Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1973, Side 46

Æskan - 01.03.1973, Side 46
 SKÁTAOPNAN IZAVZJ Ritstjórn: HREFNA TYNES Ibbí St. Georgs Gildið I Reykjavik hefur 2 8.1. ár útbúið og staðið fyrir keppni milli sveita fyrir skátafélögin ( Reykj&vík. Til skýringar vil ég geta þess, að St. Georgs Gildi eru samtök gamalla skáta og skátavina, sem kenna sig við heilagan Georg, en hann var krist- inn riddari á krossferðatímabilinu. Keppnin 1971 hét „Þekkir þú borgina þína?" og voru flestir iiðir keppninnar miðaðir við þekk- ingu á borginni á fjölbreyttan hátt, og einnig voru nokkrir liðir um skátastarf. Keppnin 1972 hét „Landnám Ingótfs Arnarsonar", og stóð hún vikuna 19.—26. nóvember s.l. í þessari Skátaopnu verða birt nokkur sýnishorn af úrlausnum verkefnanna. Ég vil taka það fram, að keppendur þurftu ekki að vita allt, sem spurt var um, þeir áttu bara að reyna að bjarga sér og spyrja sig áfram, leita og grafa upp, hvar lausnina væri að finna. Það er list út af fyrir sig að kunna að afla sér upplýsinga. — Hvar á að leita? Hvern á að spyrjaí Verkefnið allt verður birt hér með. Vilji einhver reyna, þá gjöri hann svo vel. Skátarnir skiluðu úrlausnum I bókarformi — stærð A4. Blöð og kápa sjálfvalið, bókln götuð og heft með bandi eða borða, skreytt með teikningum, úrklippum eða öðru eftir smekk. Eitt stig var gefið fyrir hverja rétt svaraða spurningu eða hvern væri spurningin I fleiri liðum. 1—10 stig fyrir frágang. Sumar bækurnar voru hreinasta snilld, og margar skemmtilegar teikningar prýddu þær. Hlutskarpast i keppninni var skátafélagið Dalbúar, og er það I 2. sinn, sem það fær silfurskjöld á fánastöng félagsins. Tvö félög voru með 10 stig fyrir bókina sína, eitt með 91/2 og 2 með 9 stig. Öll fengu félögin viðurkenningu fyrir þött' töku I keppninni. Fjögur félög fá verðlaun fyrir sérstaklega fal* legan frágang á bókum. Með svona keppni hyggjumst við skapa fjölbreytnl I skátastarfl og vonumst eftir góðri samvinnu við ungu skátana. Þess skal getið, að allar úrlausnir voru merktar með leyninafni, og fylgdi nafn félagsins I lokuðu umslagi. „Busar" eru t. d- leyninafn. Hér með sendi ég mínar beztu kveðjur til skátakrakkanna, sem tóku þátt í keppninni. H. T. Keppni St. Georgs Gildis f Reykjavfk 72 Verkefni: LANDNÁM INGÓLFS ARNARSONAR Ingólfur lítur yfir land sitt. Lítið vissl hann, hvernig island leit út í raun og veru. 1. Gerið grein fyrir ferð Ingólfs frá Noregi til islands. 2. Lýsið leit þrælanna að öndvegissúlunum. 3. Segið frá ferð Ingólfs til Reykjavíkur. 4. Rökstyðjið ímyndað bæjarstæði Ingólfs í Reykjavík. 5. Gerið áætlaða grunnmynd af bæjarstæðl Ingólfs I Reykjavlk, 6. Gerið teikningu af öndvegissúlum Ingólfs. 7. Gerið teikningu af landnámi Ingólfs. 8. Ingólfur gaf lönd af landnámi sínu fyrir trúa og dygga þjón' ustu. a) nefnið dæmi um eitt slíkt tilfelli og gerið teikningu af því. 9. Hvernig var klæðaburður og mataræði Ingólfs og manna hans? 10. Gerið lýslngu af Reykjavík um 1500. 11. Hvernig var verzlunin I Reykjavik um 1600? 12. Gerið grein fyrir eldgosum I landnámi Ingólfs frá landnáms' tið til vorra daga. 13. í Reykjavík eru nokkrar myndastyttur af frægum mönnum- Nú er spurt: a) hvar er myndastytta af merkum mannl, sem uppi var & 18. öld? b) segið það helzta, sem hann gerði fyrir Reykjavik, c) hvar bjó hann I landnámi Ingólfs og gerið teiknlngu 3 bústað hans. 14. Nefnið þá kennslustaði I Reykjavík, þar sem kennsla r fram fyrir aldamótin 1900. 15. Alþingishúsið er hlaðið úr islenzkri bergtegund. a) hver er sú bergtegund?

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.