Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1973, Blaðsíða 45

Æskan - 01.03.1973, Blaðsíða 45
3 Finnar Finnland er þa5 NorSurlandanna, sem {jarlægast er. Ekki aðeins að það sé 'engst í burtu, heldur er tungan, sem Finnar tala gerólík öðrum norrænum málum. Um uppruna Finna sjálfra er heldur ekki nein vissa, en ýmsar getgátur eru Þar um, t. d. er ein þannig: Hópur fólks villtist frá ættkvísl sinnl. þa5 fann hentugan stað til þess að fara ' gufubað. Og því leið vel, það hætti við a5 leita uppi ættingja sina, en tók sér bólfestu. Síðan tók það lagið. Hvað sem til er í þessari sögu, þá eru 9ufuböð mikið stunduð í Finnlandi, og reyndar upprunnin þaðan. Og ennþá taka Finnar lagið svo að um munar. Það er sagt, að engin listgrein eigi sér eins ^júpar rætur með þessari listrænu þjóð °9 söngur. Svo það er ef til vill ekki undarlegt, þó að Finnar hafl átt marga úrvalssöngvara. Hér sjáum við þrjá Flnna, sem allir eru meðal beztu söngvara heims. Allir eru þeir bassasöngvarar. Kim Borg fsed ^ B°r9 6r ^eirra elz,ur- Hann er ha dur I Helsingfors 1919. Þar ólst I ef*n UPP °9 9ekk [ skóla’ °9 lauk námi e,nknafr^i. Þar sem hann hlaut ágætis- kunn- Jafnframt hafði hann alla tíð Martti Talvela stundað tónlistarnám. 27 ára að aldri settist hann svo I Síbelíusar-akademíuna pg lagði út á listamannsbra-utina. Frá því 1951 hefur Kim Borg verið I tölu beztu söngvara heims. Hann hefur sungið við flest stærstu óperuhúsin. Til dæmis Metropolitan óperuna I New York, Vínaróperuna, Hamborgaróperuna, Bolshoileikhúsið í Moskvu, Stokkhólms- óperuna og mörg fleiri. Ennfremur hefur hann sungið I ora- torium og á tónleikum víða um heim. Hann er mikill málamaður, og sagt er að hann syngi ævinlega á frummálinu. Kim Borg hefur fjórum sinnum komið hingað til lands. Tvisvar sinnum til þess að syngja, síðastliðið vor söng hann hér á „Listahátíð 1972“, og íyrir 9 eða 10 árum söng hann með Sinfóníuhljóm- sveit Islands. Hann hefur sungið inn á margar hljómplötur. Auk þess að vera söng- og gáfumað- ur, þá er Kim Borg mikið glæsimenni, svo að eftirtekt vekur. Martti Talvela er fæddur í Hiitela 1935. Hann stundaði söngnám I tónlistaraka- demíunni I Lahti. Hann vann fyrstu verðlaun I söng- keppni 1960 og heiðursheitið „Bezti Ijóðasöngvari Finnlands" það árið. Martti Talvela hefur óhemju mikla rödd, og aðeins 27 ára að aldri söng hann hlutverk Titurel I óperu Wagners, „Parsi- fal“, á Bayreuth-hátiðinni. Frá þeim tíma hefur hann sungið í flestum stærstu óperuhúsum heims, t. d. Þýzku óperunni í Berlin og La Scala i Mílanó. Hann hefur sungið mikið í óper- um eftir Wagner og Verdi. Ennfremur eftir rússneska höfunda eins og t. d. Rachmaninov. Þar að auki syngur hann Ijóðalög af mikilli snilld. Frægð og frami Martti Talvela fer mjög vaxandi um þessar mundir, og síðastliðið sumar mátti segja, að hann færi frá einni tónllstarhátíðinni til ann- arrar, þar sem hann söng við mikla hrifningu. Tom Krause fæddist i Helslngfors 1935. Þegar hann lagðl leið sína til Vínarborgar og settist i tónlistaraka- demíuna þar, þá hafði hann gengið í skóla reynslunnar. Hann hafði ieikið á píanó á bar, verlð gítarleikari í jazzhljómsveit, og með góðum ásetningi hafði hann lesið lækn- isfræði við háskólann í Helsingfors. Þegar hann var í háskólanum, var hann hvattur til þess að fara i söng- tíma i tómstundum sínum. Hann reyndist hafa svo mikla sönghæfileika, að hann sneri baki við læknisfræðinni og fór til Vinarborgar, þar sem hann lagðl stund á söng og leiklist. Tom Krause söng fyrst opinberlega I Helsingfors 1957. Hann var ráðinn að Ríkisóperunni i Berlín, þar sem hann söng við vaxandi vlnsældir í tvö ár, jafnframt varð hann mjög vinsæil Ijóða- Tom Krause söngvari, og hefur hann sungið i sjón- varp og útvarp hjá mörgum þjóðum. Tom Krause er núna einn af aðal- söngvurum Hamborgaróperunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.