Æskan - 01.03.1973, Page 60
Nú kom drengurinn auga á EMásk'iá. N/artS Viann þá há\íske\ka3ur
og ætlaði að hlaupa heim, en Bláskjár hljóp til hans og bað hann
að vera ekki hræddan, því að hann ætlaði ekki að gera neitt illt
af sér.
Drengurinn hikaði við og leit á Bláskjá og varð fljótt rólegur,
þegar hann sá, hve vingjarnlegur og fallegur svipurinn var. Brosti
hann til hans og spurði hann að heiti og hvaðan hann kæmi.
„Bláskjár heiti ég og klifraði þarna yfir grindverkið."
. „Bláskjár! Það er skrítið nafn.“
„Því er það skrítið? Ég heiti það, og þú átt ekkl að vera að
hlæja að því. En hvað heitir þú?“
„Ég heiti Valter og á heima í fallegu höllinni þarna. Pabbi minn
á hana. En hvar átt þú heirna?"
„Ég á heima í græna skóginum, þar sem fuglarnir syngja og
sólin skín, því að í hellinum, þar sem allt er dimmt og Ijótt, skal
ég aldrei oftar eiga heima.“
„Hefur þú átt heima í helli? Auminginn, þá eiga foreldrar þlnir
víst ekki aðra eins höll og þessa."
„Ég á enga foreldra,“ sagði Bláskjár raunalega. Valter leit á
hann meðaumkunaraugum og tók í hönd hans.
„Láttu ekki liggja illa á þér. Ég ætla að segja honum pabba,
að þú eigir enga foreldra, og þá er ég viss um, að hann vill vera
pabbi þinn, því að hann er svo góður. Svo skulum við leika okkur
saman og elta Hektor, ó, hvað það verður gaman!"
Hann klappaði saman lófunum af kæti, lagði hendurnar um háls-
Inn á Bláskjá og hló glaðlega.
„Viltu ekki vera hérna hjá mér?“
„Vera hérna hjá þér, leika við þig, vera alitaf úti og sjá sólina
á hverjum degi og vera aldrei skammaður eða barinn, nei, það
væri alltof gott handa mér!“
„Þú ert skrítinn náungi. Finnst þér það svo mikið að fá að'
sjá sólina? Hana geta þó allir horft á á hverjum degi. En hvað
þú ert undarlegur!"
„Já, þú mátt gjarnan hlæja að mér, ég get líka hlegið. Ég hefði
aldrei getað ímyndað mér, að sólin væri svona dásamleg. Sjáðu,
hvað hún skín yndislega gegnum greinarnar og býr til myndir á
grasið. Og þetta á ég allt að fá að skoða á hverjum degi.“
Valter leit á hann undrandi.
„Hvaða vitleysa er þetta? Hefurðu ekki getað fengið að sjá
sólina á hverjum degi?“
„Nei, ég hef aldrei séð hana fyrr en I dag. Þess vegna liggur
svo fjarska vel á mér.“
Valter var sem steini lostinn. Hann spurði og spurði, og Blá-
skjár sagði honum allan sinn æviferil, frá þvi hann mundi fyrst
eftir sér. Þegar hann minntist á Ellu litlu, komu tárin fram í
augu hans, og. gat þá Valter ekki heldur tára bundizt og vafði
böndunum um há\s bonum. Þarna sá\u nú dreng\rn\r bvor v\<5
annars h\\ð, eins og þe\r hetöu þekkzt a\\a ævi.
„Aumingja Bláskjár! Skelfing kenni ég i brjósti um þig! Það
er þó gott, að þú ert kominn hingað. Nú átt þú að vera bróðir
minn. Pabba þykir vlst vænt um, þegar ég kem með þig, því að
hann verður ævinlega svo hryggur, þegar ég spyr hann, hvers
vegna ég eigi engan bróður ti! að leika við mig. Það hlýtur að
vera Guð, sem sendi þig hingað.
„Hver?“ spurði Bláskjár.
„Guð,“ svaraði Valter.
„Já, en hver er það? Það kom enginn hingað með mig, ég
var aleinn."
„Ég var heldur ekki að tala um neinn mann, ég sagði Guð.“
„Hann þekkl ég ekki. Það er alveg víst, að hann hefur ekki fylgt
mér hingað."
„Já, en Bláskjár, þekkirðu ekki Guð? Veiztu ekki, að það er
hann, sem hefur skapað alla hluti: Jörðina, blómin, fjöllin, himin-
inn með öllum stjörnunum, já sólina sjálfa, sem þér þykir svo
vænt um.“
„Nei, því ertu nú að gabba mig? Heldurðu, að ég trúi því, að
nokkur hafi náð upp [ himininn og látið sólina þar? Nei, Valter,
þú mátt ekki skrökva að mér.“
„Láttu nú ekki svona, Bláskjár! Hugsaðu þig ve! um, þú hlýtur
að vita, hver Guð er.“
„Nei, ég veit ekkert um það. Hvar er hann þá?“
„Auðvitað á himninum og svo alls staðar í öllum heimlnum."
„En þá hlyti ég llka að sjá hann einhvers staðar."
„Nei, við sjáum hann aldrei, en hann sér okkur. Hann ber um-
hyggju fyrir öllum mönnum. Þess vegna eigum við að vera honum
þakklátir og tilbiðja hann og fara til kirkju; það segir presturinn."
„Kirkja? Prestur? Það veit ég ekki hvað er. En ef það er
satt, að Guð hafi búið til sólina og alla hluti, þá ætla ég að
láta mér þykja fjarska vænt um hann. Geturðu ekki sagt mér
eitthvað um hann, eins og Ella sagði mér frá sólinni?"
En rétt í því að Valter ætlaði að fara að reyna að útskýra,
hvernig Guð væri, heyrðu þelr þýðan og skæran klukknahljóm
óma gegnum loftið.
„Nú er hringt til messu," sagðl Valter glaður f bragði og
spratt á fætur. „Nú geturðu komið með mér til kirkjunnar. Þar
er manni kennt að þekkja Guð og verða góður og guðhræddur.
Komdu nú með mér.“
Báðir drengirnir flýttu sér til þorpsins.
Menn litu undrandi hver til annars, þegar þeir sáu litla greifa-
soninn, sem allir þekktu auðvitað, vera með þessum ókunna
dreng í rifnu og óhreinu fötunum. Valter hélt í höndina á Blá-
skjá og teymdi hann méð sér inn f kirkjuna.