Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1973, Síða 59

Æskan - 01.03.1973, Síða 59
blAskjAr Þegar Bláskjár sá hina stóru og fögru kirkjuhvelflngu, háu súlurnar og málverkin, var að því komið, að hann hrópaði upp yfir sig af fögnuði. En hin hátíðlega þögn og mannfjö/dinn, sem horfði svo alvarlega á hann, gerði hann feiminn og hræddan. Honum fannst sér vera ofaukið og bjóst við, að einhver mundi koma og reka sig út. Hvíslaði hann þá að Valter, hvort ekki væri bezt, að þeir flýttu sér út aftur, en hann svaraði, að hann þyrfti ekki að vera hræddur, þvi að hér væri enginn, sem gerði honum neitt. „En allir eru svo hreinlr og vel búnir og iita svo reiðiiega til mín, af því að ég er ekki nema óhreinn flökkumannadrengur." „Kærðu þig ekkert um það. Guð litur ekki á fötin, heldur hjartalagið; það hefur presturinn svo oft sagt." Bláskjár kom nú auga á yndisfagurt málverk, sem átti að vera af Maríu mey. Sólargeislarnir féllu á það gegnum marglit rúðuglerin, og honum sýndist ekki betur en myndin væri lifandi. „En hvað þessi kona er yndisleg á svipinn," sagði Bláskjár og var nú rórra í skapi. „Hver ætli þetta sé?“ „Það er móðir hans, sem frelsaði alla menn frá syndunum." „Syndunum! hvað eru syndir?" „Veiztu það ekki heldur? Það er ailt illt, sem menn hafast að; Ijúga, stela, myrða og líka að vera óhlýðinn, þrjózkur og ódæll eða metnaðargjarn og drambsamur. Þetta eru allt syndir, sem mennirnir drýgja, og þeim verður einhvern tima hegnt fyrir, ef þeir iðrast ekki og biðja Guð að fyrirgefa sér þær." Bláskjár hristi höfuðið. „Já, þetta hugsaði ég alltaf, að það væri ekki rétt gert að stela, það skal ég aldrei gera framar. Pabbi þinn skipar mér víst ekki að gera það?“ „Nei, nei, ertu frá þér? En nú verðum við að þegja og hlusta á.“ Bláskjár þagnaði og hlustaði með undrun og aðdáun á hinn djúpa og fagra hreim orgeltónanna. Aldrei hafði hann heyrt neitt þvíiíkt. Og þegar svo allir tóku undir og sungu fagran sálm, komst hann við og grét. En brátt var sálmurinn á enda, og tónarnir dóu út. Stelg þá presturinn, gamall og góðlyndur maður hvítur fyrir hærum, i stólinn og tók að prédika. Hann sagði meðal annars, að Guðs vegir væru órannsakanlegir og hann sendi mönnunum oft þján- ingar og böl, sem þeir ættu erfitt með að rísa undir. En þegar slíkt bæri að höndum, mættu menn ekki örvænta eða missa kjarkinn, heldur reyna að bera allt með þolinmæði í þeirri trú og von, að það væri þeim til góðs og miðaði eingöngu að því að gera þá betri og hæfari til alls góðs. Framhald. '•vl blAskjAb si Bláskjár Eftir FRANZ HOFFMANN

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.