Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1978, Blaðsíða 20

Æskan - 01.05.1978, Blaðsíða 20
L» Istu heimildir um smjör eru um 4000 ára gamlar, og er þær að finna í helgiritum Hindúa. Þar er þess getið, að smjör hafi verið ein af þeim dýrustu fórnum, sem guðunum voru færðar. En sjálfsagt hefir sá siður þá verið orðinn mörg hundruð ára gamall. Enn eimir eftir af því í Indlandi að smjör sé talið meðal helgra dóma, því að þegar höfðingjar Hindúa taka við völdum, þá eru þeir smurðir með smjöri. [ frumkristninni virðist og enn hafa verið nokkur helgi á smjörinu, því að það var þá notað á altarslampa. En Rómverjar hinir fornu létu smyrja sig með smjöri, vegna þess að þeir töldu það heilsusamlegt. Engar sagnir eru um það hvernig maðurinn fann upp á því að búa til smjör, en talið er að það hafi gerst aftur í grárri forneskju, meðal hirð- ingja. Þeir voru alltaf á ferðalagi með hjarðir sínar, og fluttu þá mjólk með sér í belgjum langar leiðir, annað hvort á hestum eða úlföldum. Við þetta hefur mjólkin skekist. Og svo hafa hirðingjarnir tekið eftir því, að á þessum feröalögum mynduðust í henni smáfitukorn. Þeir hafa fljótt skilið, að þetta stafaði af því að mjólkin skókst til í belgjunum, og þá hafa þeir fundið upp sérstakar að- ferðir til þess að skaka hana og ná smjörinu úr henni. Fyrstu strokkarnir hafa verið leirker, sem menn hristu þangað til smjörið skildist frá mjólk- inni. Næst hafa menn svo fundið upp á því að búa til strokka úr holum trjá- bútum; botnar hafa verið settir í báða enda, þessi hólkur síðan fylltur af mjólk og hengdur upp milli trjáa og rólað þar fram og aftur. Einnig hafa verið notaðir belgir, sem hengdir hafa verið á tré, eða tjaldsúlur, og síðan rólað fram og aftur. Einhvern tíma hafa menn svo komist að því af tilviljun, að það var miklu auðveldara að gera smjör úr rjóma heldur en úr mjólk. Þá lærðist mönnum að setja mjólkina og veiða síðan rjómann ofan af, eða þá að renna mjólkinni undan honum. Með þessu móti vannst það, að strokkarnir máttu vera miklu minni, og að meira smjörfékkst með minni fyrirhöfn. Síðan kemur bullustrokkurinn til sögunnar, en hann var notaður hér á íslandi fram á þessa öld. Þá komu °9 snúnir strokkar, og var þeim len^' snúið með handafli. En svo korri^ vélar til sögunnar og hafa þær orði margbreyttari og fullkomnari eftir Þ^ sem tímar liöu. En samt má segjð’ a grundvallaraðferðin við það að freíT1 leiða smjör hafi haldist óbreytt u(11 5000 ára skeið. Það er skaksturinn' sem klyfjadýr fornaldar bentu mönnum fyrst á. — 0- Langt fram á 19. öld voru Þa^ bændur einir og hirðingjar, se^ framleiddu smjör, og var það auðvita í smáum stíl. Var mikið fyrir þvi hatt' en hreinlæti ekki ávallt sem ákjósan legast. Það var þá selt í alla ve9a bögglum og umbúðalaust. Batna ' það síst við meðferðina, var 0 óhreint, súrt og hálfbráðið. Eina ráöi til þess að geyma það, var að sal*3 það. Menn reyndu að hafa sem me vatn í smjörinu, og stundum var Þa . blandað með ýmiss konar annarri fe|*| — allt í þeim tilgangi að smjörið ýr° sem þyngst. Snemma á fyrri öld var það algengt að vatn í smjöri væri 33’b' en nú er víðast svo fyrir mælt, að Þa megi ekki vera meira en 16%. Árið 1870 kom skilvindan til söð wimiwffli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.