Æskan - 01.05.1978, Blaðsíða 24
s STÚLKAN.
El\ /1 ÆTLAÐI
Á HEIMSENDA
r að var einu sinni lítil stúlka, sem ætlaði að fara á
heimsenda.
Foreldrar hennar voru dánir og hún hélt á litlum poka,
sem í var allt, sem hún átti.
— Ætlarðu á heimsenda? sögðu menn undrandi. —
Það er langt þangað. Svo er ekkert til sem heitir heims-
endir.
En litla stúlkan hélt fast við sitt og lagði af stað.
— Við getum ekki látið hana fara svona, sagði fólk. —
Hún getur villst eða dottið ofan af kletti eða orðið matar-
laus. Við verðum að gæta hennar.
Svo fór það með litlu stúlkuna á barnaheimili og allir
voru góðir við hana.
En þá fór hún að gráta og kjökra daginn út og inn.
— Ég vil fara á heimsenda, kjökraði hún. — Ég vil fara
á heimsenda.
Það gat enginn huggað hana . . . það kom
prófastur og prestur og aðrir mektarmenn . . . það ko^
bakari með forláta kringlur. . . og hún fékk falleg dýr11
að leika sér að.
En litla stúlkan horfði bara út um gluggann, langt ú*1
fjarlægð . . . og grét enn meira.
Loks vissu allir í ríkinu, að litlu stúlkuna langað'
heimsenda og allir vitringarnir komu langar leiðir til a
sýna, að þeir gætu huggað hana.
Þeir komu með stóra poka með marsípan og brjóst
sykri, skrjáfandi litla silkikjóla, glansandi lakkskó, háls
festar úr skínandi perlum og margt annað, sem fallegter;
— Þú hlýtur að skilja, að heimsendi er ekki til, sa9
það. — Heimsendir er aðeins til í ævintýrunum.
Svo klappaði fólkið henni á kinnina og var svo gott, sv°
gott.. .
En litla stúlkan grét og grét.
Þá hópuðust allir vitringarnir saman til að ræða, hv
væri hægt að gera fyrir litlu stúlkuna.
öll heimsins landabréf og hnattlíkön voru sótt o9
skoðuð gaumgæfilega, en hvergi var heimsenda ?
finna.
Þá koma drengur með derhúfu til að leika við 11
stúlkuna.
— Fæ ég að koma með þér á heimsenda? spurði hahn
— Já, já, sagði stúlkan og brosti í fyrsta skipti í Ian9an
tíma. — Ef ég losna héðan.
— Við getum séð um það, sagði drengurinn
hlaupumst héðan í nótt!
Þegar klukkan sló tólf um miðnætti, klifraði litla stúlka ^
út um gluggann og niður til drengsins, sem beið e
henni.
— Ratar þú? spurði hann og tók í höndina á henni-
— Já, já, sagði hún. — Ég hef farið þessa leið áo
Komdu! ^
Þau flýttu sér og í dögun voru þau komin langt ^
borginni. Nú beygði litla stúlkan út af þjóðveginum o91
á stíg milli bakka og fjalla.
Það þaut og skrjáfaði í strám og korni, ík°rn^
„skríkti" af kæti í grenitrjánum, hérinn hljóp til móts
þau, og fuglarnir sungu morgunsönginn sinn.
— Nú erum við að komast þangað, sagði hun
dansaði áfram.
— Hæ! Nú næ ég þér! kallaði hann og dansaði me^'
Þá glitraði á blátt hafið framundan. ,
— Hafið! sagði drengurinn og starði. — Þá komu
við ekki lengra. ^
— O, jú, jú, sagði litla stúlkan og hló. — I víkinni. se
eikartréð vex í, er „Heimsendir". Komdu, við sku
hlaupa!
En um leið birtust tveir menn, sem hrópuðu:
V ió
o9
lurf