Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1978, Blaðsíða 12

Æskan - 01.05.1978, Blaðsíða 12
II. Morguninn eftir þegar ég vaknaði í litlu baðstofunni heima og leit út um gluggann, var þokan horfin og dalurinn allur baðaður í sólskini. Og nú sá ég suður- fjöllin, hina sérkennilega fögru tinda sem gnæföu nú tígulega upp í bláma himinsins. Bjartur vordagur er himnaríki á jörð í huga unglingsins sem alls staðar sér birtu og fegurð. Ég flýtti mér úttil að hitta pabba og spurði hann hinnar venjulegu spurningar: Hefur nokkur ær borið í nótt? En engin ær hafði borið um nóttina. Grána var með tví- lembingana sína í brekkunni ofan við bæinn. Þar fann hún einhver græn strá þó að gróður væri þar enn lítill. En lömbin hennar voru að hoppa í kringum hornahúsiö mitt. Það þótti mér vænt um og ég forðaðist að koma þar nærri til að trufla þau ekki. Hver veit nema þau hafi sofið í því í nótt? Pabbi bað mig að ganga út í Hlíöina til að líta eftir Vrpu. Það var mér Ijúft að gera. Ég hélt léttstígur út götuna út á Stekkinn og þaðan út í Hlíðina. Ég sá strax að hestarnir voru utar í Hlíðinni en daginn áður og hljóp við fót fjárgöturnar út með brekkunum. Forvitnin rak mig áfram. Skyldi það hafa fæðst í nótt? Þegar ég kom á hæðina innan við Puntbalann, sá ég að hestarnir voru á harðvellisbarðinu niður af Merkja- kambinum, — og þeir voru fjórir! Ég tók sprettinn og hljóp til þeirra. ( hópinn hafði bæst fjórði hesturinn — jarpt, hátætt folald vio hliðina á Yrpu. Hún snerist í kringum það og virtist ekkert um það gefið að ég kæmi nærri því. K Ég virti það fyrir mér. Það var svolítið reikult í göngu' lagi og virtist ekki kunna vel við sig í þessari nýju veröld- En Yrpa lét sér annt um það. Skjóni var bara pabbalegur og snerist í kringum þau. Ég gekk til Yrpu og klapP3^1 henni, en folaldið forðaðist mig. Það hafði aldrei áður séð svona tvífætta veru. Það var Ijósjarpt og dökkt á tag1 og fax. Þegar ég hafði virt folaldið fyrir mér um stund yfirgaf ®9 hrossin og flýtti mér heim. Nú hafði ég þó fréttir að f®ra; Það var léttfættur strákur sem hljóp inn Hlíðina heim a leið. Þegar ég kom heim dró ég ekki að segja fréttirnar- Yrpa hafði eignast folald. — Og hvort er það nú hestur eða hryssa?spurði pabb'- Ég stóð og glápti. Ég hafði alveg gleymt að athug3 það. Eftir hádegiö fór pabbi svo með mér að skoða fo1' aldið. Hann var hestamaður og hafði á yngri árum att gæðinga. Nú var hestaeignin miðuð við það sem bú'® þarfnaðist. En hver vissi nema hér væri að bætast g®80' ingur í hestahópinn? Að minnsta kosti var föðurættin 9°^ og Yrpa var viljug. Við gengum saman út á Stekkinn og þá götu höfðum ^ oft farið saman áður. Við gengum neðan við fjárhúsin °9 nú var rústin framan við þau orðin hvanngræn. Svo héldum við út Hlíðina. Hestarnir voru á sama stað Við gengum út fjárgöturnar út á Puntbalann. Þaðan fóruf11 við eftir grasflákanum þangað sem hestarnir voru. Pabbi gekk beint til Yrpu og klappaði henni. Svo virtl hann fyrir sér jarpa folaldið. — Það er hestur, sagði hann. — Þetta er fallegt f°la og liturinn prýðilegur. Svo tókst honum að handsama folaldið og hélt utan um makkann á því. Þá kom Yrpa alveg til hans. Hun óttaðist sýnilega að hann ætlaði að gera því eitthve mein. Svo sleppti hann því aftur. Skömmu síðar leitaði það undir kvið móður sinnar og fékk sér volgan mjólkursop3' Yrpa lygndi aftur augunum ánægjuleg á svipinn. Við settumst upp í brekkuna og hvíldum okkur u,n stund og horfðum á hestana. Ég leit upp skriðuna og UPP í klettabeltin. Þar var smyrill á flugi. Ég vissi að hann á"1 hreiður í Smyrlakambinum ofurlítið utar. Birkilaufið grastorfunum í brekkunum var að byrja að grænka. Pabbi leit til hestanna og var eitthvað hugsandi- sagði hann: — Mig hefur oft langað til að gleðja þig eitthvað fyrn hvað þú hefur verið duglegur að hjálpa mér, einkum vl féð. En ég hef ekki haft tök á þvf fyrr en nú. Nú er t®^1 færið komið. Ég ætla að gefa þér jarpa folaldið. Ég horfði á pabba alveg undrandi. Svo áttaði ég w'Q' stóð upp, faðmaði hann að mér og kyssti hann rembingskoss í skeggið. Ég átti hest. Kannski gæðingsefni. Nú var ég orðinn ■i r\
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.