Æskan - 01.03.1973, Blaðsíða 16
Ólafur Þór Ólafsson.
Tóbak
er hættulegt eitur
Margir byrja að reykja ungir, og er
það af fikti, sem verður að föstum vana.
I tóbaki er eitur, sem nefnist nikótín.
Það er mjög sterkt og hættulegt og
verkar á taugakerfi, hjarta og æðar.
Einnig veldur það lungnakrabba. Eina
ráðið fyrir þann, sem þjáist af tóbaks-
eitrun, er að hætta. Ekki er það alltaf
auðvelt, þegar líkaminn hefur vanizt eitri
tóbaksins, er því bezt að byrja aldrei
að reykja. Drengir, sem eru byrjaðir að
reykja, draga aðra drengi með sér inn
í þá hættu, sem stafar af neyzlu tóbaks.
Þá er bara að vera nógu ákveðinn, þó
að maður sé kallaður mömmudrengur,
og rey)<ja ekki. Ég ætla að verða íþrótta-
maður og aldrei að reykja, þvl að
íþróttamenn reykja ekki. Maður, sem
reykir einn pakka á dag, sem kostar 87
krónur, þarf að borga 31.755,00 krónur
á ári. Sumir, sem eru byrjaðir að reykja,
telja það karlmannlegt, en það er mein-
ið, að unglingarnir stæla þá fullorðnu,
en betra er að vera laus við eitur tó-
baksins. Upp er risinn félagsskapur, sem
vinnur gegn neyzlu tóbaks, og á ég þar
við Krabbameinsfélagið. Eru haldnir fyr-
irlestrar með góðum árangri, því að þeir,
sem hlusta, hætta sumir alveg að reykja,
og er það mjög gott. Mikið er frætt um
þetta á unglingsárunum í skólunum, en
sumir eru kærulausir og hugsa ekkert
um afleiðingarnar. Gífurleg eldhætta
getur einnig stafað af reykingum, og
dæmi eru til þess, að maður sofni með
logandi sigarettu, kveiki I og jafnvel
deyi, því að lítill neisti getur gert stórt
bál.
Ólafur Þór Ólafsson.
V--------------------------------------
Hvíta Ský og dóttirin
^^^^^yrir langa löngu giftist Eldþursinn hinu fallega Hvíta Skýl. Þursinn
lokaði Hvíta Ský inni [ helli slnum I stóru fjalli, og Hvíta Ský mátí'
' aldrei fara út úr hellinum. Eina ánægja hennar og gleði var því lit'a'
fallega dóttir hennar, sem hét Snær.
* Dag nokkurn fór þursinn á veiðar og gleymdi að loka hellinum. ^
þess að hika þutu Hvita Ský og dóttirin út, en ekkl voru þær komnar langt, þegaí
Vindurinn kom þjótandi og greip Hvlta Ský I fangið og flaug með hana á brot1’
Þegar Eldþursinn kom til baka, fann hann aðeins dóttur sína Snæ. í reiði sinf1'
stappaði hann niður fótunum, öskraði og baulaði. I hvert sinn, sem hann stapþ3®1
niður fótunum, titraðl jörðin, við hvert öskur opnaðist eldglgur I fjöllunum og
vi«
hvert baul reis eldsúla upp úr glgnum og tók með sér stóra steina, sem köstuðos*
yfir umhverfið.
En Hvita Ský kom ekki aftur. Eldþursinn gætti nú litlu, fallegu dóttur sinnar
og bannaði hennl að yfirgefa hellinn. Þegar hann fór á veiðar, lét hann dökkál'
gæta hennar. Það var eina lifandi veran, sem Snær gat talað við, og henni þá{1
mjög vænt um hann.
Árin liðu, og mörgum sinnum á þeim tlma flaug Hvlta Ský yfir stóra fjallið, Þar
sem Eldþursinn bjó. En hún sá ekki dóttur slna og grátandi varð hún að öaláa
leiðar sinnar. Tár hennar féilu á jörðina, og .þá sögðu mennirnir: „Það rigmr-
Oft grét hún svo mikið, að litlu fjallalækirnir urðu að stórum fljótum, sem flaeddú
yfir allan dalinn.
Og svo leið langur, langur tlmi. Kæmi það fyrir, að Eldþursinn sæi Hvlta
fljúgandi fyrir ofan sig, byrjaði hann að stappa niður fótunum, öskra og baula'
14