Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.07.1973, Qupperneq 12

Æskan - 01.07.1973, Qupperneq 12
Þegar ég svifflaug í fyrsta sinn Aldrel skal ég gleyma því þegar ég flaug í fyrsta sinn. Þið megið trúa því, að það er einkennileg tilfinning sem maður verður fyrir þegar maður, sem er vanur að hafa fast land undir fótum, kemur upp í loftið. Nokkrir flugfúsir unglingar og svo ég höfðum náð í gamla svifflugu og stofn- uðum þess vegna svifflugfélag. Við fór- um svo til pilts sem hafði lært svifflug og fengum ýmis góð ráð og bendingar hjá honum um það, hvernig maður ætti að koma vélinni upp og hvernig ætti að stýra henni, og að svo búnu fórum við eitt kvöldið út úr bænum, þangað sem vélargarmurlnn var geymdur. Við vörp- uðum svo hlutkesti um, hver skyldi reyna sviffluguna fyrst og varð ég þá hlut- skarpastur. Þótti mér það ekki lítil upp- hefð að verða fyrir því að vígja flug- una, og það var svipur á mér, þegar ég setti á mig flughettuna og gleraugun og settist svo við stýrið. Til þess að draga fluguna af stað, svo að hún gæti lyft sér, höfðum við gamlan bíl og festum við nú vélina aftan í hann með löngum stálvír og nú hélt bíllinn af stað með mig í eftirdragi yfir völlinn. Vélin hristist mikið og ég var önnum kafinn við að taka af henni hallann með jafnvægisstýrunum þegar hún allt I einu hóf sig til flugs, án þess að ég gerði nokkuð til þess. Og þarna sat ég nú, í 5—6 metra hæð yfir jörðu, og var sannast að segja skrambl smeykur við, hvernig þessari flugferð mundi Ijúka. Mér sagði svo hugur, að réttast væri að minnka fjarlægðina milli mín og jarðarinnar, en líklega hef ég tekið fullhart á stýrinu, því að ég vissi ekki fyrr til en flugan stefndi beint niður og ef ég hefði ekki haft sinnu é að beita vélinni upp hið skjótasta þá er það sennilegt að Móðir jörð hefði tekið mig — og vélina — í faðm sinn fyr'r fullt og allt. En ég beitti sem sagt vél- inni upp og það svo eftirminnilega, aö hún þaut eftir minni meiningu mörg hundruð metra upp I loftið, jafnvel Þ° að félagar mínir, sem veittu mér ná- kvæma athygli, fullyrði það enn í dag. að ég hafi alls ekki verið í meira en 20 metra hæð. Hef ég komizt að raun um, að skilningur manna á slíku er mjög mismunandi eftir því hvort þeir eru sjálf' ir í vélinni eða niðri á jörðinni. Eg los' aði nú taugina úr vélinni en vitanlege gleymi ég þvf, að maður á að laekka flugið ofurlitið áður, til þess að missa ekkl ferðina um leið og maður missir af dráttarkraftinum að neðan. Og nú varð það, að vélin staðnæmdist allt í eine þarna uppi í loftinu og afleiðingin af þvi varð aftur sú, að hún varð að lúta þyngdarlögmálinu og fór að hrapa. Ég hentist til jarðar eins og örskot og jafn' vel þó að ég hefði ekki neitt á móti Þvl að lenda aftur — því er mér sannast að segja engin launung á — þá hefði ég þó gjarnan kosið að niðurför mín hafði orðið dálítið meira hægfara. Ég var kominn alveg niður að jörð, Þa9at mér tókst að ná stjórn á svifflugunni aftur og gat forðað hennl og mér frá þvf að fara í mél f lendingunni. brotnaði annar vængbroddurinn °9 nokkur stög slitnuðu. En ég slapp °' meiddur sjálfur, og eftir hálfan mánuð byrjuðum við æfingar aftur. En þá höfð' um við þó lært svo mikið, að við not' uðum ekki bíl til þess að lyfta svif' flugu, sem viðvaningur stýrir. Lævirki sat á þúfu nokkurri. „Góðan dag. Veizt þú, hvar Guð á heima?“ spurði Bambi. „Já, það veit ég vel,“ svaraði lævirkinn, — og röddin hans var tandurhrein. „Hann býr uppi í himninum. Ég skrepp alltaf upp eftir til hans, þegar gott er veður, til að þakka honum fyrir lífið og fyrir röddina góðu, sem hann hefur gefið mér.“ „Uppi í himninum? Hvar er hann?“ spurði Bambi. „Veiztu ekki, hvar himinninn er?“ spurði lævirkinn undrandi. „Það er bláa fallega þakið, sem við höfum fyrir jið sagö rúal’ ofan okkur, — þar sem Guð hengir stjörnurnar og tul1^ á næturnar. Þú hlýtur að hafa séð það?“ „Ég hef ekki haft tíma til að horfa svo hátt upp Bambi. „Ég hef verið svo önnum kafinn við að safna og maturinn vex á jörðinni, eins og þú veizt. Þess v o hef ég horft niður, en ekki upp.“ „Það var leiðinlegt," sagði lævirkinn. „Allt, seöi þarf að horfa til himins öðru hverju." *s „Heyrðu! Gætirðu ekki flutt frá mér skilaboð til ^’1 ^ þegar þú flýgur næst upp eftir til hans?“ spurði og nú var rödd hans fjarska bljúg og biðjandi. ,,Ég s 10

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.