Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1973, Síða 18

Æskan - 01.03.1973, Síða 18
Sköpunarþrá i'kjarsprænan seytlaði í dropatali niður eftir skrið- unum við veginn. Aðalsteinn hafði fengið sér sæti á ávölum steini við veginn og horfði á vatnsdropana hoppa eftir steinunum og mynda smápolla hér og þar. Reyndar voru það ekki vatnsdroparnir, sem hugur hans var fanginn af. Augun störðu bara á vatnsdropana á meðan hugurinn leitaði uppi stúlkuna, sem gekk undir nafninu „fallega stúlkan". Hún var nýkomin þar í plássið og átti að taka við nýstofnuðu barnaheimili á staðnum. Enginn þekkti hana. Það var sagt, að hún væri lærð í barnagæzlu, og meira hafði fólk ekki hugmynd um. í bæjarhverfinu var mikið af ungum og efnilegum mönnum. Var því ekki ótrúlegt, að kapphlaup yrði um svona yndislega stúlku. Það var það, sem Aðalsteinn var að glíma við, hvernig hann ætti að kjmnast henni. Hann var eins og venjulegir menn. Hann hafði að visu kennara- próf og starfaði við barnaskólann í þorpinu. Hann fékk ágætis- orð, en var svolítið hlédrægur. Nú heyrðist hljóð utan frá veginum. Eftir andartak kom jeppi í Ijós með einum manni og stanzaði hjá Aðalsteini. — Viltu vera með? spyr bilstjórinn, um leið og hann nemur staðar. — Þú vilt kannski bíða eftir þeirri nýju, þegar hún fer lieim aftur. Hún fer bráðum hér um á heimleið, sagði maðurinn í bílnum um leið og hann fór af stað aftur. Aðalsteinn var þarna áfram að safna steinbrjótstegundum, sem uxu viða um skriðufótinn. Það var farið að líða á daginn, þegar hann hélt niður á veginn aftur með nokkra plastpoka í hendinni. Þá sá hann kvenmann koma eftir veginum. Hann settist á stein hjá veginum, tók plönturnar og raðaði á steininn á meðan hann var að flokka þær í pokana. Stúlkan hélt rólega áfram og ætlaði að ganga fram hjá honum. Hann stóð þá upp og sagði i hálfgerðu fáti: — Við eigum víst samleið í bæinn. Nú sá hann, að þetta var mjög falleg stúlka og fyrirvarð sig að hafa yrt svona á hana. Stúlkan stanzaði og leit á Aðalstein með hálfgerðu kímnibrosi. — Hvað heitið þér með leyfi? spyr hún jafnskjótt. — Ég, ég heiti Aðalsteinn og er barnakennari hérna á veturna. En þér með leyfi? spyr Aðalsteinn. — Ég ... ég heiti Sjöfn, segir hún og læltkar róminn. Nú var Aðalsteinn kominn að lilið liennar. Það varð agnar hlé, þar til Aðalsteinn segir mjög brosleitur á svipinn: — Vitið þér, hvað þér eruð kallaðar í hæn- um? Hún hrökk við og segir: — Nei. — Það veit nefnilega enginn hér, að þér heitið Sjöfn. Svo fólkið verður að kalla yður eitthvað. Það hefur því nefnt yður f .. .f.. fallegu stúlkuna. Aðalsteinn roðnaði út undir eyru. Sjöfn leit snöggt til hans og augu þeirra mættust. — Jæja, það var ekki ljótt, sagði hún kæruleysislega. Nú líta þau bæði út með fjörunni, þar sem æðarfuglinn synti í hópum með ströndinni. — Hér verður mikið um hreiður á bökk- unum í vor, þegar varptíminn hyrjar, segir Sjöfn. Aðalsteinn sá, að hún var alltaf að gefa honum auga, þegar hún liélt að hann sæi ekki'. — Já, en krakkarnir taka eggin vanalega, hvernig sem þeim er bannað það. — Já, ég skil það, svaraði Sjöfn. Svo gengu þau þegjandi stuttan spöl, þar tii Aðalsteinn segir: — Má ég bjóða yður heim til -min að skoða myndir, sem ég hef tekið? Til dæmis á laugardagskvöldið kemur. Sjöfn leit til hans bros- andi og sagði: — Ég þakka yður fyrir. Aðalsteinn réttir henni höndina og segir: — Eigum við ekki heldur að vera dús? Komdu blessuð, þú manst á laugardagskvöldið. Svo