Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1973, Side 14

Æskan - 01.03.1973, Side 14
Aeturlnn hafSi spennt dali og Æ ■ fjöll heljargreipum. Háir snjó- skaflar lágu I hverju gili og annars staðar, þar sem skjól var fyrlr vindinum. Grenl- og furutrén höfðu hvíta snjódyngju á hverri grein. Allar lindir og lækjarsprænur voru gadd- freðnar. Uppl á fjallinu, er stóð fyrir enda Gulsvíkurdalsins, bjó Sara gamla I litl- um en traustum bjálkakofa. Hún var nú orðin fjörgömul, en sjúkdómar höfðu aldrei þjáð hana, og hún undi sér vel í einverunni. Hún hafði búið þarna upp- frá alla ævi sína og sá enga ástæðu til þess að yfirgefa blessaðan kofann og flytja niður I dalinn. Þorláksmessudagurrann upp.Snemma morguns lagði Egill af stað I heimsókn til Söru gömlu — ömmu sinnar. Hann var röskur strákur, 15 ára gamall, stóð flestum fullorðnum mönnum á sporði á skíðum og hafði yfirleitt fengið að erfð- um alla beztu kosti Gulsvlkurbændanna. Hann var vanur að sækja ömmu sína fyrir jólin og fara með hana heim á bæinn, en þar dvaldist hún jafnan um hátíðirnar. Hann hafði hlakkað til far- arinnar, þó að hann vissl, að hún yrði ekki auðveld. Samt var hann dapur I bragði, þegar hann hélt að heiman, og allt var það vegna Rúnu. Rúna var hund- ur — það er að segja, hún var máski fremur úlfur en hundur. Hún var hvolp- ur, þegar hún kom þangað fyrir fjórum árum á dimmri vetrarnótt með brotinn fót og lagðist ýlfrandi við bæjardyrnar. Þar fann húsbóndinn hana og bar hana inn í hlýja stofuna. Rúna náði sér brátt og ílentist á bænum. Þau Egill urðu óaðskiljanleg. Rúna var alltaf á hæl- unum á honum, hvert sem hann fór. Hún hafði líka átt að fylgja honum upp- eftir til ömmu. En daginn áður hafðl dálítið óvænt komið fyrir. Úlfseðlið hafði sigrazt á uppeldi Rúnu — hún hafði bitið flest hænsni nábúans til bana. Fað- ir Egils hafðl orðið afar reiður og heitið þvf að' skjóta Rúnu. Egill bað og grét — en ekkert dugði. Rúna hafði hagað sér vel til þessa, en þegar hún var einu sinni búin að finna blóðbragð, var ó- mögulegt að vita, hvernig færi, sagði pabbi. Ekki mátti gleyma því, að úlfa- blóð rann eflaust í æðum hennar. í þetta skipti hafði hún að vísu aðeins lagzt á dýr, en menn gátu allt eins vel orðið fyrir barðinu á henni. Rúna var lokuð inni um nóttina. Dag- Inn eftir ætlaðl faðir Egils með hana K. M. SÖRENSEN: A úlfaslóðum — Saga frá Noregi. — upp I skóg til þess að lóga hennl þar — en þá var hún horfin. Enginn vissi, hvernig hún hafði sloppið út. Egill var hryggur — og þó feginn. Betra var að vita af henni í skóginum en að vita hana dauða. — En hann saknaði hennar samt þennan morgun, þegar hann var á leið upp á fjallið, saknaði glaðværa gjamms- Ins. Það var orðið nokkuð áliðið dags, þegar Egill náði til kofa ömmu sinnar. Hún sá strax, að hann var öðruvísi en hann átti að sér, og hann varð nú að segja henni upp alla sögu um Rúnu. — Hún hefur leitað til fjallanna, sagði amma. — Hún hefur fundið á sér, hvaða örlög biðu hennar, eins og dýrum er títt, og leitað átthaga sinna. Syrgðu hana ekki, drengur minn. Hún bjargar sér víst.------ Þau fóru snemma að hátta, þvl að daginn eftir ætluðu þau að halda niður í dalinn og vildu helzt ná þangað fyrir hádegi. — En Egill gat ekki sofnað, því að hann hafði allan hugann við Rúnu og afdrlf hennar. — Hann minnt- ist þess, sem amma hafði sagt. Hún bjó ein inni I skóginum og hræddist ekki úlfana. Hún sagði, að þeir gerðu hennl ekkert mein og auk þess hékk stóra byssan þarna á veggnum. Hún kunnl svo sem að handleika byssu, gamla konan. — Þeir skyldu fá varmar viðtökur hjá mér, hafði hún sagt — jafnvel sjálfur Norðurlandsúlfurinn. — Norðurlandsúlfurinn? — Egill leit spyrjandi á ömmu sína. — Já, hann er hér á sveimi. Ég heí stundum heyrt I honum undanfarnar nætur. — Nú, hvernig veiztu, að það er hann? O, ætli ég þekki.ekki I honum gólið, lambið mitt. Það er öðruvísi en í hinum — lengra og dýpra. Aldrei hef ég séð hann, en hann er sagður risastór, stærri en nokkur annar úlfur. Egill lá og hugleiddi allt þetta. En allt í einu rauk hann upp í rúminu. Hljóð barst til eyrna honum — hljóð, sem hann kannaðist við, sambland af úlfsgóli og hundsgelti. — Hjartað I brjósti Egils tók sprett, því að nú var hann viss í sinni sök. Þetta var Rúna. Hann stökk fram úr og klæddi sig I flýti en hljóðlega. Hann þorði ekki að vekja ömmu sína af ótta við að hún hindraði áform hans. En út varð hann að komast — út i myrkrið að leita Rúnu. Hún var að kalla á hann, og hann máttl ekki bregðast hennl. — Agli var þó Ijóst, hvílíkar hættur gátu beðið hans úti. En hann var óhræddur — já, og svo var það byssan. Hann þreif hana ofan af veggnum og fann, að hún var hlaðin eins og amma hafði sagt. EgiH opnaði kofadyrnar varlega og læddist út með byssuna um ðxl. Á himninum Ijómuðu stjörnur vetrarins, og norður- Ijósin ófu bjarmabönd um allan geim- inn. Dökkir stofnar grenitrjánna teygðu sig upp úr snæviþakinnl jörðinni. Hann stóð litla stund kyrr á hlaðinu, hélt síðan inn í skóginn á hljóðið — þetta ein- kennilega gelt, sem var þó líkara úlfs- góli. Rúna var ekki vön að gelta þann- ig — en þó var hann viss um, að þetta væri hún. En hljóðið virtist alltaf vera jafnlangt undan. Hann gekk lengra og lengra inn I skóginn. Fallnir trjábolir töfðu oft för hans. — Skyndilega staðnæmdist hann. Nýlt hljóð rauf næturkyrrðina — gól í úlfi- Þetta hljóð var rétt hjá og nálgaðist 12

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.