Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1973, Síða 42

Æskan - 01.07.1973, Síða 42
Ein kýr nægir Pað var einu sinni kona, sem átti tvö lítil börn. Hún var svo fátæk, að hún gat með naumindum fætt þau. ,,Það er gott, að ég á geitina," sagði konan. „Börnin drekka geitamjólkina með þurru brauðinu og hafa hana út á grautarögnina. En hvorttveggja er þvi miður af skornum skammti, en auk þess get ég stundum búið til ofurlítið af smjöri." Dag nokkurn, er konan var að vinna i garðinum sínum, bað hún drenginn að fara með geitina út að skurðargarðinum til þess að hún gæti fengið í svanginn. í þessu bili komu ókunnugur maður og lítil stúlka. Þau gengu til konunnar. Maðurinn sagði: „Litla stúlkan mín er mjög þreytt, svöng og þyrst. Áttu ekki matarbita og mjólkursopa handa henni. Ég er fá- tækur og get ekki borgað fyrir þennan greiða. En ég mun verða þér afar þakk- látur, ef þú gerir það, sem ég bið um. Stelpan þarf að fá hressingu." Konan svaraði: „Hér er ekki um auð- ugan garð að gresja. En ég á dálítinn mjólkurslatta og brauðbita, og það skaltu fá handa litlu stúlkunni." En þetta var matur sá, er konan hafði ætlað að neyta að loknu dagsverki sínu í garðinum. En hún var svo greiðug og hjálpfús, að hún hikaði ekki við að taka allt ætt, sem hún átti, og gefa ókunnug- um. Litla stúlkan borðaði brauðið og drakk mjólkina og hresstist bersýnilega af því. Er þau voru að fara, sagði maðurihn við konuna: „Hvers óskar þú mest af öllu?" Konan svaraði: „Mig iangar mest til þess að eignast kú. Ef ég ætti kú, gætu börnin og ég fengið alla þá mjólk, er við þörfnumst. Ennfremur fengjum við nægilegt smjör." Maðurinn sagði: „Réttu mér rekuna." Konan gerði það. Og maðurinn sló með rekunni á stein. Samstundis stóð indæl kýr hjá þeim. Konan varð mjög forviða. Maðurinn mælti: „Þú mátt eiga kúna. Þetta er borgun fyrir matinn, er þú tókst frá munninum á þér til þess að seðja litlu stúlkuna. Ég vona, að kýrin verði þér til hamingju." Konan varð bæði glöð og hissa, og hún kom ekki upp nokkru orði. Hún góndi á kúna. En maðurinn og litla stúlkan lögðu af stað. Svo datt konunni i hug, að tvær kýr væru betri en ein. Ef hún ætti tvær kýr, gæti hún selt mjólk og keypt ýmislegt, sem hana van- hagaði um. Hún hélt á rekunni, er maðurinn notaði þegar hann töfraði fram kúna. Og henni datt í hug, að hægt væri að fá aðra kú á sama hátt. Hún ákvað að gera tilraun. Svo barði hún með rekunni á steininn. Það var ekki kýr, sem kom fram, heldur gráðugur úifur. Hann hljóp til kýrinnar þegar í stað og át hana. Að þvi búnu sneri hann sér að kon- unni í sama augnamiði. En konan beið ekki boðanna heldur hljóp sem fætur toguðu á eftir ókunna manninum og litlu stúlkunni. Þau voru komin niður að ströndinni. Konan kailaði til mannsins: „Hjálpaðu mér. Ég er i mikilli hættu. Ég sé eftir því, sem ég gerði. Hjálpaðu mér til þess að koma úlfinum burt áður en hann étur börnin og geitina. Geitin er mér dýrmæt, og án barnanna væri mér lífið einskis virði. Þó að erfitt sé að vinna fyrir þeim, tel ég það ekki eftir, en hef mikla ánægju af því. Þú verðuf að hjálpa mér. Ég er viss um, að þú 9et ur það. Ég grátbæni þig um hjáip. Maðurinn horfði alvörugefinn á k°n una. Svo sagði hann: 3 . j Pn „Þessi úlfur er þín eigin ágirna vegna þess að þú iðrast, skal ég hjálp® þér og koma þessum voðalega úlfi ðe Vertu róleg. Farðu heim. Allt mun fara vel og þú ekki verða fyrir neinum óþ®9 indum. Úlfinn mun ég kveða niður. P er gott að hafa hjálpað öðrum, ÞesS nýtur þú hjá mér.“ Að svo mæltu hélt maðurinn leiða sinnar. Hann gekk hægt og leit ekki vi Þegar konan kom heim, var élfur'n” horfinn, og varð hún mjög glöð- ^ fallega kýrin var heima við kotið, su sama, er fyrr hafði verið töfruð fral^j eða önnur alveg eins. Þessa kú konan. Það var góð eign. Má geta ÞeaS’ að kýr eru sums staðar, t. d. á lndlan 1 álitnar heilög dýr og eru ekki drepna^ Meira að segja ekki vaktar, þó að Þ ^ sofi á daginn á fjölförnum götum st°r borga Indlands. „Ég má ekki vera ágjörn," sagði kon an við sjálfa sig um leið og hún tey kúna inn i lítið útihús, er nú skyldi n°la sem fjós. Konan var góð við kúna, e mjólkaði hún vel. Börnin og konan °° uðu ágætlega. Þyrnirós Kringum höllina, sem Þyrnirós ( hafði vaxið þyrniskógur, sem allir n að ómögulegt væri að komast í 9 . ^ um. Reyndu, hvort þú getur ekki ko inn til hennar. Þú mátt hvergi fara strik, heldur aðeins þar sem °P' Þú getur notað blýant til að marka Ina. 40

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.