Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1973, Blaðsíða 30

Æskan - 01.03.1973, Blaðsíða 30
INFLÚENZA A' HEIMILUM Hiti, höfuðverkur, beinverkir, hósti með stiflum í nefi, sviði ( hálsi og fyrir brjósti, og þegar hitinn fellur, þreytutilfinning og stundum þunglyndi. Allt eru þetta fylgi- fiskar inflúenzu. Ýmsar leiðir eru til að draga úr þessum einkennum með nærgæt- inni heimahjúkrun. Hiti Sjúklingar með inflúenzu fá alitaf háan hita, iðulega 39—40 stig, sérstaklega fyrstu tvo sólarhringana. Hitinn fellur oft á 3. degi, en meðan á honum stendur, fær sjúkling- urinn oft kölduköst; húðin ýmist brennandi heit eða böðuð svita. Sjúklingar með hita verða að liggja í rúminu. Hitinn og vökva- taþið veidur þvl að munnurinn verður þurr, tungan sár, þvagið dökkt með sterkri salmí- akslykt, oft fylgir hægðaleysi. Vegna alls þessa verður sjúklingurinn að íá mikinn vökva, allt að 2—2(4 i af vatni á dag, sem ávaxtasafa eða ( öðrum drykkjum, til að draga úr óþægindum. Hægt er að draga úr sárindum ( munninum með því að skoia hann með þunnum sitrónusafa eða natrón- vatni (sódaduft), 1 tsk. f Vz I af vatni. Hit- ann má lækka með asperíni, rodifeni eða öðrum álíka töflum, sem draga jafnframt úr verkjunum. Það getur reynzt nauðsynlegt að taka 1—2 töflur á 3ja til 4ra tíma fresti. Mjög háan hita má alltaf lækka með þvi að lauga allan likamann upp úr svölu en ekki sárköldu vatni, og skipta jafnframt um nærföt. Öldruðu fólki og börnum hættir til að fá óráð með háum hita. Það fer þó af þeim um leið og hitinn lækkar, en sé líkaminn laugaður úr svölu vatni og kaldur klútur lagður á ennið, flýtir það fyrir lækkun hitans. Höfuðverkir — beinverkir Inflúenzunni fylgja verkir I höfði, augum, útlimum, baki og koma alls staðar sam- tímis, oft um leið og smitun á sér stað; og þeir eru merki þess að rúmlega er nauð- synleg, því hiti fylgir fijótt á eftir. Lyfin, sem nefnd hafa verið, má taka eftir þörf- um á 3ja og 4ra tíma fresti, því venjulegir skammtar duga ekki lengur tii að draga úr óþægindunum. Ekki er vert að taka verkja- töflur á tóman maga. Drekkið því með þeim glas af vatni, mjólk eða öðrum svaladrkk. Áfengi hefur ekkert gildi við inflúenzu, getur jafnvel aukið höfuðverkinn og óþæg- indin af hitanum. Hósti og stíflur í öndunarfærunum Þurran og ertandi hósta og þrautir I brjóstinu, sem eru algeng fyrirbæri með infiúenzu, má milda með hóstasaft eða kvef- mixtúru, sérstaklega þegar mikill og ert- andi hósti truflar nætursvefninn, sem er svo nauðsynlegur fyrir batann. Þessi lyf á að taka eftir þörfum til að mýkja hóst- ann. 0(t er gott að setja skammtinn í Vz bolla af heitu vatni og dreypa hægt á. Þetta gefur oft góða fró. Heitir drykkir draga úr hósta. Öldruðu fólki hættir alltaf til að fá fyrir brjóstið, og öndunin verður þá léttari ef bætt er I 1 til 2 koddum undir höfuðið og herðarnar. Stundum er nauðsynlegt að hækka sjúklinginn upp I hálfsitjandi stell- ingu. Þetta verður oft að gera til þess að sjúklingurinn geti sofið. Sé hlýtt I svefn- herberginu, 18—20 stig C., þannig að hægt sé að vera litið eða sem minnst klæddur, auðveldar það öndunina og dreg- ur úr hóstanum. Herbergið má ekki vera of heitt, þá ofhitnar sjúklingurinn. Loftið má heldur ekki vera of þurrt, þá ertir Þa® öndunarfærin. Til þess að halda loftinLi hæfilega röku, er gott að hafa skál með vatni á rafmagnsplötu með lágum strauh1- Herbergið á að vera jafn heitt, bæði riótt og dag. Gætið þess að hvorki rafmagns' ofn né neitt annað sé ( gangvegi svefn' drukkins og hálfruglaðs sjúklings, ef hann kann að fara fram á baðherbergi að nótw til. Þar sem inflúenza berst frá manni til manns með úðasmitun — hósta og hnef' um — á svefnherbergið að vera vel I°ft' ræst. Lítili efri gluggi má vera opinn sV° | íramarlega sem hvorki myndast dragsuS' i ur né herbergið kólnar um of. Forðizt ot' hituð loftiaus herbergi. Oiíuofnar eru heppilegir til upphitunar f sjúkraherbergi- Þeir eyða súrefninu í andrúmsioftinu °9 ! menga það með ertandi gufum. Hins vegar er sök sér að nota þá tii varahitunar annats , staðar í húsinu. Þreyta og þunglyndi Þreyta og þunglyndi leita á langflesta eftir inflúenzu eins og aðrar meiriháttar veirusmitanir. Með algerri hvild, rúmls9u þangað til hitinn er horfinn og 9°®rl hjúkrun, verður minna úr eftirköstunum- Það hressir sjúklinginn að fá oft skipt un1 rök at laga lök, ver, nærboli, náttföt, sem eru svita. Krumpuð rúmföt á að slétta og koddana fyrir nóttina, því sjúklingur'nrJ sefur betur í vel umbúnu rúmi. Birtan herberginu á ekki að vera sterk og ÞesS úkl' kl' skal gætt að hún skíni ekki ( augu sl ingsins. Allt skal gert til að forða sjú ingnum frá áhyggjum, hávaða, heimsókn um og vandamáium I sambandi v heimilisstörf og alla aðra vinnu. Hann helzt að vera í rólegasta herbergi húss|U og bezt er að vera ( eins manns rúmi me^ an á sjúkdómnum stendur. Inflúenza bráðsmitandi sjúkdómur og þvl á að ðlU( angra inflúenzusjúklinginn og forðast samneyti hans við aðra ( fjölskyldunni velviljaða ættingja, eftir því sem tök ® á. Það dregur úr útbreiðsiu siúkdómsinS Þeir sem fá hann mega ekki undir nein ^ kringumstæðum fara út fyrr en hitinn orðinn eðlilegur og líðanin sæmile9> s 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.