Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.07.1973, Qupperneq 24

Æskan - 01.07.1973, Qupperneq 24
MARGT BÝR I SJÓNUM Pegar halla tekur vetri og daginn fer að lengja, er það oft svo, að við sjáum að morgni dags snjóbreiðuna liggja eins og hvítt, ósnortið teppi yfir jörðina svo langt sem augað eygir. Stundum sjáum við þó einstaka slóð eða fótspor eftir mann eða dýr, og er slíkt ekki í frásögur færandi. Út af því getur þó brugðið, eins og sjá má af þessari frásögn af atburði, sem gerðist í Englandl fyrir 118 árum. Það var í héraðinu Devonshire hinn 8. febrúar 1855, þegar fólk þar reis úr rekkju, að það varð þess fljótt vísara, að undarlegur gestur hafði heimsótt það í húmi næturinnar. Norðan frá Topsham og Bicton og allt suður til Dawllsh og Totnes hafði einhver vera hoppað, skondrað og sniglazt yfir girðingar og akra, veggi og húsþök — og skilið eftir sig órofna slóð af þúsundum spora I snjónum. ■Hvað var þetta? Hvaða skepna gat farið upp veggi og snarbrött húsþök, meðan hinir frómu sváfu svefni hinna réttlátu undir þeim? Hvaðan kom þetta og hvert fór það? Snemma kvöldið áður hafði tekið að snjóa og snjóaði mikið. Snæbreiðan yfir landinu var jöfn og hrein. í hana markaði gesturinn undarlegi slóð sína, um leið og hann fór hjá. Og þegar dagaði sáust ummerkin. Vafalaust hafa margir séð þessa slóð snemma um morg- uninn, áður en aðrar slóðir máðu hana út, en víst er þó um það, að þegar bakarinn George Fairley, sem jafnan fór manna fyrstur á fætur, kom að brauðbúð sinni, sá hann þessa slóð liggja þar fram hjá. Sagði hann svo frá, að spor þessi hefðu verið líkust því, sem tvífætt hófdýr hefði verið þar á ferð. Hann rakti sporaslóðina nokkuð áfram og kom þá að steinvegg, sem lá umhverfis húsagarð. Þar sá hann, að skepna þessi hafði hoppað upp og síðan gengið nokkurn spöl eftir mjóum steingarðinum, en er hann þraut, hafði hún hoppað niður og haldið áfram og yfir akur nokkurn, sem þarna var. En bakarinn þurfti að baka morgunbrauðin, svo að ekki var tími til að athuga þetta nánar. í öðrum byggðum Devonshire fundu aðrir sömu ummerk- in og bakarinn I Topsham. Einhver vera hafði farið um sveitina um nóttina, sýnilega eftir að slotað hafði hríðinni, en það var um klukkan ellefu. Skepnan hafði skilið eftlr einfalda röð af sporum. Sumir lýstu sporunum svo, sem þau væru hóflaga, aðrir hálfmánalaga eða dálítið aflöng. Þau lágu yfir meira en 100 mílna langan veg frá Exmouth út við sjó, norður til Raleigh og Bicton og vestur til Wood- bury og Topsham og þaðan aftur til strandar. Slóðin kom aftur í Ijós á ströndinni við fjörðinn inn að Powdersham, og má segja, að í stórum dráttum hafi slóð þessi legið ýmist frá ströndinni eða að henni aftur í óreglulegum bogum. Fréttin um þessi undarlegu sþor flaug um þessi héruð og vlðar og spunnust um þetta ýmsar sögur, og hafði nokk- urt felmtur gripið um sig hvarvetna í byggðum þessum um miðmorgun, náttúrlega helzt meðal þeirra hugdeigu og fávísu. En flelri voru á þessum slóðum, og þeim eigum við að þakka skilmerkilegar upplýsingar um fyrirbærið. Aðallega voru þetta menn búsettir á þessum stöðum, er sömdu frá- sagnir af fyrirbærinu fyrir blöðin í Lundúnum. Hið merka Lundúnablað The Times skýrði frá því í grein, er bar fyrirsögnina „Stórfurðulegt fyrirbæri", 16. febrúar 1855, að mikið uppnám hefði orðið í þeim byggðum Devon- shire, þar sem vart varð þessarar undarlegu skepnu, gat skilið eftir sig fótspor á húsþökum og stokkið yfir háar girðingar. Enn fremur sagði The Times: „Slóðin liktist því fremur að vera eftir tvífætling en fer- fætling, og venjulega voru átta þumlungar milli spora. Sporið var líkt og spor eftir asnahóf, einn og hálfur eða sums staðar tveir og hálfur þumiungur í þvermál. Sums staðar virtust sporin vera eftir klaufir, en víðast þó eftif heilan hóf. Og af snjónum, sem sat eftir í sporinu, virtist það ekki sýna nema útbrúnir fótarins, og hlýtur hófurinn því að hafa verið íhvolfur að neðan." Tíðindamaður The Times skýrir svo frá, að sképnan hafi gengið að dyrunum á mörgum húsum, en hor;fið frá an þess að skilja eftir nokkur merki um það, að hún hafi numið staðar eða hvílzt. Átta dögum eftir atburð þennan skýrir blaðið frá því, að enn séu menn í Devonshire héraði svo skelkaðir, að þeir þori trauðla að fara frá húsum sínum á næturþeli nema í vopnuðum sveitum. Slóðin byrjaði við Exmouth og lá eins og áður hefur verið frá skýrt yfir akra og skóga, þorp og borgir, meira en hundr- að mílna vegalengd, lengra, lengra. Þar sem þau voru greinileg, mátti kalla, að þau væru alls staðar eins: Ú- mynduð og um átta þumlungar á milli þeirra. Undarleg1 þótti, að hvert sporið var nákvæmlega framan við hitt. E* þau voru eftir ferfætling, hlaut skepnan að vera nassta fágæt af þessum ástæðum einum, og enginn tvífætlingur að undanskildum sumum fuglum stígur niður í slíkri þráð- beinni línu. Auðvitað komu nú fram hinir og þessir heimatilbúnir sér- fræðingar með sínar skýringar. Gerðust margir til að leggJ3 fram lausn sína. Séra G. M. Musgrave var meðal þeirra fyrstu til að „leysa" málið. Hann fullvissaði óróleg sóknar- börn sín um það, að þetta væri eftir kengúru. En þá var annarri spurningu ósvarað: Hvernig I ósköpunum gat keng- úra verið komin til Devonshire? Og hvernig gat kengúi"3 gengið yfir húsþök? Aðrir „sérfræðingar" fundu það út; að slóðin væri eftif leðurblöku, otra, kengúru, rottur, stóra fugla. En allar þess- ar skýringar náðu skammt. Þær hæfðu ekki skilyrðunum- Skepnan, sem skilið hafði eftir sig slóðina milli Exmoutb og Totnes, þurftl að fara tvisvar yfir skákir af hafinu. Hun hafði smeygt sér undir runna án þess að hrófla við snjón- um á þeim, hoppað léttilega af jörðu og upp á mæni á húsunum, trítlað eftir mjóum veggjum og ójöfnum staura- girðingum. Og það, sem undarlegast var: Hún hafði 1°^'® öllum þessum hlaupum á furðulega skömmum tíma. Aðeins Tvífætlingur úr hafinu 22

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.