skildu þau og héldu hvort til síns heima. Jón Arnfinnsson. Aðalsteinn heilsaði móður sinni og segir henni frá heimboðinii' — Hver er það? segir gamla konan. — Það er nýkomna stúlkafl' sem er með barnaheimilið. Hún heitir Sjöfn, segir Aðalstein11' — Þekkir þú iiana? spyr móðir lians og bætir síðan við: — E( það hún, sem kölluð er fallega stúlkan? — Já, svaraði Aðal' steinn og gekk út. Laugardagsmorgunninn var sólhjartur og fagur. Allt unga fólkið hélt út á fiskreitina, það átti að breiða fiskinn og noÞ sólskinið. Aðalsteinn hélt út i sparisjóðinn, þar sem hann vant við bókfærsluna. Hann hafði ágætis orð á sér og kunni vel a® hæna að sér börn. Allir, sem kynntust Aðalsteini, bæði hörn o( fullorðnir, elskuðu hann. Það var vist, að það var ekki neit* fals í hans viðmóti. Hann huggaði sig líka við það, að fólki® þar á staðnum gat ekki lýst honum fyrir Sjöfn sem neinun1 ó]>okka. Eftir hádegið leit hann út um gluggann og sá, hvar Sjöfn fó( fyrir gluggann með barnahóp í handi. Hún leit upp í gluggann o( augu þeirra mættust. Aðalsteinn veifaði til hennar. Hún hél* áfram og brosti aðeins um leið og hún leit til baka. Þegar kvöldmaturinn var búinn, var barið létt á útihurðiní' Þegar Aðalsteinn opnaði, stóð Sjöfn úti. — Ég mátti til að efna loforðið, sagði hún og brosti. Það var mjög gott, segir Aðalsteini1 um leið og hann tekur í hönd hennar og leiðir hana inn i hcr' bergi sitt. — Fáðu þér nú sæti og skoðaðu nú albúmin míl' Ég ætla að biðja mömmu að gefa okkur kaffi. Þegar hann koH1 aftur, segir hann: — Hvernig lízt þér á? — Þetta eru ágæta( myndir, segir Sjöfn. — Hefur þú tekið þær? — Já, ég hef teki® þær, en ekki framkallað. Átt þú ekki mikið af myndum? sp>’( Aðalsteinn. — Ekki svona mikið, svarar Sjöfn. — Þú þarft koma og skoða myndirnar minar. Komdu annað kvöld, Aðalsteini1' sagði Sjöfn og þóttist vera að grandskoða myndirnar. Þegar gamla konan kom með kaffið, stóð Sjöfn upp og heilsa*1 konunni. — Ég bið yður að fyrirgefa, hvað þetta er iélega( framburður, sagði gamla konan um leið og hún raðaði á borðtf' — Ég hefði haft það betra, hefði ég vitað nógu snemma, að þé( mynduð líta hérna inn. — Þetta er alveg ágætt, sagði Sjöfn o( bætti svo við: — Við Aðalsteinn hittumst úti á veginum uii1 daginn og þá talaðist okkur til, að ég liti inn til hans. Ég sl heldur ekki eftir því. Hér cr mjög ánægjulegt að koma. Þegar é< sé yður, veit ég, að það þarf ekki langt að fara til að sjá, livað.H1 hann hefur þetta hlýja viðmót. Um leið renndi hún augunuí1 til Aðalsteins og augu þeirra mættust. Þau roðnuðu hæði og litu undan. Aðalsteinn stóð upp og bað Sjöfn að setjast við kaff(' borðiö. Þau sátu öll þrjú drykklanga stund, þar til gamla koniH1 segir: — Verðið þér lengi hérna? — Ég get ekki sagt ákvcðið það. Fyrst og fremst fram í september. Ég fengi ekkert að gcfí hérna i vetur. — Eruð ])ér alveg lausar? Ég meina ekki trúlofuð neins stað(l( eða þurfið að aðstoða foreldra? Nei, ekki er l>að komið s'’“ langt enn, að ég sé trúlofuð. Ætli það verði nokkurn tima, bæi1' hún við og leit út um gluggann. — Það er alltaf hægt að fá eitthvað að gera, svaraði Aðaistein11' Bætti svo við: — Vildir þú taka að þér að kenna handavini"1 og föndur í harnaskólanum í vetur? Sjöfn ljómaði öll í framan og leit til Aðalsteins. — Gæti W kannski orðið? svaraði hún spyrjandi. — Ég skal láta ])ig vita um þetta, þegar ég kem í heimsól111 til þín. — 16

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.