steinsofnuðu, og svo sofnaði öll þjóðin. Það varð svo hljótt í kóngsríkinu, að heyra mátti saumnál detta. Enginn rumskaði alla liðlanga nóttina. Það var kom- ið fram undir hádegi, þegar gamli kóngurinn vaknaði. 8

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.